Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Side 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Side 34
34 – Sjómannablaðið Víkingur Í almennum ritum um sögu Íslands á 20. öld er tímabilið frá lokum síðari heimsstyrjaldar og fram um og yfir 1950 oft kennt við nýsköpun. Á sama hátt er ríkisstjórnin, sem sat að völdum undir forsæti Ólafs Thors frá því á haust- dögum árið 1944 og fram í ársbyrjun 1947, tíðast nefnd nýsköpunarstjórnin. Með þessum nafngiftum er vísað til eins helsta stefnumáls stjórnarinnar, að nýta mikla fjármuni sem Íslendingum höfðu safnast á stríðsárunum – stríðsgróðann – til þess að endurnýja og auka við helstu atvinnutæki þjóðarinnar. Þeim, sem um þessi mál hafa fjallað, sagn- fræðingum, hagfræðingum, atvinnu- rekendum og stjórnmálamönnum, hefur flestum orðið tíðræddast um endurnýj- un fiskiskipaflotans, vélbáta og togara, og uppbyggingu fiskvinnslu í landi, ekki síst hraðfrystiiðnaðarins. Þetta er eðlilegt þegar þess er gætt, að á þessum sviðum var lyft Grettistaki á árunum eftir stríð og framkvæmdirnar fóru að mestu fram á vegum ríkisvaldsins, eða fyrir tilhlutan og með öflugri þátttöku þess. Engum getur dulist, að þær gjör- breyttu íslensku atvinnulífi og skópu því nýjar og áður óþekktar forsendur. Um það ættu allir að geta verið sam- mála og má þá einu gilda hvort menn telja að stríðsgróðanum hafi verið eitt of hratt eða á rangan hátt, að nýsköpunartogararnir hafi verið of margir o.s.frv. Í þeirri umræðu, sem átt hefur sér stað um verk nýsköpunarstjórnarinnar á undanförnum áratugum, hefur oft viljað gleymast að nýsköpunin náði til annarra atvinnuvega en sjávarútvegsins eins. Íslendingar byggðu ekki aðeins upp nýj- an fiskiskipaflota og nýjar greinar fisk- vinnslu á fyrstu árunum eftir síðari heimsstyrjöld. Landbúnaðurinn fór ekki varhluta af vélvæðingu og margskyns öðrum nýjungum og endurnýjun, mynd- arlegur flugfloti varð til á undraskömm- um tíma og kaupskipaflotinn var endur- nýjaður og stækkaður, jafnvel í enn ríkari mæli en fiskiskipaflotinn (a.m.k. ef litið er til hlutfallstalna um fjölgun skipa og aukna burðargetu þeirra). Ný- sköpunin í kaupskipaútgerð og flug- samgöngum fór hins vegar að langmestu leyti fram án beinnar þátttöku eða af- skipta ríkisvaldsins. Að henni stóðu einkafyrirtæki og samvinnufélög og hið sama átti við um margar helstu fram- kvæmdir í landbúnaði. Einfaldar tölur sýna gleggst hina miklu og hröðu endurnýjun og uppbygg- ingu íslenska kaupskipastólsins á fyrstu árunum eftir lok síðari heimsstyrjald- arinnar. Hvaleyrarbraut 27 · 220 Hafnarfjörður Sími: 564 3338 · Fax: 554 4220 GSM: 896 4964 ·898 2773 Kt.: 621297-2529 Jón Þ. Þór Þættir úr sögu íslenskrar kaupskipaútgerðar III. Vaxtarskeiðið mikla 1945-1960 Tungufoss við bryggju á Akureyri. Mynd: Minjasafnið á Akureyri

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.