Fréttablaðið - 30.08.2022, Side 13
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
ÞRIÐJUDAGUR 30. ágúst 2022
ALOE VERA
MELTING & BÓLGUR
85%VIRKTCURCUMIN
www.celsus.is
Skarphéðinn Smith er framkvæmdastjóri S. Guðjónsson en verslun fyrirtækisins er staðsett á Smiðjuvegi í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Góð lýsing og ljósabúnaður er
mikilvægur þáttur í tilverunni
S. Guðjónsson hefur frá árinu 1967 boðið landsmönnum upp á fjölbreytt vöruúrval og
þjónustu þegar kemur að lýsingu og ljósabúnaði. Lýsing getur haft bæði áhrif á heilsu
okkar og skapað réttu heildarmyndina fyrir heimili og vinnustaði. 2
Lýsing
Bláber eru holl og góð búbót.
thordisg@frettabladid.is
Ber eru rík af C-vítamíni, stein-
efnum og andoxunarefnum og
jafnvel talin hafa lækningamátt.
Tilvalið er að drífa sig í berjamó og
gera sultur, saft og hlaup.
Krækiber eru algeng í þurrlendi,
brekkum og móum. Berin verða
svört að lit fullþroska og úr þeim er
gerð saft eða hlaup.
Aðalbláber eru algengust á
Norðurlandi og Vestfjörðum. Þau
vaxa í skógarbotnum, móum og
lautum og verða fullþroska eftir
miðjan ágúst, blásvört, rauð að
innan og bragðmikil. Úr þeim eru
gerðar sultur, hlaup og saft. Bláber
eru mjög góð í bökur, en líka ein og
sér með rjóma.
Fagurblá bláber finnast víða um
land, sérstaklega í vot- og mólendi.
Úr þeim má gera sultu, hlaup, saft
og nota í bakstur, súpur og grauta.
Reyniber eru líka góð
Hrútaber finnast í skógarbotnum
og gróðursælum brekkum víða um
land. Þau eru fallega rauð, safa-
mikil og súrsæt, og einstaklega góð
í hlaup með villibráð.
Rifsber og sólber eru góð í hlaup,
saft og sólber í sultu. Best er að tína
berin áður en þau verða fullþroska,
því grænjaxlar gefa hleypiefni og
gott er að hafa stilka og blöð með.
Reyniber eru tínd að hausti
þegar þau eru orðin fallega rauð
og ekki er verra að næturfrost
hafi verið áður. Reyniberjahlaup
er mjög gott en leggja þarf berin í
bleyti í þrjá sólarhringa og skipta
um vatn daglega til að ná burtu
remmubragði. n
HEIMILD: LEIDBEININGASTOD.IS
Nú er berjatíð