Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Side 45
Sjómannablaðið Víkingur – 45
ið skorað 95 og 100 í fjölda skoðana sem sýnir að verulega
hafði slaknað á eftirliti um borð.
Óvenjulegur árekstur
Suðurafrískur fiskimaður varð heldur betur fyrir óvenjulegu
slysi fyrir skömmu þar sem hann var á siglingu undan Simon‘s
Town skammt frá Höfðaborg. Hann fékk akkeri bátsins sem
hann var á í andlitið eftir að hafa siglt á hval. Báturinn var á
siglingu um 400 metra frá landi þegar skyndilega kom upp
hvalur og lenti á bátnum með þessum afleiðingum. Bátsverj-
arnir sáu ekki hvalinn fyrr en báturinn var ofan á skepnunni.
Skipstjórinn sagði að það hefði mátt líkja þessari ákomu við
hvalinn eins og að sigla í strand á klettum og taldi hann mikið
lán að bátnum skyldi ekki hvolfa þar sem hann var uppi á hval-
skrokknum. Á þessu svæði koma hvalir á vorin til að eðla sig
og fæða eftir að hafa verið við Suðurskautslandið.
Sjóslys
Í nýlegum tölum frá evrópsku siglingamálastofnuninni EMSA
um sjóslys á hafsvæðum sambandsins kemur fram að dauðs-
föllum fjölgaði milli áranna 2009 og 2010 um 9 eða upp í 61
dauðsfall. Samtals urðu 559 sjóslys á árinu 2010 en höfðu verið
540 árið á undan. Þrátt fyrir þessar tölur bendir EMSA á að
árin þar á undan hafi þessar tölur verið umtalsvert hærri en
árið 2008 létust 82 í 670 sjóslysum. Bent er á að meðal ástæða
fækkunar milli áranna 2008 og 2009 megi rekja til 15-20%
samdráttar í siglingum. Sú gerð skipa sem flest banaslysin urðu
á voru fiskiskip eða 20. Næst á eftir voru það almenn flutninga-
skip, frystiskip, stórflutningaskip og ekjuskip en þar urðu
banaslysin 17.
Sjóferðabækur eða húka um borð
Nú hefur brasilíska útlendingaeftirlitið hert á eftirliti og fram-
kvæmd laga sem banna sjómönnum frá löndum, sem ekki hafa
undirritað samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO)
um skilríki sjómanna, að fara í land af skipum sínum. Eina leið
þeirra til að komast frá borði er að hafa visa sem getur verið
erfitt að nálgast með stuttum fyrirvara, sérstaklega ef skipverj-
arnir hafa ekki fyrirfram vitneskju um áfangastað. Sama bann
mun einnig gilda um áhafnaskipti en P&I tryggingaklúbburinn
upplýsti nýlega að sjómenn hefðu verið sektaðir um allt að
1.000 dollara fyrir að fara í land án tilskilinna skilríkja. Nú
halda eflaust margir að íslenskir sjómenn séu í góðum málum
ef þeir koma til hafna í Brasilíu en svo er ekki. Vissulega hafa
íslensk stjórnvöld undirritað umrædda samþykkt (ILO
108/1958) en í þeirri samþykkt er kveðið á um að sjóferðabók
sem sjómenn eiga að geta framvísað en slíkar bækur hafa ekki
fengist hérlendis sem uppfylla kröfurnar sem samþykktin gerir.
Íslenskir sjómenn, passið ykkur á að ráða ykkur ekki á skip
sem eiga að sigla til Brasilíu.
Fallinn risi
Einn af ríkustu mönnum heims, Sammy Ofer, lést nýlega 89 ára
að aldri. Nú spyr lesandinn sjálfsagt; hvers vegna er minnst á
þennan Ofer hér? Jú, ástæðan er sú að hann byggði upp fjöl-
skylduútgerðina ZIM Lines sem er ísraelsk kaupskipaútgerð að
uppruna en færði út hluta starfsemi sinnar til Bretlands og
Singapúr. Sammy var mjög þekktur í sínu heimalandi sem góð-
gerðarfulltrúi enda látið yfir 100 milljónir dollara rakna til góð-
gerðarmála í heimalandi sínu Ísrael. Hjá útgerð Samma störfuðu
amk. þrír íslenskir skipstjórnarmenn hér áður fyrr samkvæmt
upplýsingum pistlahöfundar.
Lélegt fæði
Þau eru ekki mörg árin liðin frá því ég sagði á þessum síðum af
uppsögnum danskra bryta á skipum A.P. Møller- Mærsk. Það er
hugsanlegt að nú sé skipafélagið að súpa seiðið af þessari að-
gerð því nýlega viðurkenndi stjórnarformaðurinn Michael Pram
Rasmussen á aðalfundi útgerðarsamsteypunnar að maturinn
um borð í skipum félagsins væri ekki nógu góður og hann
þyrfti að bæta. Kom þetta í kjölfar gagnrýni stéttarfélaga sjó-
manna á ástandinu. Sagði formaðurinn að ákveðið hefði verið
að hækka matarkostnaðarheimildir skipstjóranna um 14% sam-
anborið við síðasta ár. Stjórnarformaðurinn vildi þó geta þess
að útgerðin væri engu að síður á meðal 25% bestu útgerða sem
borguðu hæstu matartilleg til skipverja. Að lokum gat hann
þess að það væri gífurlega mikilvægt að gera sérstaklega vel við
áhafnir skipa útgerðarinnar hvað mat áhrærði.
Einelti
Bresku og hollensku yfirmannasamtökin NUMAST gerði nýlega
könnun meðal félagsmanna sinna á einelti um borð í skipum.
Niðurstöður könnunarinnar voru sláandi en 40% þeirra sem
svöruðu höfðu upplifað persónulega einelti. Þessar tölur eru
umtalsvert hærri en meðaltal allra stétta í Bretlandi en þar hefur
einelti mælst 20%. Því miður virðist sem margir íslenskir sjó-
menn kannist við að hafa tekið þátt í eða verið þolendur
eineltis um borð í skipum.
Málaferli
Sérstök málaferli eru nú í gangi fyrir bandarískum dómstólum.
Um er að ræða fyrirtæki að nafni Navigea sem tók upp á sitt
einsdæmi að sækja á hafsbotn svartan kassa úr sokknu skipi.
Einn af tveimur eigendum Naviega er Paul Allen, annar stofn-
anda Microsoft risans. Þeir hafa nú gert kröfu á hendur út-
gerðar skipsins, GAP Shipping, um að þeir greiði fyrir upptök-
una á svarta kassanum. Skipið sem hér um ræðir hét Discovery
og sökk við Suðurskautslandið árið 2009 eftir að hafa rekist á
ísjaka. Naviega bera við björgunarlögum í tilraun sinni að fá
Drottningin fékk heldur betur útreið í hreinlætisskoðun.
Ljósmynd: ADNeedham.