Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Page 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Page 44
44 – Sjómannablaðið Víkingur Nóg að gera hjá Betu Það er ekki ofsögum sagt að Elísabet Englandsdrottning hefur kappnóg að gera við það eitt að gefa skipum nöfn. Í lok sept- ember gaf hún nýju skipi Cunard skipafélagsins nafn í höfninni í Southampton en það var nýjasta skip flotans sem hún gaf sitt eigið nafn eða Queen Elizabeth. Var þetta fjórða skip félagsins sem Beta gaf nafn en það fyrsta var Caronia árið 1947. Áður höfðu þrjú skip verið nafngefin af ríkjandi konungi en það fyrsta var árið 1934 þegar Queen Mary var hleypt af stokk- unum. Gífurlega erfitt ár Skipverjar egypska flutningaskipsins Suez, 17.300 tonn að stærð, lentu í ákaflega kröppum dansi sem enginn sjómaður með réttu ráði segði já við. Í ágúst á síðasta ári var skipið tekið af sómölskum sjóræningjum er kröfðust lausnargjalds fyrir skipið. Í áhöfn þess voru 22 skipverjar, 11 Egyptar, sex Indverj- ar, fjórir Pakistanar og einn frá Sri Lanka. Það liðu 10 mánuðir áður en samkomulag náðist við sjóræningjana um að láta skip og skipverja lausa en þeim var sleppt 14. júní s.l. eftir að 2,1 milljón dollara höfðu verið greiddir. Miklar aðgerðir voru þá í gangi með að taka á móti skipinu en aðgerðin gekk undir nafn- inu Umeed-e-Nau. Þann 16. júní kom pakistanska freigátan PNS Babar til skipsins til að veita því aðstoð af mannúðarástæð- um. Var læknum, hjúkrunarfólki og sérdeildarmönnum komið um borð til að aðstoða skipverjana ásamt að koma með mat og lyf fyrir þá. Jafnframt var freigátan til staðar við skipið en þrátt fyrir það reyndu sjóræningjar enn á ný að ráðast um borð í skip og ræna því á ný. Freigátan skaut á þá viðvörunarskotum sem fældi þá í burtu. Ástand Suez var ekki upp á það besta eftir all- an þennan tíma og var því dráttarbátur fenginn til að draga skipið til hafnar í Óman enda engin olía eftir um borð. Vélar- bilun varð í dráttarbátnum eftir að hafa verið með skipið í drætti í nokkra daga en dráttartaugin slitnaði eftir að veður fór að versna. Skipstjóri Suez óskaði þá eftir að skipverjarnir yrðu allir teknir frá borði af mannúðarástæðum sem og var gert en þá var kominn leki að skipinu. Sökk Suez skömmu síðar en skipverjarnir komust allir heilir á höldnu um borð í freigátuna Zulfiqar sem hélt með þá til hafnar eftir mjög erfitt ár. Deilur Í tengslum við björgun skipverja Suez úr haldi sjóræningja hafa komið upp erjur milli Indverja og Pakistana. Hvor þjóð kærði hina. Fjalla kærurnar um að freigátur frá löndunum tveim sem hafi verið á svæðinu hafi sýnt ógætilega siglingu og stjórntök í þeim eina tilgangi að fá heiðurinn af því að koma skipinu til aðstoðar og að fylgja því til hafnar. Þá hefur stjórnarformaður útgerðar skipsins staðfest að útgerðin greiddi 1, 45 milljónir dollara og pakistanskur aðili gaf 850 þúsund dollara til að leysa málið. Útgerðin hafði áður samband við indversk stjórnvöld með ósk um að leggja til peninga til lausnar málsins en var neitað um aðstoð. Leiðbeiningar til skipaeigenda Útgerðasamtökin BIMCO, sem 65% útgerða heimsins eru aðilar að, eru að útbúa leiðbeiningar til útgerða um samskipti við sjóræningja. Telja þeir nauðsyn að komið sé á verklagi í sam- skiptum við þá því sjóræningjar eru farnir að stunda þá iðju að sleppa ekki sjómönnum úr haldi þrátt fyrir að lausnargjald hafi verið greitt. Gera þeir þetta til að þrýsta á að sjóræningjum sem náðst hafa sé sleppt úr haldi. Benda þeir á að útgerðarmenn verði að passa sig á því að það sé ekki nóg að fá sönnun þess að gíslarnir séu á lífi þegar greiðsla lausnargjalds sé greitt held- ur verði þeir að fá tryggingu fyrir því að allir gíslarnir verði látnir lausir en ekki bara hluti þeirra. Þegar útgerð tankskipsins Asphalt Venture hafði greitt 3,5 milljónir dollara í lausnargjald í apríl s.l. til sómalskra sjóræningja héldu þeir eftir sjö af fimmtán manna indverskri áhöfn skipsins til að þrýsta á ind- versk stjórnvöld að sleppa sjóræningjum sem þar bíða dóms. Einnig benda þeir á mikilvægi þess að útgerðir borgi ekki fyrsta uppsetta verð heldur fari í samningaviðræður um lausn- argjald. Þegar risaolíuskipinu Sirius Star var rænt 2008 kröfðu sjóræningjarnir eiganda skipsins Vela International um 25 milljónir dala í lausnargjald en eftir samningaviðræður tókst að ná samkomulagi um 3 milljónir dala. Aftur á móti ef gagntil- boð útgerða við fyrstu kröfum sjóræningja er fáránlega lágt mun það einungis leiða til þess að lengja þann tíma sem skip- verjarnir verða í haldi eða jafnvel leiða til enn hryllilegri at- burða. Skítugt skip Cundard skipafélagið vinnur nú hörðum höndum við að lág- marka skaða sem hlaust af því að lúxusskip útgerðarinnar Queen Mary 2 féll á heilbrigðisskoðun í New York í júní s.l. Við heilbrigðisskoðun á matvælageymslum skipsins fundust lifandi ávaxtapöddur og kakkalakkar í matarílátum. Þá fundust manns- hár í ísvél, sundlaugarvatn í einni sundlaug var mjög skítugt og flísar við laugina voru þaktar dökku slýi og hárum. En þetta var ekki allt. Kassar með matvælum voru geymd ásamt drulluskít- ugum hlutum sem og að fjöldi þilfara og þilja voru skítug og sköpuðu þar með ýmsar hættur. Fulltrúi útgerðarinnar fullyrti að þessi niðurstaða ætti aðeins um mjög einangraðan hluta skipsins og að þegar hefði verið gripið til viðeigandi ráðstaf- anna. Bæði stjórnendur um borð og í landi hefðu yfirfarið regl- ur skipstjórans og þjálfun hefur verið aukin til að ná aftur þeim háu gæðum sem útgerðin gerir til skipa sinna. Skipið hafði fengið einkunnina 84 af 100 mögulegum í þessari skoðun en hafði í skoðuninni næst á undan verið með 86. Fyrr hafði skip- Utan úr heimi Hilmar Snorrason skipstjóri Áhöfn flutningaskipsins Suez lentu í miklum sjóræningja hremmingum sem enduðu með því að skipið þeirra sökk. Ljósmynd: Valeri Roussinov.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.