Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Síða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Síða 21
Sjómannablaðið Víkingur – 21 unum, en þó aðallega af því, að hann var búinn að skála nokkrum sinnum við við- semjanda sinn eftir ánægjuleg viðskipti. Segir sagan, að Bóbó hafi staðið í langan tíma þarna á hafsbotninum og þurft að taka eina þá erfiðustu ákvörðun lífs síns, sem var, hvort hann ætti að losa sig við flöskurnar úr buxnastrengnum og koma brennivínslaus og um leið vinalaus upp á yfirborðið aftur eða halda tryggð við flöskurnar. Eftir vandlega umhugsun varð það niðurstaðan að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Kom Bóbó loks upp á yfirborðið og var dreginn um borð tómhentur, en miklar væntingar höfðu verið bundnar við þessa heimsókn hans til Þjóðverjanna. Þarna var skynsemin þó látin ráða, en sjaldan hef ég séð einn mann tapa vinsældum sínum meðal sam- borgara sinni með jafnskjótum hætti og þarna gerðist. Einhverjum vikum seinna var aftur komið til Færeyingahafnar og sagan end- urtók sig. Bóbó fékk ný stígvél, sem ég hafði tekið út hjá 1. stýrimanni og Bóbó fékk sínar þrjár brennivínsflöskur, sem hann passaði vel upp á að kæmust heilu og höldnu um borð. Bóbó var aftur kominn með sínar tímabundnu vinsæld- ir, sem entust honum a.m.k út túrinn. Þann 7. júlí 1960 lagði skipið að bryggju í Reykjavík og lauk þar með þessari löngu veiðiferð. Var farið strax á skrifstofu B.Ú.R., sem var til húsa á efstu hæð Hafnarhússins, austan megin, til þess að ná í hýruna eða alla vega góðan slatta af henni. Þegar röðin kom að mér og starfskonan, sem virtist hafa starfað þarna lengst, fór að fara yfir mínar út- tektir um borð og í Færeyingahöfn, þá spyr hún mig furðulostin, hvort það geti verið rétt að ég hafi tekið út tvenn pör af stígvélum. Ég sagði að það passaði, en skýrði það ekkert nánar. Þá spurði hún mig að því, hvernig það gæti staðist, að ég sem pontari, sem stæði kyrr í lappirn- ar mest allan túrinn, gæti slitið út þrenn- um pörum af stígvélum í einum túr. Var það Bóbó Guðmunds, spurði hún mig beint í kjölfarið, og þóttist nú þekkja sitt heimafólk. Ég játti því, en sagði jafn- framt að við Bóbó mundum gera þetta upp okkar í milli. Hún hélt nú ekki og var fljót að yfirfæra stígvélaúttektina yfir á reikning hans með tilheyrandi lýsingar- orðum um meinta óreglusemi Bóbós og sumra útvalinna skipverja, jafnframt sem stétt togarasjómanna fékk sinn skammt hjá henni í framhjáhlaupinu fyrst hún var á annað borð byrjuð að tjá sig. Peningar og skeinipappír Eitt minnistætt atvik fyrir mig gerðist þarna beint í kjölfarið, sem á í raun alls ekkert erindi á prent. Af þeim ástæðum og þeim einum er það sett hér niður á blað. Greinarhöfundur, með hvíta derhúfu, og Bóbó stígvélakaupmaður.. Pétur Halldórsson í Norðursjó sumarið 1961 á leið til löndunar í Esbjerg með 260 tonn af saltfiski en skipið hafði verið á saltfisktúr við Vestur-Grænland. Ljósmynd: Jónas Haraldsson.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.