Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Síða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Síða 40
40 – Sjómannablaðið Víkingur Ungum fannst mér mest heillandi við stangveiði þegar mér var treyst til að vera einum við ár eða vötn. Þá gat ég dundað mér tímunum saman, velt við steinum, tuggið strá og hlustað á almætti þagnarinnar. Stundum gat þögnin bergmálað, jafnvel breyst í hávært suð – en alltaf var hún einstök, indæl og hlý. Ég sat einn á þúfnakolli, fékk mér niðursoðna sviðasultu og horfði á fuglana. Frá þessum rótum hef ég stundað minn veiðiskap. Ég held af stað með fá- breyttan kost, hef lopapeysuna innan seilingar, gef lítið fyrir merkjavöru eða tískustrauma, vil hafa það náðugt, ná mér í fisk og njóta þess að láta ógreiddan lubba minn bærast í andardrætti eilífð- arinnar. Himbrimi syngur ámótlega á vatninu, smyrill kemur í loftköstum og slær andvaralausan músarrindil kaldan, fiskur byltir sér í vatnsskorpunni og ég blunda á bakkanum með mosaþembu fyrir kodda – ennþá með strá bernsk- unnar á milli tannanna. Kúrekar kyssast Síðdegis í ágúst var ég við veiðar í skag- firskum afdal með tveimur vinum mín- um. Við gistum í ágætu sumarhúsi, eld- uðum kótelettur í raspi, drukkum dálítið rauðvín, gengum okkur upp að hnjám meðfram afskekktri á og veiddum nokkrar bleikjur. Þegar ég kom heim, alsæll og þreytt- ur, vildi svo til að í sjónvarpsfréttunum var verið að fjalla um laxveiðar á Íslandi. Landeigandi austur á landi – það sem áður var kallað bóndi – vildi láta gera laxastiga meðfram friðlýstu náttúruundri og leigutaki árinnar var sammála nauð- syn þessa því það yki arðsemi árinnar og svo framvegis. Undir trúverðugu mali þeirra voru birtar myndir af laxveiðimönnum að slá saman lófum og kyssast eftir að einn þeirra hafði landað laxi og sleppt honum aftur. Mennirnir voru reimaðir í goretex– fatnað frá hvirfli til ilja með kúrekahatta og sólgleraugu. Öll umgjörð veiðiskap- arins var eins og fullkomin uppsetning á góðu leikriti og hundrað þúsund kall- arnir drupu af hverju strái. Ég staðnæmdist í stofunni með bleikj- urnar mínar tvær í gulum Bónuspoka, fann þessar fáu heilasellur sem ég hef af að státa taka feilpúst og sjálfur fékk ég einhver furðuleg ónot um allan líkam- ann. Hvurs lags bull er þetta eiginlega? stundi ég í átt að kærustunni sem virtist vera imponeruð yfir laxveiðimönnunum en þó fegin að fá silungakallinn aftur heim. Sleppa að veiða og sleppa Ég hef ekkert á móti því að menn sleppi aftur veiddum fiski en sjálfur vil ég helst sleppa því að veiða og sleppa, nema við sérstakar aðstæður. Snemma síðasta vor fór ég með nokkrum félögum í tveggja daga ferð í gjöfula silungsveiðiá þar sem engan fisk má hirða og öllu ber að sleppa. Fyrri daginn var á að giska 70 fiskum landað Hvaleyrarbraut 27 · 220 Hafnarfjörður Sími: 564 3338 · Fax: 554 4220 GSM: 896 4964 ·898 2773 Kt.: 621297-2529 Börkur Bragi Baldvinsson glímir við bleikju efst í Runukvísl í Vesturdal í Skagafirði. Ragnar Hólm Ragnarsson Andardráttur eilífðarinnar

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.