Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Síða 9
Sjómannablaðið Víkingur – 9
fylgihyski djöfulsins; árar og púkar. Sam-
kvæmt þessu væru enn 266.613.336
englar á himnum, því þeir eru taldir
ódauðlegir, a.m. k. fer engum sögum af
englalíkum. Það flækir þó málið, að aðr-
ar heimildir segja, að Drottinn andi frá
sér nýjum englum í hverjum einasta and-
ardrætti sínum. Nú vita menn ekki hve
oft Drottinn þarf að anda og því síður
hve mörgum englum hann andar frá sér
í hvert skipti, svo mér er fyrirmunað á
þessari stundu að upplýsa með nokkurri
vissu um fjölda englanna.
Varðandi sköpun englanna er því við
að bæta að það voru víst englar sem
báðu Drottinn að skapa fuglana. Með því
að þeir halda sig mestan part á himnum,
vildu þeir að á jörðu niðri væri eitthvað
sem minnti á sig. Það er því englunum
að þakka, að við njótum þess að horfa
og hlusta á fuglana; álftirnar, þresti og
jafnvel hrafna, því það er alls óvíst að
Drottni hefði dottið það í hug sjálfum að
búa þá til.
Nike, gyðja fremur
en íþróttaskór?
Svo er hægt að segja frá tilkomu engl-
anna á allt annan hátt. Við skulum hafa
það svo, að fyrst sé sagt frá englum í
Gamla testamentinu. Þegar grannt er
skoðað eru bara örfáar hugmyndir frum-
legar. Flestar eiga þær sér rót í öðrum og
eldri hugmyndum, þær þróast og mynd-
breytast. Það voru Gyðingar sem settu
saman bækurnar, sem mynda Gamla
testamentið, sennilega á árunum 1000 til
150 fyrir Krists burð. Þeir þvældust víða
um Austurlönd nær, allt frá því Abraham
tók sig upp frá borginni Úr, kannski
1700 árum fyrir Krists burð. Hann hélt
fyrst til borgarinnar Haran sem nú er í
Tyrklandi, svo niður til Kanaanslands,
Egyptalands og Kanaanslands aftur.
Niðjar hans sneru á ný til Egyptalands,
sennilega af því lítið var um vinnu í
Kanaanslandi og voru þar í nokkrar ald-
ir, komu til baka og stofnuðu konungs-
ríki um þúsund fyrir Krist. Assýringar
tvístruðu ríki þeirra 720 fyrir Krist, Babí-
lóníumenn herleiddu afganginn af þjóð-
inni til Babílon árið 586. Kýros Persa-
konungur braut síðan undir sig Babýlon
og leyfði útlægum Gyðingunum að snúa
heim til Ísraels árið 539 fyrir Krist.
Á fjórðu öld fyrir Krist lagði Alexand-
er mikli allan þennan heimshluta undir
sig og næstu aldir var hann maríneraður
í grískri menningu, hellenismanum.
Loks lagði Pompejus löndin fyrir botni
Miðjarðarhafs undir Róm árið 63 fyrir
Krist.
Gyðingar kynntust því mörgum þjóð-
um og margskonar menningararfi á þess-
um ferðum sínum, og menn þykjast geta
greint að hráefnið sem þeir notuðu í
englahugmyndina var aðfengið úr ýms-
um áttum. Í Egyptalandi voru vængjaðar
gyðjur og fremst þeirra og myndarlegust
var Isis. Assýringar settu vængjuð kynja-
dýr með ljónsskrokk, nautsfætur, arnar-
vængi og mannshaus til að gæta helgi-
dóma sinna. Þau voru kölluð kerúbar
eins og síðar ein stétt englanna. Þessar
undraskepnur má sjá á söfnum t.d. í
Louvre og í Berlín. Skyldur þeim er fugl-
inn Griff sem segir frá í Grimmsævin-
týrum. Í trúarbrögðum Persa koma fyrir
persónur sem eru grunsamlega líkar
erkienglunum, fyrir utan að frumgerð
Fjandans er líklega þaðan runnin. Í
Egyptalandi og á Grikklandi voru altíða
um þessar mundir brjóstamiklar skepnur
sem höfðu ljónsskrokk, vængi og kven-
haus og kölluðust svinxar. Ein þeirra sat
Vatikanið í Róm. Þar hafa heilagir feður pælt ómælt í eðli engla. Myndin er tekin frá Sánkti Péturskirkju þar sem Pétur postuli er jarðsettur.
Hin grísk ættaða gyðja, Nike. Höggmyndina er að
finna í hinni fornu grísku borg Ephesus í Litlu-Asíu
– nú Tyrklandi.