Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Blaðsíða 21
Sjómannablaðið Víkingur – 21
Þetta leiðir hugann að íslenska kaup-
skipaflotanum – sem er ekki til. „Það er
ekki frjáls þjóð sem ekki ræður yfir kaup-
skipaflota sínum“, ályktuðu formenn-
irnir, það verður að endurheimta flotann
aftur til Íslands.
Hvalur og Hafró
Formennirnir höfðu áhyggjur af þeirri
röskun í hafinu sem mögulega verður
þegar ein skepna er friðuð en aðrar
veiddar af kappi. Getum við leyft okkur
að friða hvali um aldur og ævi og ætlast
um leið til að það hafi óveruleg áhrif á
þá nytjastofna hafsins sem eru okkur Ís-
lendingum mikilvægastir? Nei, það er
ekki raunhæfur möguleiki og við megum
alls ekki leyfa okkur vanmat í þessum
efnum, benti fundurinn á. Stundum
hvalveiðar en högum þeim skynsamlega
rétt eins og öðrum veiðum við Íslands-
strendur.
Forsenda skynsamlegra veiða eru
rannsóknir. Það eru stöðugt að kvikna
spurningar sem við þurfum svör við.
Hvernig stendur til dæmis á breyting-
um í útbreiðslu loðnustofnsins og hnign-
un hans undanfarin ár? Af hverju hefur
verið viðvarandi nýliðunarbrestur í
þorskstofninum um áratuga skeið?
Þurfum við að óttast hlýnun andrúms-
lofts og sjávar?
Þessum spurningum og öðrum verður
þó ekki svarað nema við stöndum þétt
við bakið á Hafrannsóknastofnuninni.
„Það er því algjör lágmarkskrafa,“ kom
formönnunum saman um, „að tryggt sé
að rannsóknaskip stofnunarinnar séu
nýtt til rannsókna af fullum krafti allt
árið, en liggi ekki í höfn langtímum
saman vegna skorts á rekstrarfé.“
Harald Holsvik, Reynir Björnsson og Árni Bjarnason.
Myndir: Guðmundur Bjarnason skipstjóri á Árna Friðrikssyni
Skiljuhólfin
Við viljum hætta með öll skiljuhólf,
sögðu formennirnir, en leyfa veiðar
með með 135 mm möskva í poka.
Skiljur skemma fiskinn og geta jafnvel
valdið slysum í vondum veðrum.
Skyndilokanir eru miklu áhrifaríkari
aðferð til að vernda smáfiskinn.
Raunar efast margir skipstjórnarmenn
um notagildi skiljuhólfanna og telja
ávinning þeirra jafnvel engan. Þeir
benda líka á að búið sé að útrýma
skiljum af miðunum fyrir austan, og
það vandræðalaust, og því skyldi það
ekki verða með sama hætti fyrir
vestan?
Þurrgalli með innbyggðu floti, upphífingarlínu, félagalínu, ljósi og flautu
Áratuga reynsla og áreiðanleg þjónusta
PS5002 Björgunargalli fyrir íslenskar aðstæður
VIKING BJÖRGUNARBÚNAÐUR ehf
Ishella 7 . IS-221 Hafnarfjörður . Iceland
Tel.: +354-544-2270 . Fax: +354-544-2271
e-mail: viking-is@viking-life.com . www.VIKING-life.com