Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Side 44
44 – Sjómannablaðið Víkingur
Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina
Skagfirskar skemmtisögur eftir Björn
Jóhann Björnsson blaðamann. Hér á eftir
verður gripið niður í bókina:
Sighvatur P. Sighvats, Hvati á Stöðinni, fór
um árið í siglingu ásamt konu sinni, Herdísi,
með hinu sögufræga skemmtiferðaskipi,
Baltiku. Í siglingunni var komið við í Egypta-
landi og pýramídarnir frægu skoðaðir. Land-
kostir voru þar rýrir að sjá, grjót, sandur og
urðir miklar og lítið af grasi. Þarna gat að líta
fjárhirða álengdar sem gættu hjarða sinna,
líkt og sýnt er á Biblíumyndum.
Hvati, sem hafði auga fyrir því smáa jafnt
sem hinu stóra, veitti þessu athygli og aumk-
aði fjárhirðana að þurfa að nýta svo illt land
til beitar. Honum varð hugsað til Íslands með
öllum sínum gróðursælu dölum og til þeirra
manna í Skagafirði sem hann mundi sem
mesta fjármenn. Gengur hann þá að einum
fjárhirðinum, klappar honum á öxlina og
segir:
„Ja, þetta held ég að Goðdalabræðrum
þætti nú léleg beit, elskan mín.“
*
Í þessari sömu ferð með Baltiku háttaði
þannig til að karlar deildu saman káetum og
konur voru saman í káetum á öðru þilfari.
Hvati lenti í káetu með Þórbergi Þórðarsyni
rithöfundi. Þeir náðu vel saman, karlarnir,
enda Þórbergur fljótur að sjá hve mikill og
skemmtilegur sögumaður Hvati var. Höfðu
þeir þann háttinn á að fara snemma að sofa á
kvöldin en risu síðan allra manna fyrstir úr
rekkju og gátu sest óáreittir á skipsbarina
undir morgun, sem opnir voru allan sólar-
hringinn. Þó að þeim konum kæmi ágætlega
saman fannst frú Margréti, konu Þórbergs,
það fyrir neðan virðingu skáldsins að sitja að
sumbli með trillukarli og verkamanni að
norðan. Hafði hún mikinn metnað fyrir hönd
skáldsins. Einhverju sinni kom Margrét að
þeim við einn barinn og las Þórbergi pistil-
inn. Segir þá Hvati við hana:
,,Mætti ég spyrja frúna, á hún þetta skip
skuldlaust?“
*
Hvati sótti ekki aðeins sjóinn á smábátum
heldur einnig togurum. Skipstjóri í einum
túranna var Guðmundur Árnason, síðar hafn-
arvörður á Króknum, sem talaði jafnan tæpi-
tungulaust. Hvati var staddur í brúnni með
Gvendi er skipperinn biður um kaffi að
drekka. Hvati fer niður eftir kaffinu en lendir
á kjaftatörn á leiðinni og tefst eitthvað.
Kemur loks til baka upp í brú til Guðmundar
og réttir honum kaffibollann. Þegar hann
tekur fyrsta sopann kemur í ljós að kaffið er
varla ylvolgt.
,,Ertu að færa mér þetta ískalt maður, þú
skalt bara troða þessu upp í rassgatið á þér,“
segir Gvendur við Hvata, heldur ókátur. En
Hvati klappar skipstjóranum á öxlina og segir
með hægð:
,,Heldurðu að það volgni eitthvað þar,
elskan mín?“
*
Kaupmaðurinn Bjarni Har. hefur löngum
bjargað bæjarbúum og ferðamönnum um
brýnustu nauðsynjar og verið til þjónustu
reiðubúinn allan sólarhringinn ef því er að
skipta. Hann getur jafnframt verið hrekkjótt-
ur, ekki síst ef um pólitíska andstæðinga er
að ræða.
Eitt sinn var
haldinn félags-
fundur á laugar-
degi hjá gamla
Alþýðubanda-
laginu í Villa
Nova, skammt
frá verslun
Bjarna. Var þetta rétt fyrir kosn-
ingar á Króknum. Uppgötvaðist þá að ekkert
var til með kaffinu og voru menn sendir í
innkaupaferð til Bjarna, sem tók vel á móti
þeim og fór að tína saman drykki og eitthvað
snarl með kaffinu í poka. Lét ekki þar við
sitja heldur sagði að hann mætti til með að
bæta smá lítilræði við og fór niður í kjallara.
Kom þaðan upp með pokann fullan af veit-
ingum og afhenti þeim félögum. Þeir tóku við
pokanum, þökkuðu fyrir viðskiptin og sneru
aftur til fundarins í Villa Nova. Veitingarnar
voru teknar upp úr pokanum og neðst sáu
þeir pakkann sem Bjarni hafði bætt við.
Opnuðu þeir pakkann og kom þá í ljós að
Bjarni hafði sent þeim smáfuglafóður!
*
Í gegnum tíðina hefur Bjarni haft ýmsa
aðstoðarmenn og bensíntitti starfandi í versl-
uninni. Einn veturinn kom ungur piltur frá
Hofsósi til starfa, Pálmi Rögnvaldsson, síðar
bankaútibússtjóri á Hofsósi. Fyrsta daginn
hjá Pálma kom gömul kona
snemma morguns inn í verslunina og spurði:
,,Áttu drullusokk, Bjarni minn?“
Bjarni benti þá á Pálma og sagði:
,,Já, bara þennan, en má ekki missa
hann!“
*
Löngu síðar leit Pálmi við í versluninni
hjá Bjarna Har., skömmu fyrir jól, og fór að
rifja upp að nú væru 40 ár liðin frá því að
hann aðstoðaði hann í versluninni.
,,Já, eru 40 ár liðin,“ sagði Bjarni, ,,þá
hefði ég nú flaggað í hálfa væri stöngin ekki
brotin!“
*
Jóhannes Haraldsson, kallaður Kóreu-Jói,
átti um tíma forláta Lödu Sport jeppa og var
eitt sinn á ferð út á Reykjaströnd með hrút
aftur í. Á miðri leið trylltist hrúturinn og
komst einhvern veginn fram í með þeim af-
leiðingum að stýrið læstist og Jói missti
Löduna út fyrir veg. Skemmdist bíllinn
nokkuð og daginn eftir fór Jói til Ragnars
Pálssonar, bankastjóra og umboðsmanns
Sjóvár, og sagði farir sínar ekki sléttar. Spurði
hvort hann fengi ekki bílinn bættan og Ragn-
ar taldi svo vera. Þá fór Kóreu-Jói að lýsa því
hvernig hrúturinn hefði tryllst og komist
fram í. Þá stoppaði Ragnar hann af og sagði:
,,Uss, uss, Jói minn, ekki minnast á að
hrúturinn hafi keyrt!“
MEISTARAVERK
holabok.is/HOLAR@HOLABOK.IS
Örlög og afdrif
skipalestanna sem
fóru frá Hvalfirði til
Rússlands á stríðsárunum.
Mögnuð lesning!