Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Qupperneq 14
14 – Sjómannablaðið Víkingur
hafflötinn í þeirri von að sjá til mann-
anna á Trausta. Þessir menn voru frá
björgunarsveitum eða nemar úr Stýri-
mannaskólanum.
Leitarsvæðið sem okkur var úthlutað
var með norðurmörkin út frá Galtarvita
og 40 sjómílur til NW. Suðurmörkin
voru út frá Blakk, 70 sjómílur til NW.
Grynnst áttum við að fara 10 sjómílur út
af landi því að flugvél flugkappans
Björns Pálssonar, TF VOR, átti að leita
þar fyrir innan. Innan þessarar „trapisu“
áttum við nú að fljúga sikk sakk, inn og
út frá landinu með tveggja sjómílna bili
milli fluglína. Með því átti hver blettur
innan þessa svæðis á sjónum að vera
rannsakaður. Í raun átti þetta ekki að
vera tiltakanlega erfitt en nú var 15 til 20
hnúta NA vindur næst landinu en 40 til
50 hnútar á dýpsta hluta svæðisins. Þar
sem vindurinn var þvert á stefnulínurnar
var ljóst að beita þyrfti vélinni um 7º
upp í vindinn vegna driftar næst landinu
og auka svo driftina eftir sem vindurinn
ykist á leiðinni út frá landinu upp í 17º
yst á svæðinu, miðað við 140 hnúta
floginn leitarhraða. Á bakaleiðinni til
lands yrði svo að snúa þessu við. Fram-
undan var því brjáluð reikni- og útsetn-
ingarvinna fyrir siglingafræðinginn
næstu 10 klst.
Á þessum tíma var ekki til að dreifa
neinu GPS, loran C, eða þess háttar.
Besta staðsetningartækið í þessari fjar-
lægð frá landi yrði radarinn. Við útreikn-
inga á stefnu-, hraða- og „driftvektorum“
var notast við sérsniðinn reiknistokk
fyrir flug, sem kallaður var „computer“
þótt hann ætti ekkert sameiginlegt við
„computera“ nútímans. En nú voru
hreyflar komnir í gang og um leið og
flugmennirnir hreyfðu vélina bókaði ég
„blocktímann“ 09:20 í dagbókina.
Þegar við vorum komnir á endann á
braut 02 (sem er nú orðin braut 01
vegna færslu segulpólsins) og klárir í
flugtak gaf flugvélstjórinn hreyflunum
fullt afl svo vélin skókst öll til áður en
flugstjórinn sleppti bremsunum og vélin
mjakaðist af stað. Hún var þyngslaleg í
fyrstu, enda með mikið eldsneyti, en jók
nú hraðann hægt og bítandi. Við vorum
komnir hjá flugturninum þegar ég heyrði
flugmanninn segja „V one“ sem þýðir að
klára þurfi flugtak hvað sem gerist því
hraðinn er orðinn það mikill að brautin
myndi ekki nægja til að hætta við. Ör-
skömmu síðar kom svo „V two“ og þá
lyftu flugmennirnir vélinni af brautinni.
Ég horfði á Hljómskálagarðinn, tjörnina,
miðbæjarkvosina, höfnina, þar sem varð-
skip lá við Ingólfsgarð og Örfirisey
hverfa hvert af öðru undir hægri væng-
inn og gaf síðan flugstjóranum upp
fyrstu stefnuna sem fljúga skyldi fyrir
Jökul. Hvort þeir færu eftir því lét ég
mér í léttu rúmi liggja því að Jökulinn
blasti við framundan. Vélin beygði nú
rólega til vinstri og var rétt af á stefnunni
sem ég gaf upp, enda var nafni minn
Jónsson mesti nákvæmnismaður sem
ég hef þekkt fyrr og síðar. Því mátti ég
vita að hann myndi setja á þá stefnu
sem siglingafræðingurinn gaf upp, þótt
skyggnið gæfi möguleika á að stýra eftir
auganu.
Við vorum með sjónflugsheimild á
leitarsvæðið og framundan var rúmlega
klukkustundar flug þar til við gætum
byrjað leit í NW punktinum. Því var
klifrað í 3000 fet og sú hæð látin duga.
Þótt NA áttin væri tiltölulega stíf í
Sif yfir varðskipinu Óðni í mynni Seyðisfjarðar. Mynd: Valdimar Jónsson.
Hvaleyrarbraut 27 · 220 Hafnarfjörður
Sími: 564 3338 · Fax: 554 4220
GSM: 896 4964 ·898 2773
Kt.: 621297-2529