Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Side 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Side 32
32 – Sjómannablaðið Víkingur hafa fulla tryggingu fyrir því að búnað- urinn væri í lagi og engin hætta á að misskilningur kæmi upp. Síðasta dul- málssendingin í pakkanum um borð í Duke of York var þessi: „Sendist flota- málaráðuneytinu – SCHARNHORST SÖKKT.“ Þetta var það skeyti sem Bruce Fraser og menn hans dreymdi nú um að geta sent innan fárra klukkustunda. Nú var ekki annað að gera en að bíða þess að búið yrði að fylla alla olíutanka herskip- anna. Það var ískalt við innanverðan Eyjafjörðinn og Pollinn hafði lagt nánast alveg út að þeim stað þar sem herskipin lágu. Ljósin í bænum lokkuðu. Jólin nálguðust, það var logn og snjór yfir öllu. Bruce Fraser ákvað að fara í land með Russell, skipherra á flaggskipinu Duke of York. „Við fórum í land til að kaupa inn fyrir jólin, fatnað og ýmislegt smálegt. Þegar við héldum aftur um borð var fjöldi Íslendinga á skautum [á Pollinum]. Ég bað skipshljómsveitina að koma upp á þilfar og leika jólalög. Satt best að segja kallaði þetta allt næstum fram tár í augum okkar allra,“sagði hann við ævisöguritara sinn mörgum árum seinna. Höfundur í vinnustofu sinni. Í sögu Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna (SH), þriggja binda verki er kom út 1997, er að finna gríðarlegan fróðleik um sögu þjóðarinnar eins og hún kristallast í aðalatvinnuvegi Ís- lendinga, sjávarútvegnum. Höf- undar eru Ólafur Hannibalsson, Hjalti Einarsson og Jón Hjalta- son. Þar er líka getið skondinna atvika. Rifjum upp eitt slíkt er gerðist í Bandaríkjunum upp úr 1970 og snerti Coldwater, dótturfyrirtæki SH þar vestra. Ormar í beinni Um og upp úr 1970 tók að skorta fisk á mörkuðum, einkum þorsk. Hvað gat mögulega komið í staðinn fyrir hann? Ufsi, svöruðu Coldwatermenn, en banda- rískum húsmæðrum líkaði ekki dökki liturinn á íslenska ufsanum. Humm, nú fór í verra, hugsuðu okk- ar menn sem dóu þó ekki ráðalausir. Munið, „black is beautiful“, bentu þeir svörtum á og hvíta minntu þeir á að lax og túnfiskur væru fjarri því að vera hvítir – og væru þó allra fiska bestir. Við þessar aðstæður kom Alaska- ufsinn, hvítur sem mjöll, inn á banda- ríska markaðinn og sló vopnin úr hönd- um okkar manna. En það er nú önnur saga. Til að gera ástandið enn verra fyrir Coldwater og forstjórann, Þorstein Gísla- son, höfðu íslenskir fiskverkendur slegið slöku við og sent honum þorskblokkir sem eitt og annað mátti finna að. Þetta gengur ekki svona lengur, skammaðist Þorsteinn á aðalfundi SH 1975. „Við auglýsum beinlausan fisk, afbragðsgóðan og svo seljum við fisk fullan af ormum og beinum, sem farinn er að skemmast fyrir frystingu“. Þorsteinn var illa brenndur. Hann hafði nefnilega lent í heil- miklu fjölmiðlastríði út af ís- lenskum ormum. Aðdragandinn var eftirfar- andi. Svangur vegfarandi í Minneapolis hafði fengið sér „fish and chips“ og rekist á orm í skyndibitanum sem hann var í þann veginn að gæða sér á. Hann kvartaði en afgreiðslufólk- ið tók lítið mark á honum. Sá svangi rauk því með málið í blöðin þar sem það var blásið upp. Fylkisstjórnin í Minnesota velti fyrir sér að setja innflutningsbann á bolfisk og gerðar voru út sveitir manna í ormaleit. Þetta barst Þorsteini til eyrna, enda ormurinn frá honum kominn. Hann hafði engar vöflur á, sendi af stað 18 tonna vörubíla og hirti allan íslenska þorskinn af matsölustöðunum en setti í staðinn ýsu. Hvort sem það var vegna þessa snar- ræðis Þorsteins, eða annars, þá höfðu ormaleitendurnir ekkert upp úr krafsinu. En Þorsteinn var samt ekki búinn að bíta úr nálinni. Stærsti „fish and chips“ versl- unarhringurinn, er var í viðskiptum við Coldwater, fannst ekki nóg að gert. Fjöl- miðlar höfðu velt sér upp úr ormamálinu og nú var ekki um annað að gera en að sýna fólki að ormur í þorski væri gjör- samlega hættulaus – já, nánast eins og bætiefni í mat. Nú ferð þú, Þorsteinn, og forstjórinn okkar, stungu þeir upp á, til Minne- apolis, þar sem þið forstjórarnir setjist niður í beinni sjónvarpsútsendingu, með þorskstykki troðin ormum, og borðið. Því má bæta við að Þorsteinn hafnaði hugmyndinni.Minneapolis er stærsta borg Minnesotaríkis. Þar háði Coldwater ormastríð snemma á 8. áratugi 20. aldar.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.