Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Qupperneq 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Qupperneq 42
42 – Sjómannablaðið Víkingur „Ekkert einasta andskotans kvikindi“ Um klukkan tvö förum við að draga og það er ekki að sökum að spyrja. Þegar fyrsti krókurinn kemur, þá er alveg seilað. Það er steinbítur á hverjum krók. Svo er ég búinn að draga fjóra bala, þegar ég fer niður að hafa samband við Freyjuna. Þá er alveg orðið sneisafullt dekkið öðrum megin og hafði enginn maður við að rota eða slægja. Það var allt slægt á sjónum þá. Ég segi við Einar, að nú ætli ég niður að tala við Palla á Freyjunni og ég ætli að segja honum, að ég sé búinn að vera lengi niðri og það hafi enginn verið kominn, þegar ég fór niður, og ég muni kalla til hans og spyrja hann um aflann og útlitið, og þá eigi hann að svara að það sé enginn stein- bítur. Ég muni rétta honum tólið og styðja á fjöðrina og láta röddina hans komast út í loftið. Svo kemur Palli í stöðina og hann spyr hvernig það sé. Ég segi honum að það sé ekkert að hafa, annars sé ég búinn að sitja lengi niðri, en Einar sé uppi og ég skuli gefa honum kall og spyrja hvort það sé eitthvað að lagast. Og þá stend ég upp með tólið. Einar beygir sig niður að káetu klef- anum og segir: „Það er ekkert einasta andskotans kvikindi. Beitan kemur öll upp.“ „Þú hefur líklega heyrt þetta Palli“, segi ég. „Já, ég heyrði þetta ágætlega“, segir hann, „það er ljótt útlit“. Svo var það ekki meir. Ég talaði ekki við hann aftur þennan dag. Við drögum okkar lóðir. Lestin er full og fullt dekk alveg aftur á hekk og fram úr. Það vigt- aði slægt, þegar búið var að landa því um nóttina, 19.855 tonn. Þegar ég kom að landi eru allir sjómennirnir komnir af hinum bátunum til skips með matar- kassana. Þeir sjá Gylli svona rosalega hlaðinn í ljósbjarmanum á bryggjunni og hætta allir við að fara á sjóinn. Við för- um að landa en vorum orðnir þreyttir, enda búnir að landa áður um morgun- inn, og það var lágsjóað og því hátt að henda upp á bryggjuna með stingjum. Ég held, að nú ætli þeir að fara á aðra staði og hafi hægt á sér e.t.v. vegna straums. Þegar við erum búnir að landa förum við strax af stað og ég slekk ljósin undir eins. Hef hvergi glætu. Strax og við erum komnir út úr firðinum, tek ég stefnuna á þessi farsælu mið. Ég sé engan einasta bát og ekkert ljós og tel að allir bátarnir séu komnir vestur eftir, og að ég verði aftur einn. Þegar ég er búinn að keyra svona um klukkutíma og fjörutíu mín- útur úr firðinum, koma þeir allir Súg- firðingarnir á eftir. Þeir höfðu þá allir beðið fyrir vestan Sauðanesið ljóslausir. Þeir leggja svo allir á svipuðum stað. Það var ekki að sökum að spyrja. Það talaði enginn einasti Súgfirðingur í tal- stöð í sex daga. Allir héldu kjafti. Enginn vildi upplýsa þessu fengsælu mið. „Nú opnar Gísli kjaftinn“ Skipstjórarnir í Víkinni voru þá m.a. Hálfdán Einarsson og Jakob, oft kallaður Kobbi. Hann er dáinn fyrir fyrir nokkr- um árum. Þeir voru oft að tala um það, hvar Súgfirðingarnir væru. Við fórum aldrei fyrr en seint á morgnana og þeir voru alltaf komnir fyrir fjörðinn, þegar við fórum á sjóinn. Jakob var alltaf að minnast á þetta. „Hvar er hann Gísli núna? Nú heyrist ekki púst í honum“. Við hlustuðum auð- vitað alltaf. Það var þegjandi samkomu- lag hjá okkur að segja ekki eitt einasta orð. Útkoman hjá mér þessa viku, sem allir þegja er 90 tonn. Svo heyri ég það, að vélamaðurinn hjá Kobba er að tala við Hálfdán Einarsson eða einhvern um borð hjá honum. Þeir voru búnir að draga og hann segir að þeir stefni eitthvað austur í haf. Hann segist ekkert skilja sig í því, hvert hann sé að fara hann Kobbi. Þá er hann farinn að leita að okkur Súgfirð- ingunum. Guðmundur A. Guðnason var þá formaður á Örninni og er síðastur að draga og Kobbi rekst á hann. Þá var ekki að sökum að spyrja. Daginn eftir var allur flotinn kominn þangað, hver einasti bátur. Þá kallaði ég í Freyju og segi, að loksins sé bölvaður víbratorinn kominn í lag, hann sé loksins kominn frá þeim að sunnan. Það hafi gengið seint að fá þetta lagað. Þá sagði Kobbi, að nú gæti hann opnað kjaftinn hann Gísli, nú væri hann kominn í lag hjá honum. 24. apríl brennur svo frystihúsið Ísver til kaldra kola og allur aflinn þar með og það fór illa með okkur, sem lönduð- um hjá Ísver. Við töfðumst og beitan skemmdist, en við fengum fullar greiðslur fyrir fiskinn. Þennan mánuð fiskaði ég á Gylli 192,3 tonn. Hluturinn í apríl var 8.502,98 kr. Þá var kg. af steinbítnum á 95 aura, þorskurinn á 1,05 kr og ýsan á 1,21 kr. Þetta var miðað við slægðan fisk. Aflaverðmætið þennan mánuð var 183.803,90 kr. Þessi róður þann 14. apríl var met í mörg ár. Það vantaði 145 kg upp á að það væru 20 tonn. Þetta var slægður fiskur en við slægingu léttist hann um 13-15% gæti ég trúað. Ég var hluta hæstur á Vestfjörðum þetta ár. Hluturinn var eitthvað um 20 þúsund krónur og það var met. Það kom mynd af mér í Ægi. Það var eina myndin, sem ég átti. Þeir fengu hana lánaða og hún kom ekki aftur. Þetta er í eina skiptið, sem ég hef slegið met í aflabrögðum. Vertíðin 1953 gekk sannarlega upp og niður, komst í hæstu hæðir en féll líka niður í lægstu lægðir. Um þetta skrifaði Gísli í Víking: „Í mars gekk loðna yfir öll mið hér út af Vestfjörðum, og enginn fiskaði þá neitt. Það kom fyrir í einum róðri, að bátur héðan fékk aðeins tvo steinbíta á alla línuna eða 140 lóðir, og skipherrann lét fleygja þeim báðum út á landleiðinni.“ Vetrarvertíðin 1953 varð Gísla að vonum minnisstæð. Eitt sinn, í greina- skrifum fyrir Víkinginn, tók hann hana sem dæmi um aflabrögð forðum. Gísli skrifaði: „Og til gamans rifja ég upp veturinn 1953. Þegar menn fara að eldast, fara menn að grobba, sem kallað er. En það, sem hér kemur á eftir, er alls ekkert karlagrobb, heldur staðreynd. – Vetrarvertíðina 1953 var maður að nafni Gísli Guðmundsson með bát, sem hét Gyllir IS. 568, 26 lestir að stærð. Róið var frá Súgandafirði frá 2. jan. til 29. maí og afli var svohljóðandi: Jan Febr. Mars Apríl Maí Tonn Róðrar Tonn Róðrar Tonn Róðrar Tonn Róðrar Tonn Róðrar 91,0 20 64,5 14 21,1 9 192,3 18 102,0 22 Alls voru þetta 470,9 tonn í 83 róðrum.“ Sjómannablaðið Víkingur 5. tbl 1970, bls. 198.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.