Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.08.2022, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 30.08.2022, Qupperneq 10
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Árið 2022 var ein­ stakt í sög­ unni þegar um 250 sjálfvirkir rifflar voru fluttir inn hingað til lands á grundvelli svokallaðs safnara­ leyfis. Samþjöpp­ un í sjávar­ útvegi er mikil og fáir útgerðar­ risar verða stöðugt ríkari og valdameiri í samfélag­ inu. Elín Hirst elinhirst @frettabladid.is Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Skattinum hagnast flestir af tekjuhæsta eina prósentinu af auð­ lindum þjóðarinnar og allir þeir sem greiða meira en 300 milljónir króna í fjármagnstekjuskatt eru útgerðar­ menn – nema einn. Skattur af fjármagnstekjum er 22% og ekkert útsvar rennur af þeim tekjum til sveitarfélaga. Þeir sem fá fjármagnstekjur greiða því lægri skatta en launamenn. Samþjöppun í sjávarútvegi er mikil og fáir útgerðar­ risar verða stöðugt ríkari og valdameiri í samfélaginu. Við Íslendingar höldum takmörkuðu gæðunum hjá fáum útvöldum og komum okkur ekki saman um sann­ gjörn auðlindagjöld. Við í Samfylkingunni köllum eftir breytingum og einfaldasta leiðin að réttlætinu er útboð á aflaheimildum. Að á hverju ári haldi kvótahafar 95% af úthlutuðum kvóta en 5% fari í útboð með leigusamn­ ingum til ákveðins tíma. Þar með finnum við verðið sem útgerðirnar eru í raun tilbúnar til að greiða fyrir veiði­ heimildir og opnum fyrir nýliðun í greininni. Auðvelt er að semja útboðsreglur sem draga úr samþjöppun og gæta að byggðasjónarmiðum. Útboð eru hin almenna regla og viðhöfð þegar ríkið úthlutar réttindum eða verkefnum til fyrirtækja, hvort sem úthluta á takmörkuðum gæðum líkt og losunar­ heimildum og tíðnisviði eða úthlutun stórframkvæmda og veitingu sérleyfa í samgöngum. Forréttindaúthlutun sem tíðkast í sjávarútvegi gengur gegn stefnu jafnaðar­ manna. Í dag greiða útgerðirnar rúmar 17 krónur í veiði­ gjald fyrir kíló af þorski sem rennur í ríkissjóð en leiguverðið er rúmar 400 krónur samkvæmt vef Fiskistofu um aflamarksviðskipti, útboði útgerðanna sín á milli. Þar gilda markaðslögmálin og krónurnar renna í vasa útgerðarmanna og þaðan í vasa erfingja þeirra líkt og stærsti hluti arðseminnar af nýtingu auðlindarinnar. Og óréttlætið og ójöfnuðurinn við­ helst og erfist. Stjórnvöld þurfa að standa í lappirnar og hafa kjark til að breyta lögum um tengda aðila sjávarútvegs­ fyrirtækja, vinna gegn samþjöppun, koma á útboði á aflaheimildum til að gera nýliðun mögulega og fá sanngjarnt veiðigjald í ríkissjóð. n Forréttindi útvalinna Oddný G. Harðardóttir alþingismaður Samfylkingarinnar Það var ógleymanlegt að sjá þegar fjöldi fólks safnaðist saman á Blönduósi, myndaði hring í kringum hlaupa­ brautina í bænum, kveikti á kertum og ungir og aldnir héldust í hendur. Þessi áhrifamikli atburður var haldinn í þeim tilgangi að sýna þeim samhug sem eiga um sárt að binda vegna voðaverkanna sem framin voru í hinu litla samfélagi og lýsir vel þeim sáru til­ finningum sem allir landsmenn finna fyrir. Skotárásin á Blönduósi vekur margar spurn­ ingar um okkar friðsæla samfélag. Þar er ekki allt sem sýnist. Staðreyndin er nefnilega sú að hér á landi eru skráðar tæplega 87 þúsund byssur auk þeirra fjölmörgu skotvopna sem gera má ráð fyrir að séu óskráð og ólöglega fengin. Þessar háu tölur vekja sannarlega óhug. Þar að auki hefur innflutningur á sjálfvirkum vopnum aukist gríðarlega á fáum árum. Með sjálfvirku skotvopni er átt við byssu sem skjóta má úr röð skota með því að taka einu sinni í gikkinn. Árið 2022 var einstakt í sögunni þegar um 250 sjálfvirkir rifflar voru fluttir inn hingað til lands á grundvelli svokallaðs safnaraleyfis. Börn eru ekki óhult. Ekki er lengra síðan en nokkrar vikur að karlmaður á sjötugsaldri skaut á tvo bíla fyrir utan fjölbýlishús í Hafnarfirði. Í öðrum þeirra var sex ára drengur ásamt pabba sínum á leið í leikskólann. Ráðamenn eru ekki óhultir. Skotið var á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra fyrir utan heimili hans í fyrra en tvö kúlnagöt fundust í afturhurð bílsins og byssukúlurnar innan í hurðinni. Þetta vekur líka þá áleitnu spurningu hvort fólk sem gegnir opinberum stöðum á Íslandi eigi á hættu að verða fyrir slíkum árásum. Skipulögð glæpastarfsemi er orðin raun­ veruleg ógn í samfélaginu og sagan sýnir að slíku athæfi fylgir beiting skotvopna. Maður var myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði: skotinn níu sinnum. Hinn myrti sem var fjöl­ skyldufaðir hafði lagði bílnum í bílskúrnum og var á leið inn á heimilið þegar árásin var gerð. Talið er að morðið tengist einhvers konar upp­ gjöri í undirheimunum. Sem betur fer hefur Jón Gunnarsson dóms­ málaráðherra boðað endurskoðun á skotvopna­ löggjöfinni á Alþingi í haust þar sem hann mun leggja fram frumvarp til breytinga á henni. Ráðherrann gerir sér grein fyrir því eins og allir landsmenn að nýir tímar eru runnir upp. Bara það að á þessari fámennu friðsömu eyju skuli vera að finna skotvopn í tugþúsunda tali er náttúrulega galið. n Byssueign vekur óhug ser@frettabladid.is Formennskan farin Fjaðrirnar reytast af Sjálfstæðis­ flokknum sem lengi hefur geng­ ið að völdunum svo vísum að stappað hefur nærri náttúrulög­ máli að hann haldi um taumana. Ekki einasta virðist Flokkurinn vera búinn að játa sig endanlega sigraðan í borginni við sundin blá, heldur er samfelldri for­ mennsku í Samtökum íslenskra sveitarfélaga lokið, en engin önnur stjórnmálahreyfing hefur átt leiðtogastöðuna þar jafn vísa, gott ef Vilhjálmur Þ. Vilhjálms­ son var ekki kjörinn formaður samtakanna án mótatkvæða í 16 ár. En sumsé, Heiða Björg Hilmisdóttir, Samfylkingunni, lagði Rósu Guðbjartsdóttur, Sjálfstæðisflokki, um helgina – og já, þá er það farið … Gömul saga og ný Í skýrslu starfshóps um aðgerðir til eflingar leikskóla segir að nýta þurfi allt námspláss til að uppfylla lög um að tveir þriðju hlutar starfsmanna hafi leik­ skólakennarapróf. Hins vegar sé „ljóst að ekki næst að upp­ fylla ákvæði laganna fyrr en í fyrsta lagi árið 2041 miðað við óbreyttar forsendur, það er að því gefnu að þau 180 námspláss sem háskólarnir hafa til ráð­ stöfunar fyrir leikskólakennara­ nema verði fyllt og ekkert brott­ fall verði.“ Þetta er ekki ný frétt. Þetta er frétt frá árinu 2012. n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 30. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.