Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Qupperneq 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Qupperneq 46
46 – Sjómannablaðið Víkingur Nýtt sjóræningjatilfelli Sjóræningjar hafa títt verið nefndir á þessum síðum í gegnum síðustu ár en sjóræningjar tengjast einnig ólöglegri útgáfu tón- listar og myndbanda sem í daglegu tali kallast sjóræningjaút- gáfur. Það er þó langt frá því að um sómalíska sjóræningja sé að ræða í slíkum tilfellum. Nýlega var þýskt útgáfufyrirtæki, Naut- ische Veröffentlichungen, dæmt í Eystri Landsrétti í Danmörku fyrir að stunda sjórán í skilningi ólöglegrar útgáfu. Fyrirtækið hafði nefnilega prentað og sett í sölu dönsk sjókort sem Kort og Matrikelstyrelsen í Danmörku á einkarétt á í samræmi við 200 ára konunglega tilskipun. Var þýska útgáfufyrirtækinu gert að eyða öllum þeim kortum sem þeir höfðu prentað sem og að innkalla þau 56 kort sem þeir höfðu þegar selt. Búnir að fá nóg Olíufélagið Shell hefur nú tilkynnt að þeir muni hætta að flytja olíu frá vinnslusvæðum sínum, Bonny og Forcados, undan ströndum Nígeríu á land þar vegna þjófnaðar. Shell er stærsti olíuframleiðandi á svæðinu og munu því aðgerðir þeirra hafa efnahagsleg áhrif í Nígeríu sem og fyrir flutningsaðila fram- leiðslu þeirra. Það er gífurlegt magn af olíu sem stolið er dag- lega eða um 180 þúsund tunnur (20 milljón lítrar) og fer þjófn- aðurinn fram hvort heldur sé frá birgðastöðvum eða olíulögn- um. Þá er einnig opinbert frá hvaða skipum olíunni er stolið og komið síðan á ólöglegan markað á Balkanskaga eða í Singapúr. Þá hefur Shell skjalfest að mörgum sinnum hafi hópar manna gert göt á olíulagnir, sem flytja olíuna langan veg, og rænt þannig olíu. Í framhaldi mengast umhverfið og saka þá yfirvöld fyrirtækið um að viðhald þeirra á lögnum sé ábótavant. Hafa forráðamenn Shell gefið í skyn að líklegast sé samstarf milli yfirvalda og þeirra sem stunda rán á olíunni. Risinn dregur saman seglin Það voru heldur betur tíðindi þegar forstjóri AP Møller til- kynnti þann 18 nóvember s.l. að fyrirtækið hyggðist breyta áherslum í rekstri og draga saman á útgerðarsviði gámaskipa en leggja meiri áherslu á olíu, borpalla og rekstur hafnaraðstöðu. Dregið verður úr fjárfestingum í Maersk Line sem er gámaskipa- hluti samsteypunnar og jafnframt stærsta gámaskipaútgerð heims sem hefur yfir að ráða 16% af markaðinum. Ástæða þessa viðsnúnings fyrirtækisins er sú að meiri hagnaðarvon er í olíu- iðnaðinum auk þess sem þar ríkir meiri stöðugleiki. Þegar þess- um umskiptum í samsteypunni verður lokið mun Maersk Line vera álíka að stærð og hinir þrír hlutarnir. Óneitanlega á þetta eftir að hafa mikil áhrif á samkeppnina í gámaskipaslagnum en einnig má gera ráð fyrir að spár um að kreppa muni áfram verða í rekstri gámaskipa allt fram til ársins 2027 hafi hjálpað þeim að breyta áherslum sínum. Þeir ætla þó ekki að gefa svo mikið eftir að þeir detti af toppnum. Reykingaaðvörun Það hefði einhverjum þótt skrítið að heyra að Danir væru farnir að vara sitt fólk við reykingum en í ágúst s.l. voru sett ný reyk- ingalög þar í landi sem heldur betur eiga eftir að láta til sín taka. Meðal annars sem lögin taka á eru aðvaranir fyrir þá reyk- lausu. Nú verða dönsk skip að setja upp varúðarskilti fyrir utan allar reykingakompur eða sali þar sem bent er á að reyk geti lagt frá þessum rýmum og að sá reykur sé skaðlegur mönnum. Óánægðir með fjölgun ferða Íbúar við Svendborgsund í Danmörku er alls ekki ánægðir með aukna þjónustu og ferðatíðni Ærø ferjunnar sem siglir á milli Svendborg og Ærøskøbing. Ákveðið hefur verið að tvöfalda ferðir skipsins frá því sem áður var. Íbúarnir eru ekki sáttir við þetta því ekki nóg með að meiri skipaumferð sé um sundið heldur er vatnsmassinn sem skipið ryður frá sér til mikils ama fyrir ströndina þar sem baðgestir spóka sig. Þá fá skemmtibátar þeirra líka að kenna á því þegar þeir rífa í landfestar við aukna hreyfingu sjávar undan bógi ferjunnar eigendum þeirra til ama. Hvað næst? Í tilefni af viðtali Ólafs Gríms við Guðmund Heimi, og fleiri, í síðasta tölublaði hefur Hilmar Snorrason sent línu: Mér kom skemmtilega á óvart að sjá mynd af frænda mínum Jóni Geirssyni og síðan að sjá að bræður hans voru í þessu spjalli. Við erum systrasynir og þeir allir bræður heimagangar á mínu æskuheimili. Eins og Guðbrandur segir þá var beygur í Jóni og var það sannarlega satt. Mamma sagði mér oft frá Jóni og frá síðustu heimsókn hans til hennar áður en hann fór í túrinn. Hann hafði verið heima hjá okkur áður en hann fór í túrinn og var þá í glasi. Sat hann við eldhúsborð þegar hann sló með hnefanum í borðið og sagði við mömmu að hann væri enginn túraskítur og færi í túrinn. Nefndur Andrés var bróðir mömmu minnar og bjuggum við í sama húsi en hann fékk fyrstur fréttirnar um að Júlí væri saknað þar sem ekki hafði tekist að ná í foreldra Jóns, sem bjuggu í Borgarnesi, en vitað var um frændsemina milli þeirra. Móðir mína dreymdi nóttina áður að mágur hennar, ný látinn, kæmi til hennar og settist í stólinn sem Jón sat í og sló með hnefanum í borðið. Mamma vissi strax og Andrés kom heim með þær fregnir að Júlí væri saknað að þeir hefðu farist. Pétur, bróðir Jóns er næst elstur okkar 28 systkinabarna og ég næst yngstur. Ég var rétt að verða tveggja ára þegar Júlí fórst. Góðu lesendur Víkings, endilega farið að dæmi Hilmars og hnýtið við greinar í blaðinu ef ykkur finnst tilefni til. Eins og hér má glögglega sjá þarf slíkt hvorki að vera langt né yfirgripsmikið til að gera góða frásögn enn betri og enn meira lifandi. Utan úr heimi

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.