Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Qupperneq 16
16 – Sjómannablaðið Víkingur
Færeyingur fyrir borð
Við vorum á Dorhn-Banka við Austur-
Grænland á Akureynni 1955. Mikill
straumur þarna, ekki togað nema á móti
straumi, aldrei á lensi. Vorum að taka
trollið, þegar kallað er ofan úr brú,
„klárir!“ Kristján Kristjánsson var með
Akureyna, ég var á litla gilsinum, róna-
gilsinum, og stökk uppá grindina, en
Sonny, Færeyingur, var að kroppa í kríu-
löpp hér og þar og leit of seint upp, – átti
ekki að vera að þessu fokki. Brotið kom,
lyfti bussuminu, það fór út og vængirnir
líka. Kúla úr höfuðlínunni hefur farið
innundir stakkinn á Sonny ... þeir héldu
það. Hann fór út með henni. Skaut upp,
kastað var línu, Kristján var kominn út á
brúarvænginn, og kastað var bjarghring.
Við sáum alltaf sjóhattinn í öldudalnum.
Svo kom öldudalur, og þá var hann
horfinn. Leitað var fram í myrkur eða í
4 klst. eins og skylt var. Man, að ég sagði
öðrum spíssaranum frá þessu. Hann
svaraði: „Sonny, ja, blessuð sé minning
hans.“ Það var allt og sumt. Þessi spíssari
var íslenzkur. Sigldum til Akraness. Skip-
stjórinn bókaði eitthvað frá okkur, sem
sáum þetta. Ég var ekki kallaður fyrir
sjópróf. Las litlu seinna smá klausu í
dagblaði, að færeyskan háseta hefði tekið
út af togara. En þegar kerlingin datt
á rassinn í Bakarabrekkunni og lær-
brotnaði, þá varð það forustufrétt hjá
sama blaði!! Ekki mátti gera mikið
úr þessu á togurunum ... svo erfitt
að fá mannskap á þá. Sonny var 26
ára.
Á Fylki, 1960, þá var ég líka á litla
gilsinum að hífa og tók eftir því, að rifur
eða skorur voru komnar í koppinn. Varð
að passa mig að festa ekki vírana í þessu.
Reyndar voru þeir alltaf að festast í þeim.
Á leiðinni í land sagði ég vélstjóranum
frá þessu og stýrimanninum líka. En
ekkert var gert. Svo fór ég í frí, og þeir
fóru út, en eru komnir aftur eftir 2–3
daga. Ég hitti þá niðri á höfn og spurði,
hvað væri að? „Það fór maður hjá okk-
ur,“ var svarið. Vírinn hafði festst í
koppnum og farið yfir brjóstið á honum
og drepið hann samstundis. Guðmundur
Marz Sigurgeirsson hét hann. Hlýtur að
vera smáklausa um það í einhverju dag-
blaðanna frá þessum tíma! Þetta var þó
Íslendingur.
Á Pétri Halldórssyni vorum við í stór-
um ufsa. Mokveiði, 10–15 tonn í troll-
inu. Ég var að hífa upp pokann á stóra
gilsinum. Hann var fljótur að leysa frá,
pokamaðurinn, og þá sturtaðist úr pok-
anum og slaknaði á hjá mér. Ég var orð-
inn þreyttur, margir pokar, og vírinn
flæktist um löppina á mér um hnéð,
þegar slaknaði. Svo þegar pokinn datt
tómur niður á dekkið, þá strekktist aftur
Ólafur Grímur Björnsson
Viðtal við Guðmund Heimi Pálmason, togarasjómann
– IV –
Narfi, skip Guðmundar Jörundssonar. Mynd: Ragnar Franzson
Á salti á Akurey AK 77. Mynd: Örn Hjörleifsson