Fréttablaðið - 30.08.2022, Side 6
Svifryksmagn fór í
274,4 míkrógrömm á
Háaleitisbraut í hádeg-
inu í gær
Sex lönd hafa endur-
nefnt götur eða torg
þar sem sendiráð
Rússa stendur.
Erum við að fara frá
norræna módelinu til
Ameríku þar sem gera
þarf starfslokasamn-
inga við heilan hóp af
fólki?
Haukur Arnþórs-
son, stjórnsýslu-
fræðingur
Það var lögð sérstök
áhersla á að verja
þennan aldurshóp.
Þórólfur
Guðnason, sótt-
varnalæknir
birnadrofn@frettabladid.is
COVID-19 Andlát einstaklinga 70 ára
og eldri voru óvenju mörg í mars,
apríl og maí á þessu ári miðað við
árin 2012–2019. Þetta kemur fram á
vef Embættis landlæknis.
Þar segir einnig að í sama aldurs-
hópi hafi dauðsföll verið óvenju fá
á tímabilinu júní til ágúst árið 2020
og í janúar, febrúar, mars, septem-
ber og október á síðasta ári.
Líklegt þykir að sóttvarnaaðgerð-
ir sem voru við lýði á þessum tíma-
bilum hafi verndað fólk, eldra en
70 ára, því ekki hafi einungis verið
lítið um Covid-smit í aldurshópnum
heldur hafi sýkingum almennt
fækkað mikið á þessum tíma.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir segir tíðni dauðsfalla ekki
einungis sýna áhrif Covid hér á
landi.
„Við vitum að það var óvenju lítið
um aðrar sýkingar á þessum tíma-
bilum á þessum árum, sennilega
út af þeim ráðstöfunum sem voru í
gangi,“ segir hann.
„Það var lögð sérstök áhersla á
að verja þennan aldurshóp og þess
vegna tókst okkur öllum í sam-
einingu að koma í veg fyrir andlát
Líklegt að sóttvarnaaðgerðir hafi verndað eldra fólkið
í þessum hópi,“ bætir Þórólfur við.
„Við getum ekki fullyrt að það sé
út af Covid eða einhverju öðru sem
dauðsföllunum fækkar eða fjölgar,
en við höfum líka séð á dánarvott-
orðunum frá upphafi faraldursins
að þá er Covid tilgreint sem sjúk-
dómur sem fólk lést af.
Þá varð fólk veikara og lagðist
inn á sjúkrahús með Covid, fékk
svæsna lungnabólgu og lést af þeim
völdum,“ segir Þórólfur.
Rúmlega tvö hundruð dauðsföll
hafa verið skráð hér á landi frá upp-
hafi faraldursins sem dauðsföll af
völdum Covid.
„Í þeim tilfellum getum við sagt
að Covid hafi verið aðal orsakavald-
urinn eða að Covid hafi hugsanlega
verið það sem átti í þátt í andlátinu
á einhvern máta, sama hvort það var
stór þáttur eða lítill þáttur.“
Þórólfur segir að þegar dánar-
tíðnin minnki á ákveðnum tíma-
bilum, líkt og gerðist í júní, júlí og
ágúst mánuði árið 2020, megi búast
við hærri dánartíðni á öðrum tíma-
bilum. „Fólk deyr einhvern tímann
og ef að við fáum fækkun á dauðs-
föllum á einum tímapunkti þá er
líklegt að við fáum fjölgun seinna,“
segir Þórólfur. ■
Jafnræði þegnanna er að engu
haft með skipan ráðherra í
stöðu þjóðminjavarðar, að
mati stjórnsýslufræðings.
Mikill hiti. Málið er sagt
vísbending um grundvallar-
breytingu í átt til amerískra
starfslokasamninga.
bth@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA Hneyksli, geðþótti,
afturhvarf til pólitískra ráðninga.
Þessi orð eru meðal þeirra
sem fallið hafa eftir að Lilja Dögg
Alfreðsdóttir, ferðamála-, við-
skipta- og menningarmálaráð-
herra, skipaði Hörpu Þórsdóttur
þjóðminjavörð án auglýsingar.
„Maður getur deilt um hvort
þetta séu pólitískar ráðningar en
í öllu falli bjóða þær hættu á geð-
þótta heim. Ég sé ekki betur en um
sé að ræða brot á allri stjórnsýslu,“
segir Haukur Arnþórsson stjórn-
sýslufræðingur.
Haukur segir meginreglu að fara
þurfi vel með almannafé og ráða
þann hæfasta. Til að vita hver sé
hæfastur þurfi að auglýsa störf
eins og stöðu þjóðminjavarðar. „Þá
reglu brýturðu ef þú auglýsir ekki,“
segir Haukur.
Hins vegar segir Haukur að þegar
stöður sambærilegar þjóðminja-
verði losni skuli allir jafnir frammi
fyrir ríkinu. „Sú skylda er ekki upp-
fyllt nú,“ segir Haukur.
Með því að enginn annar geti
sótt um sé enginn annar aðili máls,
enginn geti kallað eftir rökstuðn-
ingi. Haukur spyr einnig hvað ger-
ist þegar ráðherra sem hafi hand-
valið fjölda fólks í embætti fari frá
við stjórnarskipti.
„Erum við að fara frá norræna
módelinu til Ameríku þar sem gera
þarf starfslokasamninga við heilan
hóp af fólki og handráða nýtt fólk?
Hvaða glufu er verið að opna? Þetta
er grundvallarbreyting í íslenskri
stjórnsýslu,“ segir Haukur.
Doktor Þóra Pétursdóttir, dósent
í fornleifafræði og menningararfs-
fræðum við Oslóarháskóla, skrifar
Lilju Dögg ráðherra opið bréf í
Fréttablaðinu í dag. Þóra bætist í
hóp fjölmargra óánægðra úr forn-
leifa- og safnaheiminum hér á landi
sem hafa gagnrýnt vinnubrögð
ráðherra án þess að rýrð sé varpað
á persónu Hörpu eða fyrri störf
hennar. Þóra lýsir yfir vonbrigðum
og óskar skýringa.
„Eins og staðið var að ráðningu
nýs þjóðminjavarðar á dögunum
verður ekki séð að færi hafi verið
gefið á nauðsynlegri umræðu,“
skrifar Þóra.
Sigurjón Baldur Hafsteinsson,
prófessor í safnafræði við Háskóla
Íslands, sagði í Fréttablaðinu á laug-
ardag að ráðningin væri hneyksli.
Ýmis félög og samtök innan geirans
hafa sent frá sér harðorðar yfirlýs-
ingar síðustu daga.
Þrír síðustu ráðuneytisstjórar
hafa með sömu aðferð og Lilja
skipar þjóðminjavörð nú verið
handvaldir með tilfærslu embættis-
manna án auglýsingar. 36. grein
starfsmannalaga sem heimilar slíkt
er undanþáguákvæði.
Lilja var vegna ferðalaga ekki
sögð hafa tök á að svara spurning-
um Fréttablaðsins með beinum
hætti. Í svörum ráðuneytis kom
fram að Harpa Þórsdóttir hefði
áður en hún varð safnstjóri Lista-
safns Íslands stýrt safnastarfi og
tekið þátt í umbreytingarferlum.
Hún þekki vel til opinberrar stjórn-
sýslu og hafi starfað sem stjórnandi
safna um árabil og menntað sig sér-
staklega í breytingastjórnun.
„Með tilliti til farsællar stjórn-
unarreynslu, víðtækra starfa innan
safnageirans og góðrar þekkingar
á málefnum Þjóðminjasafnsins,
ákvað menningar- og viðskiptaráð-
herra því að nýta heimild í lögum
nr. 70/1996 um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins til að f lytja
embættismann milli stofnana og
skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminja-
vörð.“
„Ég kýs að tjá mig ekki um málið,“
sagði Harpa Þórsdóttir, nýskipaður
þjóðminjavörður, þegar viðbragða
hennar var leitað. ■
Ákvörðun Lilju sögð vera
klárt brot á stjórnsýslunni
Öll spjót beinast nú að Lilju Alfreðsdóttur ráðherra vegna skipanar hennar í störf. Nú síðast hefur skipan þjóðminja-
varðar valdið miklum gný. Myndin var tekin þegar fræðslustjórar brugðu á leik fyrir framan safnið.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
kristinnhaukur@frettabladid.is
ÚKRAÍNA Fimmtán lönd hafa heiðr-
að Úkraínu með því að nefna eða
endurnefna götur eða torg síðan
innrás Rússa hófst fyrir rúmu hálfu
ári síðan. Sum lönd hafa gert það
tvisvar og í heildina hafa 20 staðir
verið nefndir eftir Úkraínu eða
Kænugarði, höfuðborg landsins.
Það var 27. apríl sem ákveðið var
að torgið á horni Garðastrætis og
Túngötu fengi opinberlega nafnið
Kíyv torg og garður þar við Kænu-
garður. Dagur B. Eggertsson, borgar-
stjóri, hélt svo ræðu þegar athöfn
því til staðfestingar fór fram 11.
ágúst. Sendiráð Rússlands er þar í
næsta nágrenni.
Samkvæmt úkraínska utanríkis-
ráðuneytinu eru hin löndin Noreg-
ur, Svíþjóð, Frakkland, Lúxemborg,
Tékkland, Slóvakía, Pólland, Ung-
verjaland, Eistland, Lettland, Litáen,
Albanía, Bandaríkin og Kanada.
Noregur, Tékkland, Lettland, Litáen,
Albanía og Kanada hafa endurnefnt
götur eða torg þar sem rússnesku
sendiráðin standa.
Tvær nýjustu „úkraínsku göturn-
ar“ eru Boulevard de Kyiv í Lúxem-
borg og Ukrainian Way í New York
borg. Þær fengu nöfn sín á miðviku-
dag í síðustu viku, þjóðhátíðardag
Úkraínu. ■
Fimmtán lönd heiðrað
Úkraínu með nafngift
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og fulltrúar samtakanna Support for
Ukraine vígðu Kænugarð fyrr í þessum mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
jonthor@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL Sand fok frá sönd-
unum á Suður landi olli hækkun á
styrk svif ryks í Reykja vík í gær.
Klukkan tólf á há degi í gærdag
var klukku stundar gildi svif ryks
við Grens ás veg 121 míkrógramm
á rúm metra og á gatna mótum Bú-
staða vegar og Háa leitis brautar
var klukku stundar gildið 272,4
mí krógrömm. Sólar hrings heilsu-
verndar mörk fyrir svif ryk eru 50
mí krógrömm á rúm metra.
Þorsteinn Jóhannsson, sérfræð-
ingur hjá Umhverfisstofnun, segir
að líklega hafi sandfokið komið frá
Landeyjasandi.
„Það var mjög stíf suðvestanátt
og þá rýkur svona mikið upp,“ segir
Þorsteinn, sem útskýrir að fyrst hafi
sandurinn fokið um suðurströndina,
svo enn lengra og mælst í Hafnar-
firði, Kópavogi og loks í Reykjavík.
Hann telur að svifrykið eigi ekki
að hafa slæm áhrif á hraust fólk,
en þeir sem séu við kvæmir fyrir í
öndunar færum eða með astma eigi
að forðast úti vist á meðan á slíku
stendur.
Þá mælir hann ekki með því
að fólk fari út að hlaupa í þessum
kringumstæðum og bendir á að
fólk geti fylgst með gangi mála á
loftgaedi.is, en sá vefur uppfærist á
klukkutíma fresti. ■
Sandfok frá Suðurlandi til borgarinnar
6 Fréttir 30. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ