Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Qupperneq 23
Sjómannablaðið Víkingur – 23
Það var í byrjun árs, að Bernharð
Haraldsson komst að þeirri niður-
stöðu, að hann væri ekki sigldur maður.
Hafði þó verið sumrungur á togurum og á
síld á skólaárunum, komið til flestra ríkja
á meginlandi Evrópu, búið í tveim þeirra,
komið til Kanada í vestri og fjórum sinn-
um til Kína í austri. Hann hafði nefnilega
alltaf farið í flugvél eins og hans kynslóð
og nú var kominn tími til að sjá heiminn
af hafi, kynnast aftur öldum úthafsins,
anda að sér ilmi annars sjávar en hins
íslenska.
Lagt af stað
Það var þó ekki eingöngu sjávarloftið, sem
freistaði skrifara. Hann hafði nefnilega
komið auga á siglingu frá Seattle, suður
Kyrrahafið, í gegnun Panamaskurðinn og
til Flórida. Konan var auðsannfærð um
ágæti þessar ferðar og keyptir voru far-
seðlar snemma árs og mátti ekki seinna
vera, því fljótt var uppselt í ferðina.
Laugardaginn 24. júní var flogið til
Seattle, sem tók 8 tíma og einn góðan danskan reyfara. Far-
arstjórinn, Sigmundur Andrésson og Steinunn, kona hans, tóku
á móti okkur á flugvellinum, nærri fimmtíu manna hópi og óku
með okkur á hótel, sem var á besta stað í miðbænum. Sunnu
dagurinn var frjáls og við skruppum upp í Nálina, 200 m. háan
turn, sem reistur var árið 1962 í tilefni af heimssýningu, sem þá
var haldin í borginni. Þaðan er gott útsýni, en rigningarskúrir
skemmdu svolítið fyrir. Þá fórum við á markaðinn, sem allir
verða að heimsækja, eins konar Kolaport af bandarískri stærð.
Árla á mánudagsmorgun kom rúta og tók okkur og tösk-
urnar og farið var í stutta kynnisferð um borgina. Þá var komið
að skipshlið, við skráð inn eftir kúnstarinnar öryggisreglum og
gengið um borð í Infinity, 91000 tonna skip, sem varð heimili
okkar næstu 17 dagana. Eftir hádegismatinn var farið yfir
öryggisreglur og þá var ekkert að vanbúnaði, sjálf siglingin gat
hafist. Þá var komið undir ljósaskipti
Stórborgin
Alls voru rúmlega 2000 farþegar í ferðinni, þar af voru 50 Ís-
lendingar, 45 Danir og rúmlega 60 Norðmenn. Skömmu eftir að
lagt var frá bryggju var kvöldmatur, sem var kl. 18.00 og 20.30,
því matsalurinn rúmaði ekki allan þennan hóp í einu. Íslend-
ingarnir voru í síðari hópnum og í þann mund, er eftirréttur
var á borð borinn, var skipið komið út úr sundinu, sem skýlir
Seattle fyrir úthafinu. Þá fór Infinity að velta, fyrst hægt og ró-
lega, en síðan nokkru betur. Á Kyrrahafinu, sem þekur rúmlega
þriðjung jarðarkringlunnar, hafði einhvers staðar verið óveður
og strekkingur og stór undiralda skall á okkur á bakborðshlið.
Klefinn okkar var á sjöunda dekki og því varð veltan ansi
drjúg. Okkur varð þó vel svefnsamt, en vöknuðum tvisvar um
miðja nótt og þá mátti heyra brothljóð úr næstu klefum; glös
og annað þess háttar fór á flug, því einhverjum hafði láðst að
gera sjóklárt. Mikið voru sumir morgunverðargestir fölir á
HDS 10/20-4 M
30-200 bör
500-1000 ltr/klst
HDS 8/17-4 M
30-170 bör
400-800 ltr/klst
HDS 5/11 U/UX
110 bör
450 ltr/klst
1x230 volt
Gufudælur
Aflmiklir vinnuþjarkar
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is
K Ä R C H E R S Ö L U M E N N
F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð
Bernharð Haraldsson
Heimshafanna á milli – um Panamaskurðinn
– Fyrri hluti –
Greinarhöfundur með fjarskyldum ættingjum ef eitthvað er að marka þróunarkenninguna.