Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Blaðsíða 14
14 – Sjómannablaðið Víkingur
slóst lítið eitt til en það átti eftir að fara í
verra þegar honum var slakað niður. Þeg-
ar lengdist í vírnum úr bómunni í bátinn
tók hann að sveiflast meira, ekki þó
þannig að við gerðum okkur neina rellu
út af því. En þá gerist það að þegar bát-
urinn er kominn niður á móts við lunn-
inguna slæst hann utan í borðstokkinn.
Þó ekki af meira afli en svo að hver tré-
bátur hefði þolað höggið, og þó þyngra
hefði verið, en þessi fyrsti plastbjörgunar-
bátur í íslenska flotanum mölbrotnaði og
datt úr honum stjórnborðssíðan.
Stökk fyrir borð
Við lönduðum aflanum í Grimsby og
seldum fyrir rúm 18.000 sterlingspund.
Á leiðinni heim gerðist leiðinda atvik.
Á meðan við kvöddum hafnsögumanninn
og sigldum norður fyrir Spurnhöfða, sem
er við mynni Humberfljóts, sátu kokk-
arnir að drykkju niðri í káetu. Þeim varð
eitthvað sundurorða og segir þá annar
kokkur við fyrsta kokk: Ég stekk bara í
sjóinn.
Þetta var um miðnætti. Morguninn eftir, um sex leytið, ræsti
Kristján kokkur mig og sagði mér að annar kokkur fyndist
hvergi – sá gekk undir nafninu súpukokkurinn og látum það
nafn duga hér. Það var leitað og kom á daginn að hann hafði
gert alvöru úr hótun sinni og stokkið útbyrðis. Súpukokkurinn
hafði áður verið kokkur á Borginni og hjá Ríkisskipum en þar
hafði hann líka stokkið í sjóinn, og af svipuðu tilefni, en þá sást
til hans og var honum bjargað.
Við gerðum tilheyrandi ráðstafanir, kölluðum út: Maður fyrir
borð – og hringsóluðum um svæðið í nokkurn tíma. Líkið af
aumingja manninum rak upp í vörina á smábæ sem er rétt
norðan við Humberfljót og var sent heim til Íslands svo að nú
hvílir súpukokkurinn í landi feðranna.
SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA
Sjómennt – Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins – Háteigsvegi – 105 Reykjavík – sími 514 9000
Átt þú rétt á styrk?
Félagsmenn Sjómenntar sem unnið hafa í að minnsta kosti sex mánuði
á síðastliðnum tólf mánuðum geta sótt um styrk til félagsins:
• starfstengt nám eða námskeið
• tómstundastyrkir
• meirapróf
• kaup á hjálpartækjum vegna lestrar- eða ritörðugleika
Samtök atvinnulífsins (SA), Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ)
og Sjómannasamband Íslands (SSÍ) standa að Sjómennt.
Sjómennt – fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga
Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is
Þorkell Máni nálgast land, en hvar?