Fréttablaðið - 30.08.2022, Side 19

Fréttablaðið - 30.08.2022, Side 19
Einstakt hús við Háteigsveg sem byggt er í dönskum herragarðsstíl er til sölu hjá fasteignasölunni Höfða. Húsið er steinhús, byggt árið 1950. Tvö- faldur rúmgóður bílskúr er við húsið en hann var byggður árið 1964. Fasteignasalan Höfði var stofnuð í júní árið 1997 af þeim Ásmundi Skeggjasyni, löggiltum fasteignasala, og Runólfi Gunnlaugssyni, við- skiptafræðingi og löggiltum fasteignasala. Stofan fagnar því 25 ára starfsafmæli á þessu ári. Sex fasteignasalar starfa hjá Höfða. Skrifstofan er til húsa í Bláu húsunum við Faxafen í Reykja- vík. Margar eignir hafa skipt um eigendur á þeim 25 árum sem fasteignasalan Höfði hefur starfað. Mikil reynsla skapar traust milli seljenda og kaupanda. Höfði er með aðgengilega heimasíðu þar sem hægt er að skoða þær eignir sem eru til sölu á hverjum tíma. Hús í herragarðsstíl Meðal þeirra eigna sem fast- eignasalan Höfði býður upp á er Háteigsvegur 44. Einstakt hús á mjög eftirsóttum stað sem byggt er í dönskum herragarðsstíl. Húsið er steinhús og var byggt árið 1950 en tvöfaldur rúmgóður bílskúr við húsið var byggður árið 1964. Þetta er stórt hús, alls 419 fermetrar. Húsið stendur á móti Háteigskirkju á fallegum stað, næg bílastæði eru fyrir utan og gott aðgengi er að eigninni. Húsið þarfnast viðhalds og endurbóta en það hefur verið í skamm- og langtímaleigu að hluta undanfarin ár. Eignin býður upp á marga nýtingarmöguleika. Tvær íbúðir eru á jarðhæð með sérinn- gangi. Á aðalhæð er fimm herbergja íbúð sem skiptist í tvær stofur, þrjú svefnherbergi, eldhús og bað- herbergi. Á efri hæðinni eru sex herbergi ásamt stúdíóíbúð með sér eldhúsi og baði. Dökkar innréttingar og stigi á efri hæð setja virðulegan svip á húsið. Garðurinn er stór og býður upp á mikla möguleika. Stórar flísalagðar svalir á húsinu bjóða einnig upp á ýmsa möguleika. Ásett verð er 220 milljónir. n Allar nánari upplýsingar um eign- ina veitir Ásmundur Skeggjason, löggiltur fasteignasali, as@hofdi.is og sími er 895 3000. Fasteignasalan Höfði fagnar 25 ára afmæli Húsið stendur á góðum stað við Háteigsveg. Góð aðkoma er að húsinu og næg bílastæði. Húsið hefur yfir sér virðulegan blæ. Stofan er rúmgóð með parketi á gólfi. Stórar svalir eru á húsinu sem nýtast vel sem verönd. kynningarblað 3ÞRIÐJUDAGUR 30. ágúst 2022 FASTEIGNIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.