Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Page 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Page 23
Sjómannablaðið Víkingur – 23 og birgðaskipinu USS Vulcan sem lá undan Brynjudalsvogi og sinnti viðgerðum á bandarískum herskipum sem leituðu til Hvalfjarðar. Viðgerðarmenn Vulcan lagfærðu ýmislegt sem gengið hafði úr skorðum um borð í kafbátnum á hinni löngu siglingu. Héldu flestir úr áhöfn S-51 til um borð í Vulcan á meðan á dvölinni í Hvalfirði stóð. L-15 lagðist að hlið breska birgðaskipsins HMS Blenheim sem einnig lá skammt innan við Hvítanes og fékk þar nauðsynlega þjónustu til þess að geta haldið áfram ferðinni. Skipstjóri L-15 hafði tilkynnt um minniháttar skemmdir á kafbátnum af völdum óveðursins en fljótt kom í ljós að hann hafði orði illa úti. Láréttir stýrisuggar á skuti kafbátsins sem stjórnuðu halla hans við köfun höfðu brotnað af og horfið í hafdjúpið. Kafbáturinn var því tekinn upp í flotkví breska flotans, AFD-17 (Admiralty Floating Dock nr. 17), sem lá innan við Hvítanes. Kom þá einnig í ljós að minnstu mátti muna að stýri kafbátsins færi sömu leið og köfunaruggarnir en stór ró sem festi stýrið hékk einungis á tveimur gengjuhringjum. Óskar Þórðarson frá Haga var í áhöfn mótorbátsins Sævars sem var í flutningum fyrir breska flotann í Hvalfirði þegar Sovésku kafbátarnir höfðu þar viðdvöl árið 1943. Eftirfarandi er frásögn hans af samskiptum sínum við áhöfn L-51 þegar kaf- báturinn var til viðgerðar í flotkvínni: Stríðsáraminningar – Á transportbáti í Hvalfirði 1942 til 1943 – Með kafbátsmönnum í Hvalfirði „Við vorum þrír á svokölluðum transportbáti, Sævari sem var 29 tonn, í þjónustu við breska flotann í Hvalfirði. Með mér voru Guðmundur Bæringsson formaður, Sæmundur Helgason vélstjóri og ég, Óskar Þórðarson, sem ráðinn var sem háseti, kokkur og túlkur. Þá mánuði sem ég var á transportbátnum Sævari í Hvalfirði frá byrjun októbermánaðar 1942 til loka marsmánaðar 1943 bar ýmislegt nýstárlegt fyrir augu okkar þriggja sem á bátnum vorum. Af mörgu varð okkur sérstaklega minnisstætt þegar rússnesku kafbátarnir tveir voru teknir, annar í senn, upp í flotkví sem var kölluð í daglegu tali „dokkin.“ Bátarnir voru teknir til hreinsunar utanborðs og kannski einhverra viðgerða. Kafbát hafði ég aðeins einu sinni séð og það var á langleið í Hvalfirði sumarið 1941 þegar við vorum að vinna í Hvítanesi. En fáséð var að sjá þetta ferlíki „á þurru.“ Mikil óhreinindi og botn- gróður var á byrðingi þess og minnti mig helst á risahala ein- hverra dýra. Ótrúlegt og verður ekki lýst með orðum. Áhafnirnar voru með einhverskonar sköfur á löngum sköft- um að hreinsa þetta burt. Síðan var þessu safnað saman í vænar hrúgur á gólfi dokkarinnar og ýtt í sjóinn eins og öðru úrgangs- efni á þessum stríðsárum. Okkur á Sævari var falið að sjá um ýmislegt sem til þurfti fyrir Rússana og ófáar ferðir fórum við milli dokkarinnar og Blenheim. Á meðan kafbátarnir voru í flotkvínni sáum við áhafnir þeirra títt á rölti þar um. Ég sá þá mála yfir bletti sem til urðu þegar óvelkomnir fylginautar kafbátanna voru skafnir burtu. En dag nokkurn kom einn úr hópnum yfir í bátinn til okkar þar sem hann var tjóðraður við flotkvína. Ég var eitthvað að snigl- ast á dekki bátsins og Rússinn kom beint til mín. „Eruð þið Bretar?“ spurði hann mig á vel skiljanlegri ensku. TRÚLEGA BESTA SMUREFNI Í HEIMI? FYRIR BÍLINN, LAMIR, LÆSINGAR, HJÓLIÐ, BYSSUNA OG ALLT HITT! Kemi • Tunguhálsi 10 , 110 Reykjavík www.kemi.is • Sími: 544 5466 VERTU TILBÚINN Í VETURINN! Fin Super er Yfirmaður kafbátadeildarinnar, Alexander Tripolski (t.h.), og skipstjóri eins kaf- bátanna á áningarstað í Dutch Harbor á Alútaeyjum í lok ágúst 1942. Áhöfn L-15 veifar stolt gunnfána sovéska flotans að lokinni siglingu frá Hval- firði til Greenock í Skotlandi í febrúar 1943 og gerir frægt fingurmerki banda- manna „V“ (Victory) til merkis um samstöðu bandamanna til sigurs á Þjóð- verjum.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.