Fréttablaðið - 30.08.2022, Page 14

Fréttablaðið - 30.08.2022, Page 14
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. S. Guðjónsson er rótgróið fyrir- tæki sem hefur frá árinu 1967 f lutt inn lýsingarbúnað og síðar raflagnaefni. Fyrirtækið þjónar breiðum hópi viðskiptavina, þar helst rafverktökum og rafvirkjum, rafhönnuðum, arkitektum og hönnuðum en einnig eru ýmis fyrirtæki í hópi viðskiptavina sem og einstaklingar. Í dag er fyrir- tækið hluti af Fagkaupum ehf. sem er samsteypa níu rekstrareininga, sem allar starfa að mestu leyti á fagaðilamarkaði. „Lýsing og ljósabúnaður er stór hluti af innflutningi okkar og má segja svolítið okkar DNA,“ segir Skarphéðinn Smith, framkvæmda- stjóri S. Guðjónsson. „Helstu verk- efnin okkar gegnum tíðina hafa verið stærri verkefni, svo sem skrif- stofur, verslanir, listasöfn, hótel, stofnanir og iðnaðarhúsnæði svo fátt eitt sé nefnt, en við erum einnig með talsvert af búnaði fyrir heimili. Við höfum þó sérhæft okkur aðallega í ákveðinni tegund lýsingar til heimilisnota, eins og innfelldum ljósum, kösturum, kastarabrautum og ýmiss konar LED-lausnum. Við höfum kannski síður verið í skrautljósunum á borð við hangandi borðstofuljós, borð- lampa eða standlampa.“ Tískan fer í hringi Þegar kemur að lýsingu fyrir heimili er mikilvægt að vanda vel til verka og þegar um nýbyggingu er að ræða þá borgar sig að leita ráða strax á hönnunarstigi, segir Skarphéðinn. „Lýsingin á heimil- inu þarf að vera hluti af heildar- brag og arkitektúr hússins. Þetta þarf allt að tala saman og við þurfum að hugsa um bæði útlit og hagkvæmni. Samspil lýsingar og dagsbirtu er einnig mikilvægt. Íslendingar búa við langan og dimman vetur þar sem raflýsingin þarf að sjá fyrir lýsingunni, en svo er mikilvægt að nýta dagsbirtuna þegar hennar nýtur við.“ Þegar kemur að lýsingu eru ákveðnir tískustraumar eins og víða annars staðar. „Í mörg ár hefur verið í tísku að blanda saman annars vegar því sem við köllum „hörð lýsing“ og er þá yfirleitt í formi innfelldra kastara og hins vegar óbeinni „mjúkri lýsingu“. Hörð lýsing er meira „spot“ lýsing þar sem við sjáum vel kúrfur og geisla ljósanna. En þessi óbeina lýsing sem við köllum er þá oft langar lengjur sem settar eru þar sem loft og veggir mætast og þannig f læðir ljósið eins og mjúkur foss niður veggina. Lýsingin er þannig falin í þar til smíðaðri rauf. Þetta er búið að vera nokkuð lengi í tísku og stendur alltaf fyrir sínu enda er mjög gott að hafa þessa mjúku lýsingu með.“ Tískan fer líka í hringi þegar kemur að lömpum, að sögn Skarp- héðins. „Þegar kemur að litavali lampa þá var svart vinsælt fyrir einhverjum áratugum. Svo voru allir í álgráum lit í kringum alda- mót og svona til 2007–2008. Þá kom hvítt sterkt inn en nú er svart orðið mjög vinsælt aftur, ásamt auðvitað hvítu sem er alltaf klass- ískt. Þá eru líka hlýir brass- og koparlitir að koma mikið inn.“ Getur haft áhrif á heilsu okkar Skarphéðinn segir landsmenn orðna meðvitaðri en áður um mikilvægi góðrar lýsingar og jafn- vel áhrif lýsingar á heilsu okkar. „Það á sérstaklega við um lýsingu á vinnustöðum. Við sitjum mögu- lega í 8-9 tíma á dag við skrif borð og þá getum við haft töluverð áhrif með því að stilla lýsinguna rétt.“ Þannig getur mismunandi hitastig á lýsingunni, hvort hún sé bláleit og köld eða meira út í rauðgulan eða hlýhvítan lit skipt máli. „Með því að stilla þetta til yfir daginn í bland við ljósstyrk- inn höfum við áhrif á hormóna líkamans sem heita kortisól og melatónín en þeir stjórna í hvaða ástandi líkaminn er hvað varðar svefn eða þreytu. Þannig getum við haft áhrif á þreytu og þar af leiðandi líðan og afköst.“ Þegar kemur að heimilum eru landsmenn almennt minna í þessum pælingum, segir Skarp- héðinn. „Engu að síður þurfum við að vera vel meðvituð um mikil- vægi lýsingar. Því lýsing hefur ekki bara áhrif á heilsu okkar, heldur er hún verulega mikilvægur þáttur í að skapa rétta heildarmynd. Falleg húsgögn, málverk eða falleg gólf- efni njóta sín enn betur ef lýsingin er faglega unnin. Þetta helst svo mikið í hendur.“ Góð útilýsing bætir umhverfið Útilýsing á Íslandi skiptir ef laust meira máli en víða annars staðar, segir Skarphéðinn. „Við búum svo lengi við myrkur og tíminn sem útilýsingar er þörf yfir sólar- hringinn er mun meiri hér en víða erlendis. Í desember förum við í vinnuna í myrkri og við komum heim í myrkri. Við hjá S. Guðjóns- son höfum því þó nokkra reynslu í gegnum tíðina af því að aðstoða fólk að lýsa upp hús sín og garða. Þá lýsum við til dæmis upp svæði þar sem þess þörf, svo sem göngu- leiðir, kringum setsvæði, við heita pottinn, við grillið, lýsum upp falleg tré jafnvel og fallegar grjót- hleðslur. En um leið er mikilvægt að leyfa myrkrinu að njóta sín og það er mikilvægt að skapa rétt andrúmsloft með samspili ljóss og skugga. Við hvetjum fólk til að kíkja til okkar með teikningar eða ljósmyndir af garðinum og við aðstoðum við að finna lausnir við hæfi.“ n Nánar á sg.is. Falleg óbein lýsing með sér- stökum horn- prófíl. MYNDIR/AÐSENDAR Góð vinnulýsing í eldhúsinu er mjög mikilvæg. Oft á „less is more“ við í útilýsingu. Við viljum fá samspil ljóss og skugga. Svart er mjög í tísku um þessar mundir. 2 kynningarblað A L LT 30. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGURLý s i n g

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.