Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Blaðsíða 10
Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi
Sími 580 5800 • www.landvelar.is
Slönguhjól og kefli
Fjaður inndraganleg - plast, stál eða ryðfrí umgjörð
Ýmsar slönguútfærslur fyrir vatn, loft og olíur
Skipstjórnarmenn
í Félagi skipstjórnarmanna
Fundur í Félagi skipstjórnarmanna
verður haldinn að Strikinu, Skipagötu 14. 5. hæð,
fimmtudaginn 27. desember kl. 14.00
Farið verður yfir stöðu kjaramála
Léttar veitingar.
Félagsmenn hvattir til að mæta.
Stjórnin.
Fundur í Félagi skipstjórnarmanna
verður haldinn að Háteigi A, sal á 4. hæð Grand Hótels,
Reykjavík föstudaginn 28. desember kl. 14.00.
Kjaramálin rædd.
Léttar veitingar.
Félagsmenn hvattir til að mæta.
Stjórnin.
Helgi Laxdal
Á meðan
stöngullinn stendur
Í Höfðahverfi hafa verið ræktaðar kartöflur svo
lengi sem ég man, fyrst nánast eingöngu til
eigin brúks en með árunum hefur ræktunin
aukist og orðið stór hluti af lifibrauði margra.
Sömuleiðis færðist það í vöxt með árunum að
börn og hjú bænda áttu sína eigin garða og
seldu uppskeruna í kaupfélagið og höfðu af því
einhverjar tekjur.
Hér var þó galli á gjöf Njarðar þar sem það
henti stundum að það komu næturfrost, síðari
hluta júlí, sem ollu því að kartöflugrasið féll með
þeim afleiðingum að kartöflurnar hættu að
spretta. Þetta gerðist í júlí 1963. Þá var Sverrir
Guðmundsson á Lómatjörn orðinn ekkjumaður
með þrjár dætur og hafði ráðið til sín sem ráðs-
konu, Steinunni Bjarnadóttur, landsfræga leik-
konu sem skvaldrað var um í sveitinni enda talið
að hennar hlutverk á Lómatjörn væri öllu um-
fangsmeira en almennt gerist um ráðskonustörf.
Um leið og ljóst var að kartöflugrösin höfðu
fallið á flestum bæjum í sveitinni byrjuðu bænd-
urnir að ræða málið í sveitasímanum en sveita-
síminn var eins og margir þekkja þannig úr
garði gerður að það gátu allir hlustað á alla
sem í hann töluðu og að mínu mati fyrsti fjöl-
miðillinn í sveitum landsins.
Eins og alkunna er þá eru bændur þekktir
fyrir að barma sér ef á móti blæs og á því var
engin undantekning að þessu sinni. Flestir töldu
að nú lægi það fyrir að þetta árið yrði engin
uppskera, ekkert nema tap á kartöfluræktinni.
Steinunn, eins og önnur hjú þessa tíma, átti
sinn einkagarð á Lómatjörn og hún eins og aðrir
kartöfluræktendur í sveitinni lét í sér heyra, en
var bjartsýnni en hinir. Steinunn sagði ástandið
nú ekki eins slæmt hjá sér og hinum, þar sem
stöngullinn stæði nú enn hjá sér. Af því tilefni
setti faðir minn, Magnús Snæbjarnarson á Syðri
Grund, saman þessa vísu:
Þótt kali um kartöflulendur
og kreppi að íslenskum konum.
Á meðan stöngullinn stendur
á Steinunn ávöxt í vonum.
10 – Sjómannablaðið Víkingur