Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Blaðsíða 17
Sjómannablaðið Víkingur – 17
á. Hefði getað brotnað eða fótleggurinn
farið af, ef fallið hefði verið meira á pok-
anum. En um það bil, sem vírinn var að
strekkjast, var pokinn kominn niður á
drekk. Rennblautur pokinn með húð-
unum var mörghundruð kíló, tómur.
Heppinn þar.
Ég hef ör á nefinu eftir trollhlera.
Spilmaðurinn var búinn að slaka hleran-
um niður, og ég var að príla upp í körf-
una til að ná í messiseravírinn. Þá hættir
hann skyndilega við og hífir hlerann upp
aftur. Hlerinn snerist við þetta og kemur
í andlitið á mér, rétt snerti það, en nóg
til þess að ég þeyttist aftur og rotaðist.
Heyri, að þeir eru að kalla. Það var Sæ-
mundur Auðunsson. Ég vissi ekkert. En
ég fór að skjálfa á eftir. Hlerinn var 800
kg og hefði getað mölbrotið á mér haus-
inn. Hann bara skar og brákaði nefið.
Aftur var ég heppinn!
Ég var á forleisinum. Þá kom brot og
skolaði mér fram í pontið; þeir voru allir
komnir aftur á og hugsuðu ekkert um
mig. Svo var stýrimaðurinn þarna.
„Er ekki allt í lagi með þig, Gvendur.“
Þannig var það alltaf ... þetta var tæpast
spurning hjá þeim lengur. Slitnaði annar
togvírinn og kæmi trollið upp á öðrum
vírnum, var stýrimaðurinn kominn á
dekkið, og upp hófust allskonar meld-
ingar, hífingar, húkkað í með gilsinum ...
öskur og læti. Þá kom í ljós, hverjir
höfðu reynsluna, allt óklárt í vonzku-
veðri og kulda. Báru það ekki utan á
sér, hvað þeir gátu, og ekki endilega
bindindismennirnir á dekki, sem klár-
uðu það, ef þar voru þá nokkrir bind-
indismenn eftir, þegar svona var komið
... anzi grunar mig það.
Spaugileg tilsvör lýsa hugarfarinu hjá
landanum. Stýrimaður tilkynnti í tal-
stöðinni, að þeir hefðu „... misst Fær-
eying fyrir borð!“ Í einu dagblaðinu
stóð: „Hundur beit Araba.” Afstaðan til
sjómannastéttarinnar var söm við sig.
Heyrði, að togari hefði komið í Hafnar-
fjarðarhöfn eftir 80 daga salttúr á Græn-
landi. Það var lágsjávað. Uppi á kæjan-
um stóð einhver frá útgerðinni, í frakka,
hvítri skyrtu og með hálsbindi, en var nú
hattlaus. Siggi Dodda var að binda skipið
og kallaði til frakkadelans: „Fáum við
ekki einhvern pening núna?“ Þetta var á
föstudagssíðdegi, og þeir voru að koma
úr 80 daga salttúr eins og ég sagði.
Frakkadelinn svaraði þá, að það væri víst
ekki hægt, því að fyrst yrði að borga
fólkinu. Átti við, að fyrst yrði að borga
landverkafólkinu, fólkinu í frystihúsinu.
Fólkið í landi gat stoppað vinnuna,
gengið út, sjómenn ekki, ekki úti á sjó.
Alltaf var hægt að fá einhvern til að
sigla, færu þeir í land. Siglt var með salt-
fiskinn til Esbjerg.
Á veiðum voru settar 6 + 6 vaktir,
unnið var þá í 6 tíma og hvíld í 6 tíma.
Hafði verið svo frá því í verkfallinu
1950. En væri mokfiskur, var frívaktin
kölluð út og báðar vaktirnar látnar
bjarga verðmætunum. Fyrir það fékk frí-
vaktin greitt. Svo fór að bera á því, að
ekki væri greitt fyrir slíka yfirvinnu.
Sumir vildu halda sig stíft við samning-
ana, en fengu þá pokann í hausinn í
næstu höfn. Voru reknir. Samningar voru
óljósir um þetta. Og væru menn á góðu
skipi, létu þeir allt yfir sig ganga til að
halda plássinu. Og þeir gengu á lagið,
báru því við, að útgerðin stæði svo tæpt
... væri rekin með bullandi tapi! Mikið
var oft erfitt hjá útgerðinni á þessum
árum. Hvernig skyldi það vera núna?
Vorum líklegast allir fullir
Ég þekkti fimm menn, sem féllu á milli
skips og bryggju og drukknuðu allir.
Smáar tilkynningar voru um þá í blöð-
unum. Einn var Jörundur Sveinsson, þá
loftskeytamaður á Víkingi, sem ég var
lengi með. Einn veturinn, um 1954,
höfðu 7 farið út af stigum, glerhálum
„málarastigum“, sem lagðir voru frá
bryggjunni út í skipin. Ég ætlaði einu
sinni að tala við hann Skarphéðinn, sem
var að gera við spil í togara, — já, hann
varð seinna undir skrúfunni á Júlí. Féll
ég þá út af landgöngustiganum og í
sjó-inn. Var með flösku í strengnum og
missti hana ekki. Ætlaði að gefa Skarp-
héðni sjúss. Þeir sáu til mín og réttu út
Höfnin í Grimsby árið 1964. Í forgrunni eru gamlir enskir togarar (Norðursjávartogarar) sem löngu var
búið að leggja. Mynd: Jónas Haraldsson