Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Blaðsíða 22
22 – Sjómannablaðið Víkingur
Sovéskir kafbátar í fylgd
bandarískra herskipa
Sovétríkin komu sér upp allöflug-
um flota í Vladivostok á Kyrrahafs-
strönd Síberíu er Japanir höfðu
herleitt Mansjúríu á fjórða áratug
síðustu aldar. Í Kyrrahafsflotanum
voru m.a. allmargir kafbátar. Þjóð-
verjar réðust inn í Sovétríkin
sumarið 1941 og Japanir hófu
styrjöld gegn Bandaríkjunum, Bret-
landi, Hollandi og fleiri nýlendu-
veldum á Kyrrahafi í árslok. Ljóst
þótti í ársbyrjun 1942 að Japanir
væru ekki líklegir til árásar á
Síberíu og ákvað sovéska her-
stjórnin þá að styrkja flota sinn við
Atlantshaf með því að færa nokkra
kafbáta Kyrrahafsflotans til bæki-
stöðva á Kólaskaga í Norður-Rúss-
landi.
Sigling sovésku kafbátanna
komst þó ekki til framkvæmda fyrr
en haustið 1942 og eina færa leiðin
var að sigla kafbátunum um Kyrra-
haf og Panamaskurð og þaðan um
Karíbahaf og Norður-Atlantshaf til
hafnar á Kólaskaga, alls rúmlega
16.000 sjómílna leið. Sex kafbátar
Kyrrahafsflotans lögðu upp frá
Vladivostok í lok september og í
október og fóru tveir og fjórir
saman. Viðkoma var höfð í Petro-
pavlovsk í Kamtsjatka og Dutch
Harbor á Alútaeyjum en djúpt
undan ströndum Oregon varð einn sovésku kafbátanna
japönskum kafbáti að bráð. Hinir fimm héldu áfram förinni
með viðkomu í San Fransisco, Panama og Guantanamo á Kúbu
og náðu til Halifax á Nova Scotia um miðjan desember 1942 í
fylgd bandarískra herskipa.
Kafbátar á þeim tíma sem hér um ræðir gátu ekki ferðast
neðansjávar nema í skamma hríð og á litlum hraða ólíkt því
sem tæknin leyfði síðar. Kafbátar voru því í raun hefðbundnir
tundurskeytabátar sem sigldu að jafnaði á yfirborðinu en gátu
læðst neðansjávar að bráð sinni eða varist þannig árásum í
nokkrar klukkustundir í senn. Sovésku kafbátarnir sigldu því
þessa löngu leið á yfirborði sjávar og nutu fylgdar bandarískra
herskipa allt frá San Fransisco til Halifax.
Frá Halifax sigldu þrír kafbátanna beint til Skotlands og
náðu þangað í byrjun janúar en tveir þeirra, S-51 og L-15,
sigldu um norðlægari slóðir nærri suðurodda Grænlands, til
Íslands og þaðan áfram til nýrrar heimahafnar, Polarnij nærri
Múrmansk. Á leiðinn hrepptu þeir aftakaveður en kafbáturinn
S-51 náði til hafnar í Hvalfirði 8. janúar 1943 og L-15 tveimur
dögum síðar.
Við komuna í Hvalfjörð lagðist S-51 að bandaríska viðgerðar-
Friðþór Eydal
Sovéskir kafbátar í Hvalfirði
Sigling kafbáta sovéska flotans um hálfan hnöttinn
með viðkomu í Hvalfirði í síðari heimsstyrjöld
Sovéskir kafbátar af Leninets- eða L-gerð voru smíðaðir eftir breskum
kafbáti, L-55, sem sökkt var af skipum rússneska flotans á Eystrasalti
árið 1919 í átökum við Breta í kjölfar byltingarinnar. Sovétmenn
björguðu kafbátnum af hafsbotni og smíðuðu allmarga kafbáta eftir
honum á fjórða áratugnum. Kafbátar þessarar gerðar voru allstórir og
ætlaðir til lagningu tundurdufla. L-15 var 960 lestir og skipstjóri í
förinni frá Kyrrahafi hét Ivan Fomich Kucherenko.
Einn fjögurra kafbáta af S-gerð á ferð um Panamaskurð í desember 1942. „S“
stóð fyrir Srednyaya sem þýðir miðstærð en þeir gengu jafnan undir nafninu
Stalinets, þ.e. fylgjandi Stalíns. Kafbátar af þessari gerð voru hannaðir í sam-
vinnu við Þjóðverja en smíðaðir í Sovétríkjunum á öndverðum fjórða áratugn-
um þegar allt lék í lyndi með þessum einræðisríkjum. Þeir líktust um margt al-
gengustu úthafskafbátum Þjóðverja af VII-gerð en voru 840 lestir að stærð.
Skipstjóri S-51 í förinni frá Kyrrahafi var Komarov yfirlautinant.
K Ä R C H E R S Ö L U M E N N