Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Blaðsíða 19
Sjómannablaðið Víkingur – 19
boð á undan sér“ – til dæmis, það var nú
eitt, sem þeim datt í huga að segja. Snæ-
björn var með Hvalfellið, en áður með
Tryggva gamla og Ver. Og alltaf var hann
heppinn. Kannski, að hann hafi bara ver-
ið með svona óvenjulega vönduð skip!!?
Var með Steina Eyjólfs á Skúla
Magnússyni út af Löpp í stórum grað-
ufsa. Fylltum skipið á 5–6 dögum.
Stoppuðum í Færeyjum. Steini átti gamla
kærustu þar, íslenzka hjúkrunarkona, og
á meðan við biðum, seldum við Færey-
ingum tollinn fyrir danskar krónur. Fínir
túrar.
Vorum á Sigurði norður af Hala við
hafísinn. Arinbjörn Sigurðsson skipaði
okkur að hífa upp og bakkaði svo út úr
ísnum. Enginn tími til að snúa skipinu,
hann rak svo hratt að okkur, ísinn. Var
sendur niður í vél og sá, hvar stálið
bungaði inn undan honum. Sigurður var
styrktur fyrir ís, mjög skammt á milli
bandanna, frábært skip, Sigurður. Metið
hjá okkur á honum var 500–600 tonn
upp úr lest. Arinbjörn fiskaði, fiskaði og
fiskaði.
Skipstjórinn á Bjarna Ólafssyni
sigldi upp að Rússunum og sá, hvernig
þeir gerðu þetta. Þeir höfðu tó, sem lá
yfir í skverið, og á því drógu þeir
skverið inn á gilsinum. Tóið fékk nafnið
„rússi“. Nú þurfti ekki lengur að hala
þetta inn með hópi manna á S-krók-
um.
Narfi var síðasti síðutogarinn, sem ég
var á. Guðmundur var alltaf að breyta
honum. Bankinn var orðinn nervös. Eftir
7 ár á Narfanum fór ég á skuttogarann
Rauðanúp. Vorum innan við 20 í áhöfn á
honum. Fiskuðum bara vel, og ég hef
aldrei haft hærra kaup, við vorum svo fáir.
Hásetarnir voru í tveggja manna klefum
með útvarpi, sjónvarpi og síma og með
vaski og klósetti! Reyndar hafði ég klef-
ann einn. Þessu hafði Guðmundur Jör-
undsson barizt fyrir 20 árum áður, þegar
hann lét smíða Narfann í Rendsburg.
Otur var lítill spænskur ísfiskstogari.
Þorsteinn Auðuns var stýrimaður þarna,
ágætur. Maður var ýmist á dekki eða
niðri í aðgerðarsal á þessum skuttogur-
um. Niðri líktist þetta frystihúsi, færi-
bandavinna. Þó var eitt. Fiskurinn var
settur í kassa, sem rogast var með, og að
því leyti var vinnan erfiðari en á síðu-
togurunum. Okkur þóttu þessi skip lítil,
voru miklu minni en síðutogararnir, tala
nú ekki um Sigurð ... magnað að sjá
hann í þungum sjó, þar sástu sjóskip.
Og hann gengur enn eftir 50 ár. Ósvikið
í honum þýzka stálið, engin málmþreyta
þar.
Ekki fyrr en á Snorra Sturlusyni
RE- 219, sem ég kemst aftur á stórt skip.
Var svipaður og Sigurður, áður en Snorri
var lengdur. Fór út með Snorra, þegar
þeir lengdu hann í Póllandi. Voru hálfan
mánuð að því, allt fyrirfram smíðað. Var
hann ekki lengdur um 10 metra? Þegar
Rauðinúpur var sóttur til Japans, var mér
hent í land. Tómir heimamenn af Rauf-
arhöfn, sem fóru og sóttu hann. Þegar
þeir komu til Japans, var aðeins búið að
leggja kjölinn. Tók Japani 9 daga að setja
skipið saman! Höfðu 500 manns í þessu.
Ágúst Geirsson var vélstjórinn. Hann er
hærri en ég, en Japanirnir voru lítið yfir
1 meter á hæð fannst mér og ólíkt að sjá
þá saman. Þeir voru svo 50 daga að sigla
honum heim. Stoppuðu alls staðar. En
þegar átti að fara að veiða, varð að kalla
á okkur gömlu karlana aftur. Kunnu
ekkert á það, að veiða. Gátu bara siglt.
En ég var á kaupi allan tímann í landi
og gerði ekki neitt. Snorri Sturluson er
stór frystitogari. Þar er flakað og full-
unnið eins og í frystihúsum. Stundum
voru stelpur með að snyrta. Man aðeins
eftir einni á dekki. Dugleg var hún, vildi
gera allt, en réði ekki alltaf við verkin.
Sýndi henni handverkin, en hún hafði
ekki alltaf krafta til þess. Tókum því vel.
Hún fór bara í annað.
1 Ungur maður ferst af slysförum. Morgunblaðið,
þriðjudagur 3. maí 1960, 99. tbl., bls. 24.