Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Page 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Page 17
Sjómannablaðið Víkingur – 17 Vorið 1945 réði ég mig á línuveiðarann Sæfara. Hann átti að fara á síldveiðar með snurpunót og var gerður út frá Akureyri af Agli Ragnarssyni. Skipstjóri á Sæfaranum var Björn Hansson. Björn var sagður aflasæll bæði á þorsk- og síldveiðum en hann var ekki með nógu mikil réttindi svo hann varð að vera með svokallaðan lepp. Sá sem gegndi því embætti hét Kristinn Stefánsson. Stýrimaðurinn hét Herbert. Ég man ekki föðurnafnið. Þarna um borð voru, auk mín, tveir sem síðar urðu togaraskipstjórar: Guðni Sigurðsson, sem seinna var með Ask og Frey, og Ketill frá Ófeigsfirði, sem var með Sléttbak. Ég man ekki glöggt nöfn á fleirum utan tveimur er koma seinna við sögu. Kellingunni að kenna Þegar líða tók að vertíðinni lagði ég af stað með rútu frá Reyk- javík snemma morguns. Ferðin gekk hægt því víða var stoppað og vegur vondur. Ég kom til Akureyrar seint um kvöldið og dreif mig með pjönkur mínar niður að höfn og um borð í Sæfarann. Þar var þá engin lifandi sála en ég sá að einhverjir höfðu búið um sig í lúkarnum. Ég valdi mér koju, bjó um mig og fór að sofa. Ekki hafði ég sofið lengi þegar ég vaknaði við mikið blót og formælingar. Þegar ég leit upp sá ég á miðju lúkarsgólfinu stóran mann og alblóðugan í andliti. Ég spurði hvað í ósköpunum hefði komið fyrir. Hann svaraði: – Það er helvítis kerlingunni að kenna. – Hvað gerði hún þér? vildi ég fá að vita. Um þetta snerist lífið – og efnahagur þjóðarinnar – síld og aftur síld. Mynd: Þorsteinn Gíslason. Ragnar Franzson Á síld sumarið 1945 Þessi skip bættust í ATW fjölskylduna eða fengu uppfærð togvindukerfi frá Naust Marine á árinu 2011. Starfsfólk Naust Marine óskar ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs!

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.