Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Side 2
Efnis-
Þegar Von ÞH-5 strandaði. Árni Björn Árnason
segir söguna eins og hún gerðist í raun og
veru.
Félagsmenn, munið fundina á milli jóla
og nýárs. Félag skipstjórnarmanna.
Kartöflubændur í vanda. Helgi Laxdal
leysir málið.
Ragnar Franzson upplýsir hvað varð um fyrsta
gúmmíbjörgunarbát íslenska flotans.
Virðing fyrir sjómönnum, orðin tóm. Ólafur
Grímur Björnsson ræðir málin við Guðmund
Heimi Pálmason, togarasjómann.
Formannaráðstefnan í Borgarnesi, leiga
aflaheimilda er ávísun á misferli.
Sovéskir kafbátar í Hvalfirði. Friðþór Eydal
skrifar.
Fiskar enginn bara á sjálfan sig. Arnbjörn H.
Ólafsson kafar áfram í reynslubankann
Scharnhorst skal sökkt. Úr nýrri bók Magnúsar
Þórs Hafsteinssonar, Návígi á norðurslóðum –
Íshafsskipalestirnar og ófriðurinn 1942-1945.
Vaxtarskeiðið mikla 1945-1960. Jón Þ. Þór
heldur áfram að segja hina stórmerku sögu
kaupskipaútgerðar á Íslandi.
Ormastríðið. Úr sögu Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum.
Gunnar Guðmundsson skrifar okkur frá
Bandaríkjunum, geymdum fiskinn í kolaboxinu.
Í siglingatúr til Þýskalands með fimm fiska,
að vísu væna, en ... Jónas Haraldsson er við
sama heygarðshornið og fer á kostum.
Argentínumenn neita einfaldlega að borga.
Hilmar Snorrason leitar frétta utan úr heimi.
Hann var frændi minn. Hilmar Snorrason
leggur í púkkið með Ólafi Grími og Guðmundi
Heimi.
Ljósmyndakeppnin 2012, úrslit.
Á kápu fyrsta tölublaðs þessa árs er skelfilegur
fingurbrjótur, sem ég tók þó ekki eftir fyrr en góður
maður benti mér á, og segir sitt um ritstjórann. Þar
stendur; Júní, togarinn sem hvarf – en á vitaskuld að
vera Júlí. Afsakið aulaskapinn sem er endurtekinn í
efnisyfirlitinu.
Sjómenn og aðrir lesendur Víkings.
Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagn-
rýni eða hrós, tillögur um efnisþætti og
hugmyndir um viðtöl við áhugaverða sjó-
menn, jafnt farmenn sem hina er draga fisk
úr sjó. Hjálpið okkur að halda úti þætt-
inum: Raddir af sjónum.
Netjið á jonhjalta@simnet.is
Forsíðumyndin, sem tekin var í febrúar í
fyrra, er af Ísleifi VE-63 á loðnu út af
Snæfellsnesi. Guðmundur St. Valdimarsson
tók myndina.
4
10
16
10
12
20
22
26
34
32
40
Útgefandi: Völuspá útgáfa,
í samvinnu við Farmanna- og fiskimannasamband Íslands.
Afgreiðsla og áskrift: 862 6515 / netfang: jonhjalta@simnet.is
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 862 6515,
netfang: jonhjalta@simnet.is Byggðavegi 101b, 600 Akureyri.
Auglýsingastjóri: Katrín Laufey Rúnarsdóttir, sími 856 4250 / netfang: katalaufey@gmail.com
Ritnefnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason og Jón Hjaltason.
Forseti FFSÍ: Árni Bjarnason.
Prentvinnsla: Ásprent.
Aðildarfélög FFSÍ: Félag skipstjórnarmanna, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta,
Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi, Vestmannaeyjum og Vísir, Suðurnesjum.
Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári og er dreift til allra
félagsmanna FFSÍ.
ISSN 1021-7231
31
Þrjú lítil kraftaverk
Ágætu lesendur. Þar sem undirritaður er orðinn svolítið leiður á að röfla um þetta enda-
lausa daglega stríð sem engin grið gefur, þá ákvað ég að venda mínu kvæði í kross svona í
tilefni jólanna og segja ykkur frá þremur atburðum í lífi mínu sem ég hef löngum furðað
mig á og um leið yljað mér við að rifja upp svona í skammdeginu. Allt eru þetta atvik sem
eru ljóslifandi í minningunni og í öllum tilvikum voru vitni að því sem gerðist.
Mitsubishi Galant Super Saloon
Fyrsti bíllinn sem ég keypti nýjan úr kassanum var ofangreindur eðalvagn 86 módel. Í
framhaldi af þessum bílakaupum fannst mér við hæfi að fara í bíltúr með fjölskylduna
austur á land. Aðallega til að heilsa upp á Freystein bróður minn sem þá var nýfluttur á
Norðfjörð og til að monta mig af bílnum. Á heimleiðinn var áð að Hótel Reynihlíð í Mý-
vatnssveit. Þar rölti ég kring um bílinn til að ganga úr skugga um að honum hefði ekki
orðið meint af ferðalaginu eftir grjótkast og þvíumlíkt. Allt reyndist í lagi. Þegar heim til
Akureyrar var komið sá ég að hjólkoppurinn vinstra megin að aftan var horfinn. Ég brunaði
niður í umboð til að versla kopp, sem ekki reyndist til á staðnum og þar fyrir utan rándýr.
Það rifjaðist þá upp fyrir mér að til stóð að ég færi með föður mínum heitnum og tveimur
vinum hans til laxveiða í Vopnafjörðinn. Tók ég þar með þá ákvörðun að slá koppakaupum
á frest og finna þess í stað helvítis koppinn sem í öllu falli hafði verið á sínum stað í Mý-
vatnssveitinni. Pabbi keyrði austur og ég starði eins og dáleiddur hundur út um gluggann
alla leið að Vopnafjarðarafleggjaranum. Enginn koppur fannst. Tvo daga vorum við í góðu
yfirlæti við veiðar og síðan var haldið heim á leið. Ég sagðist skyldi keyra upp að þjóðvegi
eitt og þá tæki pabbi við. Heiðursmennirnir Jóhann Ögmundsson og Erlingur Davíðsson
voru með í túrnum, báðir miklir og bráðskemmtilegir sögumenn. Þeir fóru á slíkum kost-
um að ég steingleymdi mér og það var ekki fyrr en í Ljósavatnsskarði að því laust niður í
hausinn á mér að ég hefði ætlað að vera á útkíkki og finna koppinn. Þarna snarhemlaði ég
snaraði mér út og sagði föður mínum að taka við því ég ætlaði að finna koppinn. Hvort
sem þið trúið því eður ei þá lá koppurinn þarna 15 – 20 m frá bílnum reyndar öfugu
megin miðað við það sem ætla mátti.
Tíkallinn
Þetta gerðist um borð í Akureyrinni EA. Þar um borð var kóksjálfsali í stakkageymslunni.
Hann var þannig uppsettur að maður setti tíkall í hallandi rauf á sjálfsalanum og þá hrundi
ein kókdós niður í þar til gert hólf. Ég trítlaði úr brúnni til að ná mér sem oftar í kók og
þannig hittist á að öll vaktin 10-11 kallar voru í smoketime (Pásu). Ég hampaði tíkallinum,
fór talsvert langt frá sjálfsalanum og sagði, strákar svona á maður að fara að því að fá sér
kók og grýtti tíkallinum lóðbeint í raufina og ísköld kókdós rúllaði á sinn stað. Hvorki ég
né aðrir trúðu sínum eigin augum og þótt ég reyndi þetta það sem eftir væri ævinnar, þá
myndi ég aldrei hitta aftur.
Björgunarbáturinn
Var á Hampiðjutorginu, góð veiði og þess vegna þumbast lengur en skynsamlegt var þar
sem veðurspá var afleit. Pjakkað áleiðis inn á Patró í brjáluðu veðri. Þar kom í ljós að stb.
bátur á brúarvæng var horfinn. Legið inni á Patró í tvo sólarhringa. Þaðan var farið s. í
Kolluál, Eldeyjarbanka og til baka á Látragrunn. Að viku liðinni frá brælunni vorum við
staddir í Víkurál. Datt mér þá óforvarendis í hug að kippa út á Torg og hífði eftir stutt tog
tvö tonn af þorski. Kallarnir héldu eðlilega að ég væri orðinn klikkaður. Ég hafði sett
stefnuna á sjálfstýringuna áður en ég fór aftur í brú til að tilkynna um kippinn. Þegar ég
koma fram í brúna þá blasti týndi björgunarbáturinn við, á floti beint í stefnunni.
Lýst eftir kraftaverki
Svei mér þá ef við þurfum ekki á einhverju svona kraftaverki að halda ef okkur á að takast
að ljúka kjarasamningum við útvegsmenn.
Óska öllum lesendum gleðilegra jóla, árs og friðar.
Árni Bjarnason
ÍKINGURV
4. tbl. 2012 · 74. árgangur · Verð í lausasölu kr. 980
S J Ó M A N N A B L A Ð I Ð
44
46
48
42