Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Blaðsíða 37
Sjómannablaðið Víkingur – 37
við skipastólinn og undir lok áratugarins
Mánafoss, Selfoss (II) og Brúarfoss (II).
Jafnframt voru gömlu gufuskipin smám
saman seld.
Um miðjan 6. áratuginn höfðu Eim-
skipafélagsmenn þannig lokið fyrsta
áfanganum í endurnýjun skipastólsins.
Þá átti félagið átta nýleg mótorskip og að
auki gömlu gufuskipin Brúarfoss og Sel-
foss, sem voru seld árin 1956 og 1957. Á
þessum árum héldu fossar Eimskipa-
félagsins uppi siglingum með líkum hætti
og þeir höfðu gert á árunum fyrir stríð.
Gullfoss var í föstum áætlunarferðum á
milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar,
með viðkomu í Færeyjum og Skotlandi,
og kom sjaldan á innlendar hafnir utan
Reykjavíkur. Líku máli gegndi um Trölla-
foss sem var mest í siglingum á milli Ís-
lands og Norður-Ameríku og fór sjaldan
„á ströndina“, eins og það var kallað.
Önnur skip félagsins voru mest í sigling-
um á milli Íslands og ýmissa Evrópu-
landa og tíðir gestir á flestum helstu
höfnum innanlands.
Skipaútgerð ríkisins
Þegar heimsstyrjöldinni lauk árið 1945
gerði Skipaútgerð ríkisins út tvö flutn-
ingaskip, Esju (II) og Súðina. Þessi tvö
skip gátu illa annað öllum strandflutn-
ingum sem þeim var ætlað að sinna, auk
þess sem Súðin var gamalt skip (smíðað
1895), hægfara, dýrt í rekstri og hafði
takmarkað farþegarými. Af þeim sökum
var afráðið að ráðast í smíði á nýju og
hagkvæmara skipi sem uppfyllti þær
kröfur sem gerðar voru til þæginda um
borð í farþegaskipum á síðari hluta 5.
áratugar 20. aldar. Þá litu margir til Esju,
sem var smíðuð 1939, og þótti hafa
reynst einkar vel. Í framhaldinu var svo
samið við sömu skipasmíðastöð í Ála-
borg í Danmörku um smíði á nýju skipi.
Það hlaut nafnið Hekla og kom til lands-
ins 1948. Því svipaði um margt til Esju
og margir álitu skipin systurskip. Svo var
þó ekki, a.m.k. ekki í strangasta skiln-
ingi. Hekla var nokkru stærri og betur
búin að flestu leyti. Eftir að hún komst í
gagnið var Súðin seld og var þá um skeið
notuð sem móðurskip íslenskra fiski-
skipa við Grænland.
Hekla og Esja önnuðust strandsigling-
ar hér við land allan 6. áratuginn, fluttu
vörur, póst og farþega og sigldu að auki
sum árin til Bretlandseyja og Norður-
landa á sumrin. Bæði reyndust þessi skip
afbragðsvel en brátt varð ljóst, að þau
hentuðu ekki til siglinga á ýmsar minni
hafnir þar sem hafnaraðstæður voru oft
lélegar og flutningar tiltölulega litlir. Til
að annast þá þjónustu lét Skipaútgerðin
smíða tvö systurskip í Greenock í Skot-
landi á árunum 1947 og 1948. Þau
voru 366 brúttórúmlestir að stærð, mun
grunnskreiðari en stærri skipin og höfðu
rúm fyrir tólf farþega. Þessi skip hlutu
nöfnin Herðubreið og Skjaldbreið. Þau
sigldu einkum á minni hafnir en komu
þó einnig við á stærri stöðum eftir því
sem þurfa þótti.
Auk þeirra fimm skipa, sem hér hafa
verið talin, gerði Skipaútgerð ríkisins út
olíuskipið Þyril á árunum 1946-1965.
Þyrill var í olíuflutningum innanlands
en flutti stöku sinnum lýsisfarma til út-
landa. Hann var upphaflega smíðaður
fyrir bandaríska flotann árið 1943 en var
skilinn eftir í Hvalfirði í stríðslok.
Undir lok þessa tímabils, eða árið
1959, fékk Skipaútgerð ríksins nýtt skip,
sem einkum var ætlað til Vestmannaeyja-
siglinga. Það var skírt Herjólfur og flutti
vörur, póst og farþega á milli Reykjavík-
ur og Vestmannaeyja og á milli Þorláks-
hafnar og Eyja en fór hálfsmánaðarlega
til Hafnar í Hornafirði.
Eimskipafélag Reykjavíkur
Í síðasta þætti var sagt frá því að Eim-
skipafélag Reykjavíkur gerði út tvö skip
um skeið á 4. áratugnum, Heklu og
Kötlu. Heklu seldi félagið árið 1940 og
Kötlu 1945. Þá átti félagið ekkert skip
um hríð en árið 1948 lét það smíða í
Sölvesborg í Svíþjóð nýtt liðlega tvö
þúsund smálesta skip sem hlaut nafnið
Katla. Níu árum síðar, 1957, lét félagið
smíða á sama stað annað skip og minna,
sem var nefnt Askja.
Útgerð skipa Eimskipafélags Reykja-
víkur var með nokkuð öðrum hætti en
tíðkaðist hjá öðrum stærstu útgerðar-
félögum kaupskipa hér á landi á þessum
tíma. Skip þess sigldu að vísu mikið á
milli Íslands og annarra landa en voru
einnig mikið í leigusiglingum á milli
hafna og landa erlendis. Katla var til að
mynda langtímum saman í siglingum
á milli hafna í Ameríku, Rómönsku
Ameríku jafnt sem Norður-Ameríku, og
var víðförlust allra íslenskra skipa á 6.
áratugnum. Askja var á hinn bóginn
leigð Eimskipafélagi Íslands um margra
ára skeið og sigldi þá einkum á milli Ís-
lands og Englands.
Hluthafar í Eimskipafélagi Reykjavíkur
voru margir hinir sömu og í Eimskipafé-
lagi Íslands. Rekstur félaganna var samo-
finn og það svo mjög, að stundum var
talað um Eimskipafélag Reykjavíkur sem
„útibú“ frá Eimskipafélagi Íslands. Katla
var seld úr landi árið 1966 en sögu Eim-
skipafélags Reykjavíkur lauk ekki fyrr en
Eimskipafélag Íslands keypti það árið
1976. Þá var nafni Öskju breytt í Kljá-
foss.
Skipadeild S.Í.S.
Samvinnumenn voru ánægðir með
reynsluna af útgerð Snæfells á 4. ára-
tugnum og sagt var frá í síðasta þætti.
Þeir höfðu fullan hug á að hefja kaup-
skipaútgerð á ný jafnskjótt og styrjöld-
inni lyki. Af því varð þó ekki fyrr en árið
1946 en þá festi Útgerðarfélag K.E.A. á
Akureyri kaup á skipi sem var í smíðum
suður á Ítalíu. Það hlaut nafnið Hvassa-
fell, kom til landsins seint á árinu 1946
og átti heimahöfn á Akureyri. Útgerðar-
félag K.E.A. annaðist útgerð skipsins
fyrstu mánuðina en svo tók Skipadeild
S.Í.S. við henni.
Megintilgangur samvinnumanna með
kaupunum á Hvassafelli var að eignast
skip til flutnings á varningi til kaup-
félaga og annarra samvinnufélaga beint
frá útlöndum og til að flytja útflutnings-
Skipverjar á Þorkeli Mána virða fyrir sér kaupskip, líklega erlent, eða hvað haldið þið lesendur góðir?
Mynd: Ragnar Franzson.