Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Qupperneq 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Qupperneq 26
26 – Sjómannablaðið Víkingur m. háum klettum ofan í ólgandi hafið þar sem fáeinir metrar skilja milli lífs og dauða. Þess í stað var siglt til Puerto Vallarta, bæjar, sem vaxið hefur hraðar en dæmi eru um á þessum slóð- um. Árið 1950 voru íbúarnir tæp 11 þúsund, 1990 111 þúsund, en 2010 töldust þeir 255 þúsund! Þetta má þakka mikilli aukn- ingu ferðamanna, en réttur helmingur tekna bæjarbúa kemur af þjónustu við þá. Fallegur bær og friðsældarlegur. „Staðarskáli“ Enn var haldið til hafs og nú tók við þriggja daga sigling til Punta Arenas í Kosta Ríka. Enn fækkaði breiddargráðunum og sólin hækkaði á lofti. Engan fisk var að sjá og engan sjófugl og þau fáu skip, sem við sáum, bar við sjóndeildarhring. Til Punta Arenas komum við árla morguns föstudaginn 7. október. Þar sást fyrst nokkurt sjávarlíf, því við ströndina mátti sjá vaðandi sardínutorfur, þær voru eins og svartir skuggar á að líta og einn og einn fugl stakk sér eftir æti, þeir voru stórir og líktust pelíkönum. Þarna er loftslag miklu rakara en í Mexíkó og gróskumiklir regnskógar teygja sig niður á láglendið. Þennan dag fóru margir í frumskógasafari, en við, þessir rólegu, leigðum okkur 12 manna smárútu, loftkælda með ekli og leiðsögu- manni. Þeir sýndu okkur krókódíla, eðlur og apa, sem við fengum reyndar að gefa mat úr hendi, skruppu með okkur í stutta frumskógargöngu og vildu allt fyrir okkur gera. Við áðum á þrem stöðum. Sá besti fékk nafnið „Staðarskáli“, en þar var marg- víslegur matur á boðstólum, m.a. viagra- súpa, bráðódýr og meinholl, sem innfæddir munu elskir að, sem enginn Íslendinganna taldi sig þurfa á að halda. Þar úti fyrir var fiskimaður að dytta að netum sínum, enda sardínuveiði aðaltekjulindin í þessu þorpi. Skrifari bauð honum hjálp sína, kvaðst af netagerðarmönnum kominn og kynni að taka í „kríulöpp“, sem hann þó ekki þáði. Þegar til skips var komið, kom í ljós, að við höfðum líklega gert betri ferð en safarí- fararnir. Eftir rúmlega þrettán kílómetra siglingu er komið að Miraflores-skipastiganum er lyftir skipunum sextán og hálfan metra, upp á hið tilbúna Mirafloresvatn. Reynir Björnsson loftskeytamaður er lengst til vinstri. Þá þrír skipstjórar úr Vestmannaeyjum, Hannes Haraldsson, Þórður Rafn Sigurðsson og Friðrik Benónýsson. Akureyringurinn og skipstjórinn, Guðmundur Guðmundsson, er lengst til hægri.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.