Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Page 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Page 34
34 – Sjómannablaðið Víkingur sem hann biður Hólmstein að koma til fundar við sig hvað hann gerði. Erindið var að fá hann til þess að reyna með sér lagningsrennuna ásamt kransasettinu um borð í báti þeirra bræðra í Leirhöfn, Víkingi, sem var þiljaður vélbátur 8-10 lestir að stærð, og skrifa síðan umsögn um hvernig til hefði tekist. Tilraunin tókst mjög vel, um var að ræða beitta línu í tveimur bölum sem beitt var í áðurnefnt kransasett. Línan var lögð á fullri ferð bátsins og fór öll í sjóinn með beitunum án einnar einustu flækju. Sem sagt allt gekk eins og best var á kosið. Í framhaldinu skrifaði Hólmsteinn síðan umsögn um tilraunina sem Krist- inn sendi bréfleiðis til Kristjáns Bergs- sonar, forseta Fiskifélags Íslands. Næst gerist það í þessari þróunarsögu lagn- ingsrennunnar að Kristinn í Leirhöfn fær svohljóðandi skeyti frá Fiskifélagi Ís- lands, dags. 1. desember 1925: ,,Sendið oss með Esju 20 kransa hæfilega í stampa úr hálfu steinolíufati fyrir ca 600 króka hvert. Sömuleiðis tvo lagningsstóla (lagningsrennur) Fiskifélagið.“ Kristinn afgreiddi þessa pöntun FÍ fljótt og vel eins og áður hefur komið fram í tilvitnun í bók Níelsar Árna Lund „Af heimaslóðum“. Þar kemur einnig fram að Kristni hafi gengið illa að fá FÍ til þess að greiða rennurnar. Í greinunum í Ægi sem hér er vitnað til kemur fram sú skýring að Fiskifélags Íslands hafi verið á móti því að viðurkenna Kristinn sem höfund að lagningsrennunni og því ekki haldið nafni hans á lofti þegar félagið kynnti rennuna. Frá Kristni eða Norðmönnum? Hvert framhald lagningsrennu Kristins varð er ekki alveg ljóst þar sem fyrir liggur að norskir línuveiðarar hér við land voru komnir með rennu vorið 1926. Hvort sú renna var norskt hugar- smíð eða eftirmynd Leirhafnarrennunnar er ekki vitað með vissu. Í grein Hólm- steins Helgasonar sem hér er vitnað til kemur m.a. eftirfarandi fram þar um: ,,Ég var í Noregi veturinn 1924-´25 og ferðaðist nokkuð um vesturströndina, auk þess sem ég var þátttakandi í síld- veiðum þar í þrjá mánuði, bæði á vetrarsíld frá Kristjánssundi á Norður- Mæri og vorsíld frá Haugasundi. Ég hugði að ýmsu í norskum sjávarútvegi, bæði á landi og á sjó, og ræddi við marga menn, líka Norðlendinga, sem komu suður með landi á skipum sín- um í síldina við Haugasund. Ég get fullyrt það, að þá þekktist ekki annað hjá norskum fiskimönnum en að handleggja línu, svo mikið var talað um flýti einstakra manna í þeirri starfsgrein.“ Af þessum orðum Hólmsteins virðist vera nokkuð ljóst að Norðmenn voru ekki búnir að taka upp lagningsrennuna á árinu 1925 en voru búnir að taka hana í notkun á árinu 1926. Þá vaknar spurn- ingin, kom hugmyndin að rennunni frá Kristni í Leirhöfn eða frá Noregi. Um það eru skiptar skoðanir en þó eru fleiri miðað við nefndar greinar sem telja að hugmyndin hafi komið frá Kristni; í því sambandi er m.a. nefnt að þegar það liggur fyrir veturinn 1921 að ekki var unnt að einkaleyfisbinda uppfinninguna fór Kristinn ekkert leynt með hana. Fyrir liggur að Norðmenn ráku síldarverk- smiðju á Raufarhöfn en Leirhöfn er ekki svo ýkja langt þaðan frá og á þessum árum voru ekki mörg vélaverkstæði á landinu og því líklegt að norskir skip- stjórar og vélstjórar hafi leitað til Kristins með eitt og annað sem þurfti viðgerða við og Kristinn þá sýnt þeim rennuna og kransasettið sem þar var uppsett og fullbúið og skýrt fyrir þeim hvernig það virkaði. Það sem styður þessa tilgátu er m.a. það að fyrsta rennan sem tekin var í Afhending frumeintaks línurennunnar Safnahúsið, Stóragarði, 640 HÚSAVÍK Við undirrituð, börn Kristins Kristjánssonar, vélsmiðs og bónda frá Nýhöfn, Melrakkasléttu, Norður-Þingeyjarsýslu, afhendum með bréfi þessu, Safnahús- inu á Húsavík, frumeintak af línurennu þeirri sem Kristinn er höfundur að, og það eina sem til er frá hendi höfundar. Þetta eintak er annað af tveimur sem Kristinn sendi Fiskifélagi Íslands þann 5. mars 1926 að beiðni félagsins. Svo fór að þessi renna var aldrei notuð, eins og til stóð en varðveittist með örðu dóti hjá Fiskifélaginu. Fyrir hreina tilviljun sá einn ættingi Kristins línurennuna og þekkti þar smíði Kristins. Var leitað eftir því við Fiskifélagið að það afhenti línurennuna til varðveislu á safni og veittu ættingjar Kristins henni móttöku 22. mars 1993, eða rúmum 67 árum eftir að höfundur hennar sendi hana frá sér. Fyrir ættingja Kristins er það ómetanlegt að fá í hendur eintak af þeim smíðisgrip, sem haldið hefur nafni Kristins á lofti og hann var stoltastur yfir. Óumdeilanlega er hann höfundur línurennunnar. Í skrifum sínum greinir Kristinn frá því þegar hann fór að velta smíði hennar fyrir sér og segir þar m.a.: „Þetta var ekkert smámunamál, þetta mátti að vissu leyti teljast lífsspursmál fyrir þessa sjómenn og jafnvel fyrir hag þjóðar- innar.“ Við undirrituð börn, Kristins höfum ákveðið að þetta eina eintak línu- rennunnar, sem til er frá hendi höfundar verði afhent Safnahúsinu á Húsavík til varðveislu. Jafnframt óskum við eftir því, að línurennunni verði valinn staður, þar sem almenningi gefst tækifæri á því að skoða þennan smíðisgrip og sem olli straumhvörfum í fiskveiðum landsmanna og fundinn var upp og gerður var af Kristni í Nýhöfn, sem þekktur var á sínum tíma sem bjargvættur byggðar á Norð-Austurlandi og víðar hvað varðaði smíði og viðgerðir á öllu því sem að vélsmíði laut. Nýhöfn í maí 1993. Kristján Kristinsson Helga Kristinsdóttir Steinar Kristinsson Sign. Sign. Sign. Jóhann Kristinsson Guðmundur Kristinsson Sign. Sign.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.