Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Qupperneq 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Qupperneq 40
40 – Sjómannablaðið Víkingur Eflaust hafa lesendur blaðsins verið uppteknir undanfarna mánuði við að blaða í gegnum alla bæklingana sem þeir náðu sér í á sjávarútvegssýning- unni og því kominn tími til að hvíla sig á þeim og líta á nokkrar heima- síður. Það verður víða farið að þessu sinni. Fyrsta síðan er bandarísk og fjallar um Military Sealift Command. Slóðin á síðuna er www.msc.navy.mil en þar er að finna upplýsingar um starfsemina sem og þau skip sem tilheyra Sealift Command. Þessi hluti flotans eru þjónustu, aðstoð- ar- og rannsóknarskip sem ekki eru mönnuð sjóliðum heldur óbreyttum borgurum. Sum skipa þeirra koma árlega við hér á landi en það eru oftast rannsóknarskip. Næsta síða er mikil uppspretta upp- lýsinga um fiskiskip og reyndar hef ég áður minnst á þessa síðu en hún hefur nú tekið miklum breytingum. Slóðin á hana er www.fiskerforum.dk sem er í raun nafn síðunnar. Þar er ógrynni af myndum af evrópskum fiskiskipum sem og annarra þjóða skipum. Þetta er síða sem tekur meira en kvöldstund að fara í gegnum en sannarlega áhugaverð og skemmtileg. Margan manninn dreymir um að eign- ast snekkju. Ég rakst á síðu sem er hreint augnakonfekt fyrir áhugasama á slóðinni www.oceanindependence.com en þar má reyndar líka finna snekkjur sem til sölu eru. Það eru ekki mörg ár síðan við fylgd- umst með smíði risafarþegaskipsins Oasis of the Seas á netinu sem og í um- fjöllun blaðsins á vettvanginum Utan úr heimi. Nú eru skipin orðin tvö og önnur tvö slík skip í smíðum sem væntanleg eru í rekstur á næstu árum. Á síðunni www.allureoftheseas.com er hægt að sjá allar þær lystisemdir sem í boði eru á þessum glæsifleyjum sem mun örugglega leiða til þess að einhverjir fara að skoða heimasíður þar sem hægt er að kaupa ferðir með skipunum. Fyrir þá sem telja verðið of hátt fyrir ferð á Allure of the Seas er hægt að finna ögn ódýrari ferðir á slóðinni www.dublin. iwai.ie. Hér er fjallað meðal annars um síkjaferðir á Írlandi þar sem hægt er að leigja sér báta til skemmtisiglinga sem og skemmtiferðir á stærri skipum. Ögn ódýrari pakki. Kannski er bara best að gleyma skemmtiferðum og hugsa bara um vinn- una. Þá er að velta því fyrir sér hvort ekki væri bara leið að kaupa sér eins og eitt skip. Eða þá að komast að því hvort skipið sem þið eruð á sé hugsanlega komið á söluskrá. Slóðin www.janson.no leiðir okkur á fund við norskan skipasala og þar má sjá mörg kunnugleg skip list- uð. Reyndar er þar líka verið að bjóða kvóta og þar með talið á makríl. Ekki ónýtt það. Ef við erum að sigla til Norðursjávar- hafna Þýskalands og gleymdum að verða okkur úti um flóðatöflur þá er ekki öll nótt úti ef við erum nettengd. Á slóðinni www.bsh.de/aktdat/wvd/wahome.htm er hægt að sjá sjávarföll á þessu svæði sem getur komið að góðum notum. Mörgum hefur þótt nóg um allar hin- ar nýjar skammstafanir sem eru farnar að heyrast í tengslum við menntun og þjálfun sjómanna. STCW, ARPA, DP og ECDIS hafa hljómað í eyrum manna nú allra síðustu ár og sumir þeir eldri sem búnir eru að vera í landi um áraraðir átta sig engan veginn á því um hvað er verið að tala. ECDIS er í stuttu máli skamm- stöfun á rafrænum sjókortum og upplýs- ingakerfum en þau skip sem búin eru slíkum búnaði verða að hafa skipstjórn- endur með viðeigandi skírteini til að mega starfrækja búnaðinn. Á slóðinni www.ecdisfit.com er að finna upplýsingar um reglur og kröfur sem gerðar eru til skipstjórnarmanna og hvet ég alla þá sem eru að vinna í að endurnýja pappír- ana sína að kynna sér kröfurnar og sækja sér þá menntun í þessum efnum sem krafist er. Skipstjórnarskólinn býður upp á Ecdis námskeið. Ein síða sem höfðar til höfundar er að finna á slóðinni www.noreq.no og er framleiðandi að björgunarbúnaði fyrir skip og borpalla. Þessir hafa þróað ýmsar gerðir báta og eru búnir að gefa tóninn um línuna sem framundan er í þeim efn- um. Það líður þó eflaust einhver tími þar til við fáum að sjá þessar nýjungar birt- ast á okkar skipum en þá verða þær orðnar gamaldags. Lokasíðan að þessu sinni er íslensk og er netútgáfan af Útvegsblaðinu. Slóðin www.utvegsbladid.is leiðir okkur á síður blaðsins en ritsjóri þessi er fyrrum rit- stjóri Sjómannablaðsins Víkings. Þar kennir ýmissa grasa í fréttum af sjávar- útveginum. Læt ég nú staðar numið og minni ykkur, lesendur góðir, á að ef þið rekist á góðar heimasíður sem gætu glatt og frætt okkur hin að senda mér slóðina á net- fangið iceship@heimsnet.is. eftir Hilmar Snorrason

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.