Fréttablaðið - 30.08.2022, Qupperneq 30
Viðskiptavinirnir
eru númer eitt, tvö
og þrjú. Við hugsum ekki
bara um þá sem eru að
spá í að kaupa heldur
líka um þá sem eiga
fasteignir eða eru að
velta því fyrir sér láta
gera eitthvað fyrir fast-
eignina.
Spánarheimili er fasteigna-
og þjónustumiðlun sem
býður upp á alhliða þjónustu
við íslenska fasteignakaup-
endur og fasteignaeigendur
á Spáni en fyrirtækið er með
skrifstofu bæði á Spáni og í
verslunarmiðstöðinni Firði
í Hafnarfirði. Öll þjónustan
fer fram á íslensku en hún
er allt frá einkaviðtölum á
Íslandi til skoðunarferða
fyrir hugsanleg kaup, þjón-
ustu við kaupferlið ásamt
fasteigna- og leiguumsjón.
Starfsfólk Spánarheimila er stað-
sett bæði á Íslandi og á Spáni en
fyrirtækið hefur áralanga reynslu
af sölu fasteigna á Spáni sem og
fjármögnun fasteignakaupa og
aðstoðar fólk að finna drauma-
eignina á Spáni, aðallega á Costa
Blanca og Costa Calida svæðinu.
Hjá Spánarheimilum starfar
öflugur og reynslumikill hópur
Íslendinga ásamt íslenskum og
spænskum lögfræðingi sem starfar
bæði á skrifstofum fyrirtækisins á
Íslandi og á Spáni.
„Fyrirtækið tók til starfa árið
2008 og við höfum vaxið ansi
hratt,“ segir Bjarni Sigurðsson,
framkvæmdastjóri og eigandi
Spánarheimila. „Við höfum farið
inn á þá braut að hlusta kannski
svolítið eftir þörfum og óskum
viðskiptavinarins sem hefur leitt
til þess að við erum ekki bara fast-
eignamiðlun heldur alhliða þjón-
ustumiðlun líka til allra Íslendinga
sem eiga eða eru að kaupa fasteign
á Spáni,“ bætir Bjarni við.
Bjarni segir að fyrirtækið hafi
í mörg ár verið rekið með skrif-
stofum bæði hér heima og á Spáni
og Spánarheimili sé eina fasteigna-
miðlunin sem er með skrifstofur í
báðum löndum.
„Viðskiptavinirnir eru númer
eitt, tvö og þrjú. Við hugsum ekki
bara um þá sem eru að spá í að
kaupa heldur líka um þá sem eiga
fasteignir eða eru að velta því fyrir
sér að láta gera eitthvað fyrir fast-
eignina. Við stöndum nær kúnn-
unum okkar með því að þjónusta
þá bæði á Íslandi og á Spáni. Það
er íslenskumælandi starfsmaður
Kaupferlið hefst
á Íslandi
Bjarni Sigurðsson, efst til hægri í aftari röð, eigandi Spánarheimila ásamt hluta starfsfólks fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Hjá Spánarheim-
ilum er hægt að
fjárfesta í nýjum
og notum fast-
eignum.
6 kynningarblað 30. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGURFASTEIGNIR