Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Blaðsíða 28
28 – Sjómannablaðið Víkingur fyrst norðan við brotin og það skipti engum togum, við fengum fullt troll af stórri ýsu. Varðskipið Óðinn Á meðan við vorum að losa trollið, kom varðskipið Óðinn, sem seinna fékk nafn- ið Gautur. Skipherrann Gunnar Ólafs- son, tilkynnti mér að hann ætlaði að senda stýrimann um borð og kanna veið- arfærin og eins væri báturinn ómerktur. Það hafði gleymst að merkja bátinn um vorið, því við héldum að við söluna, kæmu nýir umdæmisstafir og númer, og eins værum við ekki með rétt troll fyrir ýsuveiðar, en af því að við værum á sama dýpi og á humarbleyðunum, slyppi ég með áminningu, en ég yrði að merkja bátinn rétt. Við fórum í land eftir holið, en það reyndist 11 tonn af góðri ýsu. Við feng- um okkur lítið 55 feta hamptroll og fisk- uðum mjög vel þennan ágúst mánuð. Þessar bleyður við Eldeyjar skerin eru búnar að gefa mikinn afla í gegnum árin. Við byrjuðum á reknetunum strax í sept- ember og fiskuðum svona í meðallagi, en það var ansi ódrjúgt, því að við urðum að keyra til Hafnarfjarðar, ef aflinn var einhver, svo að það náðist ekki að halda uppi róðrum daglega, með því. Ég féllst á að fara með nýja skipstjór- anum í eina viku eftir áramótin 1960, en það var Gísli Auðunsson, einn Auðuns- bræðra, þeirra frægu togaraskipstjóra, en hann átti hlut í bátnum, minnir mig og var farið með síldarflottroll. Það gekk nú ansi brösuglega, þetta var löngu fyrir höfuðlínumælana. Þegar komið var yfir torfu og sást á hvaða dýpi hún var, voru gráðurnar og lengdin á vírnum mæld. Svo var slakað eða híft í vírana eftir því á hvaða dýpi síldin var og hlaupið með gráðurnar og langhliðina í töflubókina og fundin út skammhliðin, en það var dýpið á síldinni. Það var orðið lítið um lóðningar um þetta leyti og þegar ég fór í land, hafði engin síld komið um borð. Þjóðverjarnir, upp á punkt og prik Ég flaug svo til Hamborgar í byrjun febrúar. Það tók nú aðeins lengri tíma, en í dag. Ég flaug með Loftleiðum kl. níu að morgni, frá Reykjavík til Staf- angurs í Noregi, þaðan til Kaupmanna- hafnar og rétt um miðnætti lentum við í Hamborg. Þetta var árið 1960. Þar beið bíll og bílstjóri eftir okkur, en auk mín var með í för Erling Kristjánsson, skip- stjóri á Þórkötlu GK 97 frá Grindavík, sem einnig var í smíðum á sama stað og var komin mikið lengra í smíðum. Við vorum ekki komnir til Travemunde fyrr en um þrjú leytið um nóttina. Strax um morguninn fór ég út í skipa- smíðastöðina, en fékk ekki að fara inn, nema að sýna sérstakt vegabréf sem tók sinn tíma að útvega. Ég varð að fara í gegn um heil mikið skrifstofukerfi, það var norskur skipaverkfræðingur, sem hét Nilson og var hann milligöngumaður fyrir okkur, því þýskan mín var ekki upp á marga fiska. Eftir að ég var búinn að sanna hver ég væri og búið að kynna mig fyrir yfirmönnunum, var farið með mig í sjálfa stöðina. Ég fékk hálfgert sjokk, þegar ég sá hvað lítið var búið að smíða af bátnum. Jú, það var búið að reisa stefnin og böndin, kjalsíðurnar komnar og efsti plankinn í byrðinginn en báturinn átti að verða til um miðjan mars. Ég bað um viðtal við annan fram- kvæmdastjórann, sem hét mr. Marten. Sá talaði mjög góða ensku, sem kom ekki til af góðu, því að hann hafði verið tekinn til fanga á þriðja degi heimsstyrj- aldarinnar og verið fangi í Kanada allt stríðið. Ég sagði honum að ég væri að hugsa um að fara aftur heim, því ég héldi að báturinn yrði ekki til fyrr en um sumarið. Hann dró þá upp áætlun um Jón Guðmundsson KE 4. Varðskipið Óðinn á Ísafirði 1956. Skipið var smíðað á Akureyri 1937 en nefndist síðar Gautur. Þá var búið að semja við Dani um að smíða nýtt varðskip er fékk nafnið Óðinn og kom til landsins í janúar 1960. Mynd: Óþekktur ljósmyndari/Landhelgisgæsla Íslands.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.