Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2011, Page 46
46 – Sjómannablaðið Víkingur
kostnaðinn greiddan en útgerðin bendir á að það hafi ekki verið
nokkur þörf á að ná í þennan svarta kassa af 4000 feta dýpi
enda allar staðreyndir málsins kunnar. Eflaust muna margir
eftir snekkju Allens sem kom til Reykjavíkur í júlí 2010 og
hefur hún eflaust verið notuð til að ná upp svarta kassanum
enda kafbátur meðal búnaðar snekkjunnar.
Smælki úr farþegabransanum
Á síðasta ári komst farþegaskipið AIDABella í Heimsmetabók
Guinnes fyrir að vera stærsta skemmtiferðaskip heims til að
draga á eftir sér sjóskíðafólk. Í ágúst í fyrra varð alvarlegt upp-
þot meðal farþega um borð í Carnival Dream þar sem skipið var
á ferð milli Belize og Caosta Maya. Senda þurfti 10 farþega
heim. Sextán farþegum af Celebrity Mercury var rænt og haldið
í gíslingu í nóvember s.l. þar sem þeir voru í rútuferð á Kara-
bíaeyjunni St. Kitts. Í lok nóvember komst farþegi á Ryndam
fram á bakka skipsins og fór að fikta í akkerisbúnaði þess með
þeim afleiðingum að akkerið féll en skipið var á siglingu þegar
þetta gerðist. Á fyrstu dögum þessa árs varð Radiance of the
Seas að snúa við til hafnar í Tampa eftir að 150 farþegar og
skipverjar höfðu fengið slæma magakveisu með tilheyrandi
óþægindum. Eftir sótthreinsun salerna skipsins gat það haldið
áfram ferð sinni. Í sömu viku týndist karlkyns farþegi af Liberty
of the Seas þegar skipið var á leið til Belize. Farþeginn var úr
fjölskylduhópi en við skoðun á eftirlitsmyndavélum skipsins
sást hann klifra yfir lunningu og hoppa fyrir borð.
Titanic sannleikur
Eins og lesendur eru meðvitaðir um sökk Titanic árið 1912 og
hafa ýmsar kenningar verið í gangi á öllum sviðum þessa sorg-
lega atburðar. Ein þessara kenninga var sú að á milli Titanic,
sem var að sökkva, og Californian sem var skipið sem hefði
getað bjargað fullt af fólki hafi sést til skips sem ekki sinnti
neyðarkalli Titanic. Talið var að hér hefði verið á ferðinni
norskur selfangari, Samson, sem ekki hefði þorað að láta vita
af sér þar sem hann var á ólöglegum veiðum á svæðinu. Gekk
þessi kenning fjöllunum hærra, að sögn höfð eftir einum skip-
verja selfangarans. Rithöfundurinn Leslie Reade skrifaði mjög
merka bók um Californian, The ship that stood still, og komst
að því að ógjörningur hefði verið fyrir Samson að vera á slys-
staðnum því þann 6. apríl var skipið í höfn á Ísafirði og aftur
þar í höfn 20. apríl. Titanic sökk 12. apríl í 3.000 sjómílna fjar-
lægð frá Ísafirði en Samson hafði hámarkshraða 6 hnúta. Það
hefði tekið Samson 42 daga að komast fram og til baka. Þeir
hefðu þurft að ferðast 18 sjómílur á klukkustund fram og til
baka til að geta verið viðstaddir þegar Titanic seig í djúpið.
Utan úr heimi
Discovery hefur valdið deilum eftir að hafa sokkið við Suðurskautslandið.
Ljósmynd: Hilmar Snorrason.
„Æðarkollurnar koma stundum á vorin, vængbrotnar og
fótalausar - og hauslausar.“
Presturinn í Laufási að útlista afleiðingar ofsókna á
hendur æðarfuglinum.
*
„Ja, mitt fé er nú vanara því að vera skorið.“
Þingeyskur bóndi um aldamótin 1900 en hann hafði
rekið fé sitt inn á Akureyri til slátrunar og var spurður
hvort frekar ætti að skjóta féð eða skera.
*
Einu sinni kom svín með vorskipinu til Húsavíkur. Mun
það hafa verið óvanalegt og lék mörgum forvitni á að sjá
þá skepnu. Einkum var tilnefndur bóndi einn ofan úr
sveitum. Hann hafði aldrei séð svín áður og datt helst í
hug að þetta væri einhverskonar smíðisgripur en þótti
það of illa gert til þess að vera komið frá útlöndum.
Spyr hann einhvern nærstaddan hvort það sé víst að
þetta sé ekki smíðað á Íslandi.
„Og langt í frá,“ svarar maðurinn sem spurður var,
„það kom frá Danmörku núna með skipinu.“
„Jæja, mér er sama um það,“ segir bóndinn þá
alvarlegur í bragði. „Hvar sem það er smíðað og af
hverjum, þá er það reglulegasta handaskömm.“
*
Kerling var á Dalhúsum í Eiðaþinghá sem Margrét hét.
Það var sagt að hún hafi einu sinni óskað að hún væri
komin innan í stærsta hákarlinn sem væri í sjónum, og
„ ... þá skyldi Manga éta.“
*
„Hér í þessum firði hafa menn gert út frá alda öðli og
veitt hval, sel og ýmsa aðra fiska.“
Egill á Seljavöllum á ferð með fjárveitinganefnd
Alþingis á Seyðisfirði.
*
„Við verðum að vernda silfur hafsins, þorskinn.“
Lúðvík Bergvinsson, þá alþingismaður fyrir Alþýðu-
flokkinn, seinna Samfylkinguna.
D ý r a f r æ ð i