Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Síða 32
32 – Sjómannablaðið Víkingur
og búnaður björgunarfleka seinna varð,
hefðu mennirnir vafalaust getað náð ein-
hverju nýtilegu af því sem upp flaut úr
sokknu skipinu.
Þar sem flekinn tók meira á sig en
annað, sem á sjónum flaut, rak hann
hratt í gegnum brakið og frá því. Reynt
var að ná til þess sem þeir ráku framhjá
en mikið var það ekki. Nokkrar skil-
rúmsfjalir og hluta úr dekkplanka var
það eina sem þeir gátu fest hönd á. Þar
sem þeir voru ekki langt undan landi var
von til þess að til þeirra sæist en þokan
birgði alla sýn og því hverfandi líkur á
slíku fyrr en henni létti.
Gott veður var allan daginn en með
kvöldinu gekk hann í land-norðan með
mikilli rigningu og stormi. Nú snerist
málið um að vera vel á sig
kominn og hafa góðan búnað.
Allir þrír voru þokkalega vel
á sig komnir en útbúnaður lé-
legur eða nánast enginn. Skip-
stjórinn var í stígvélum en
hinir tveir á sokkaleistunum.
Vatnsheld klæði voru engin,
tveir þeirra voru í treyjum en
sá þriðji í skyrtu. Til allrar
hamingju var skipstjórinn í
yfirfrakka en frakkann fékk
sá er á skyrtunni var. Verst var
að allir voru þeir húfu- og
vettlingalausir en svo sem
alþekkt er þá hafa þessar
flíkur bjargað mörgum manninum í
vondum veðrum.
Er nokkuð var liðið frá því að skipið
var skotið niður fór þá að svengja. Þeir
tóku því upp matarpakkann, sem á flek-
anum var, en í honum var kex. Gat hafði
komið á kexpokann og var innihald hans
því blautt af sjó.
Það átti þó ekki að koma að sök því
kexið var vel étandi þó að salt væri. Magi
mannanna var þó á allt öðru máli og vildi
hann ekkert af þessu saltaða kexi vita.
Sama var hvernig mennirnir tróðu kex-
inu í sig að upp kom það jafnharðan í
gríðarlegum spýjum. Sjóveiki var það
ekki að áliti skipstjórans því saltar en
svo var kexið ekki að vandalaust var að
koma því niður. Eftir á að hyggja töldu
mennirnir hugsanlegt að vætu hafi
vantað í magann með kexinu. Vatn var
að vísu á flekanum en það varð að spara
svo lengi sem mögulegt var.
Eftir miðnætti lygndi hann ögn og sáu
þeir þá að farkostur þeirra var sunnan
vert við Norðfjarðarhorn og tæplega
hálfa mílu frá landi. Skipstjórinn vonað-
ist til að um nóttina myndi þá reka inn á
Sandvíkina, sem er lítil vík sunnan við
Norðfjarðarhorn. Það kveikti óneitanlega
vonir í brjóstum skipbrotsmanna að sjá
land svo nálægt því björgun af sjó snýst
jú um að fá fast land undir fætur. Margur
skipbrotsmaðurinn hefur þó mátt upplifa
það að landið sem dró hann til sín var
varið brimi, sem ekki varð komist í gegn.
Ekki vissu þremenningarnir hvernig
hagaði til í Sandvíkinni en vonuðu samt
sem áður að þeim auðnaðist að ná þar
landi. Þokan skall yfir áður en útséð var
um hvort þá ræki inn í víkina. Nóttin
silaðist áfram í hænufetum en inn á
Sandvíkina rak þá ekki. Sennilega hefur
þetta orðið þeim til happs því seinna
fréttu þeir að ekki væri lendandi í vík-
inni nema á einum stað og ólíklegt verð-
ur að telja að þá hefði rekið þar upp.
Hefði aftur á móti viljað svo ólíklega til
að þeir hefðu náð þarna landi voru
minni líkur en meiri á að þeir hefðu
fundið mannabústaði og því ráfað svang-
ir og kaldir um strandlengjuna og orðið
þar úti.
Fyrripart þriðjudags 19. ágúst lægði
vind það mikið að veður var þolanlegt.
Í stað þess að reka að landi um nóttina
hafði þá rekið frá landi og voru nú um
5 mílur unda Gerpi. Ljóst var að straum-
urinn bar vindinn þarna ofurliði. Með
batnandi veðri jukust vonir mannanna
um að til skipa sæist og sú varð einnig
raunin því landmegin við þá sáu þeir
færeyskt skip. Þessi sjón vakti vonir
þeirra en sú von brást þar sem skipið
varð þeirra ekki vart. Nokkru seinna sáu
þeir tvö færeysk skip norður með land-
inu og stefndi annað þeirra beint á flek-
ann. Nú var lukkuhjólið farið að snúast
þeim í hag. En þá skall á þoka og birgði
alla sýn og kæfði allar vonir um björgun.
Stuttu seinna dreif þokuna frá og sáu
þeir þá seglskipið „Henry Freeman“, sem
var frá sama skipafélagi og „Solarris“.
Mennirnir hrópuðu og kölluðu en
enginn lifandi sála var sjáanleg á dekki
skipsins og þó að svo hefði verið er óvíst
að til þeirra hefði heyrst vegna hávaða
frá vélum þess. Flekinn var auk þess til
hlés við skipið aftanvert og því á móti
veðri að kalla.
Allt í einu kom maður út úr stýris-
húsinu og fannst þeim hann horfa beint
til þeirra. Svo nærri var skipið flekanum
að mennirnir sáu vel hönd mannsins á
hurðarhúninum og að hann var berhent-
ur. Maðurinn stökk út úr stýrishúsinu án
þess að gefa flekamönnum merki um að
hafa séð þá og hraðaði sér aftur á hekk
til að gá að logginu.
Þetta slökkti endanlega vonir mann-
anna þar sem þeir vissu enginn tæki
skriðmæli fram yfir að bjarga mönnum í
sjávarháska. Ömurlegt var að sjá hjálpina
svo nálægt án þess að fá að njóta hennar.
Aftur skall þokan yfir en ekki vissu þeir
hvort þeir færðust nær eða fjær landi.
Um kvöldið létti til og voru þeir þá
staddir skammt undan Skrúði. Við Skrúð
eru fiskimið góð og væru þeir á þessum
slóðum í björtu veðri þá væri von til
þess að trillur, sem á miðin sæktu, yrðu
varir við flekann.
Þegar hér var komið sögu
höfðu mennirnir setið á flek-
anum í tæpar 40 klukku-
stundir án þess að setja vatns-
dropa inn fyrir sínar varir því
vatnið, sem fylgdi flekanum,
vildu þeir geyma sem allra
lengst. Þar sem þorstinn var
að æra mennina tók skipstjór-
inn tappann úr flöskunni og
smakkaði á vatninu, sem
reyndist brimsalt eins og kex-
ið. Þetta var það versta sem
þessa hröktu menn gat hent.
Slæmt var að vera kaldur og
blautur, verra að vera matarlaus og
svangur en tíu sinnu verri var þorstinn
og vitneskjan um að hann yrði ekki
slökktur.
Á flekanum voru flugeldar í kassa en
vegna þoku og dimmviðris hefðu þeir
ekki komið að notum þó að upp hefði
verið skotið og ástæðulaust að púðra
þeim upp einskis. Þetta kvöld voru líkur
til að flugelda mætti sjá væri þeim á loft
skotið en spurningin var hvort þeir væru
þurrir eða blautir. Við skoðun reyndust
flugeldarnir þurrir þannig að ekki voru
þeir alveg heillum horfnir. Nú valt allt á
því að fá bjart veður þegar myrkrið
legðist yfir. Sú von slokknaði þó fljótt
því enn sem fyrr lagðist þokan að þegar
á kvöldið leið.
Nú fóru menn að þreytast og nóttin
sem í hönd fór varð þeim löng og þraut-
um hlaðin.
Er hér var komið sögu var verst
klæddi maðurinn orðinn illa haldinn.
Svefninn sótti fast á hann og voru hinir
tveir þess fullvissir að næði svefninn
yfirhöndina myndi hann ekki vakna
aftur. Reyndu þeir því sem best þeir gátu
að halda honum vakandi. Ekki dugði
það þó til og féll maðurinn í djúpan
svefn. Til að halda hita á sofandi mann-
inum settu þeir hann á milli sín í sitjandi
stöðu og reyndu þannig að halda honum
Adolf Hitler kastar kveðju á kafbátasveit. Færeyingarnir á Solarris vissu aldrei
hvort þeir urðu fyrir tundurskeyti kafbáts eða sigldu á tundurskeyti Breta, sem var
nú reyndar líklegra.