Fréttablaðið - 30.08.2022, Page 33
Flúrlampar eru eina fyrir-
tækið á landinu sem sér-
smíðar ljós og lampa eftir
óskum viðskiptavina.
„Gott orðspor hefur fylgt Flúr-
lömpum frá upphafi, það hlýst
kannski helst af því að það er engin
fansí yfirbygging, okur né bull,
bara heiðarleg vinna, framúrskar-
andi þjónusta og sanngjarnt verð.“
Þetta segir Elma Björk Júlíus-
dóttir, eigandi fjölskyldufyrir-
tækisins Flúrlampa sem hún rekur
með manni sínum, Jóhanni Lúðvík
Haraldssyni og tveimur sonum
Jóhanns, en Jóhann keypti fyrir-
tækið í ársbyrjun 2004.
„Flúrlampar urðu til árið 1977
þegar gamla Rafha (Raftækja-
verksmiðja Hafnarfjarðar) var
skipt upp í nokkur fyrirtæki,
þar á meðal Flúrlampa ehf. sem
framleiddi lampa ýmisskonar til
notkunar innan- og utanhúss og
seldi perur og íhluti í lampa. Slíkir
lampar eru undir aragrúa þak-
kanta á húsum og stærri bygg-
ingum víðs vegar um landið og enn
í fullri notkun enda vönduð smíð
sem hentar fyrir íslenskar aðstæð-
ur. Í dag smíðum við sjaldan nýja
flúrlampa frá grunni, meira er um
að við séum að setja nýja ljósgjafa
í eldri lampa, ekki síst frá skólum,
stofnunum og byggingum þar sem
varðveita þarf útlit þeirra. Þá er
komið með gömlu lampahúsin til
okkar og við skiptum um ljósgjafa
og oftar en ekki þá dufthúðum við
líka lampana og þeir verða þá eins
og nýir.
Við dufthúðum reyndar ekki
bara ljós heldur líka hurðarhúna,
borðfætur, stóla og flest sem er úr
málmi, eins og hluti á bíla, kerrur
og vélsleða svo dæmi séu tekin.
Fólk er mikið að láta dufthúða
húsgögn og nýlega fundust til
dæmis fjörutíu gullfallegir stólar
í geymslu þekkts kaffihúss sem
við dufthúðuðum og eru í dag eins
og glænýir og einstaklega flottir,“
greinir Elma frá.
Þekking, reynsla og hugvit
Eftir að Jóhann keypti Flúrlampa
árið 2004 hefur fyrirtækið þróast
og vaxið og vöruúrval og þjónusta
aukist mikið. Í verslunni að
Reykjavíkurvegi 66 fæst flest það
sem tengist ljósum og lýsingu og
meira til.
„Okkur var ráðlagt að halda
upprunalega nafninu, Flúr-
lampar, enda rómað fyrir afbragðs
þjónustu, vönduð vinnubrögð
og ráðgjöf í áranna rás. Í daglegu
tali notum við þó nafnið Lampar
meira og það er heiti heimasíð-
unnar okkar, lampar.is. Fyrirtækið
byggir á traustum grunni og hefur
alltaf verið á sömu kennitölunni.“
útskýrir Elma, og Flúrlampar eru í
raun og sann einstakt fyrirtæki.
„Hér býr mikil þekking, reynsla
og hugvit og hingað koma raf-
virkjar, verktakar, hönnuðir og svo
einkaaðilar, fyrirtæki og verslanir
til að leita lausna og við gerum
okkar besta til að aðstoða alla.“
Landsins stærsti íhlutalager
Verslun Flúrlampa á Reykja-
víkurveginum er full af ljósum og
lömpum, bæði fallegri hönnun
sem Flúrlampar smíða sjálf, í bland
við glæsilegan ljósabúnað sem þau
Elma og Jói flytja inn til landsins.
„Úrvalið er glæsilegt og verðin
góð. Við erum í grunninn fram-
leiðslufyrirtæki og heildsala en
við erum jafnframt með verkstæði
þar sem við lögum lampa og ljós
og gefum þeim nýtt líf. Við erum
líklegast með stærsta íhlutalager
landsins og eina verslunin sem ég
veit um sem enn selur alla íhluti
sem þarf í lampa. Við erum líka
með mikið úrval af allskonar ljósa-
perum en undanfarin ár hafa orðið
miklar breytingar í sambandi við
perur og ljósgjafa og perukaup geta
því verið snúin fyrir marga. Því
heyri ég oft hjá fólki að því finnst
gott að geta komið í sérverslun eins
og hjá okkur, fengið persónulega
þjónustu og þá er minni hætta á að
viðkomandi kaupi peru og eða ljós
sem hentar ekki,“ segir Elma.
Frá árinu 2007 hafa Flúrlampar
smíðað kubbaljósin vinsælu, fyrir
veggi og loft.
„Þau eru enn í stöðugri fram-
leiðslu og ekkert lát á því. Við
vinnum líka mikið fyrir skip og
báta og smíðum til dæmis ný
LED-ljós í borð fyrir fiskvinnslur.
Einnig höfum við smíðað ljós fyrir
kvikmyndaver og leikhúsförðun.
Við komum því víða við þótt Flúr-
lampar séu bara lítið fjölskyldufyr-
irtæki með sex til sjö starfsmenn.“
Jólaljósin heilla marga
Dali-ljósastýringar eru í dag mjög
stór hluti af starfsemi Flúrlampa.
„Ljósastýringar eru oftast í
stærri byggingum en líka á einka-
heimilum. Oft eru það hönnuðir og
eða arkitektar sem hafa sett línuna
hvað útlitið varðar, en svo taka
rafverktakar við og við vinnum
með þeim að lausnum á því sem er
fyrirskrifað og forritum Dali-ljósa-
stýringar fyrir hvaða húsnæði sem
er. Stundum er hægt að finna ljós
í líkingu við þau sem arkitektinn
lagði upp með en stundum eru
þau bara ekki til og þá sérsmíðum
við þau frá grunni. Flúrlampar
eru eina fyrirtækið á landinu sem
býður upp á slíka sérsmíði og
þjónustu, svo ég viti til,“ upplýsir
Elma.
„Okkur þykir líka ótrúlega
gaman að vera með glæsilegar jóla-
ljósavörur og þær hverfa eins og
dögg fyrir sólu fyrir jólin og stund-
um fá færri en vilja. Ég held að fólki
þyki gott að koma í Flúrlampa því
hér fær það góða þjónustu. Við
tökum vel á móti öllum og leggjum
okkur fram um að leysa hvers kyns
vanda og velja það rétta þegar
kemur að vali á ljósum, lömpum og
öllum vörum.“ n
Flúrlampar eru á Reykjavíkurvegi
66 í Hafnarfirði. Sími 550 1300.
Netfang: lampar@lampar.is. Nánar
á lampar.is
Smíða draumaljós og gefa gömlum ljósum nýtt líf
Elma Björk
Júlíusdóttir hjá
Flúrlömpum
sem er einstök
sérverslun
þegar kemur
að ljósum og
lýsingu, með
framúrskarandi
þjónustu, þekk-
ingu, hugvit og
reynslu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON
Ítalskar skrautperur fást í glæstu úrvali hjá Lampar.is. MYND/AÐSEND
Verslun Flúr-
lampa á Reykja-
víkurveginum
er sneisafull af
fallegum ljósum
á góðu verði.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON
Hægt er að
koma með
hugmynd að
draumaljósinu
og láta fagfólkið
hjá Flúrlömpum
skapa það frá
grunni.
MYND/AÐSEND
Flúrlampar hafa frá árinu 2007 smíðað geysivinsæl kubbaljós sem fást bæði
sem veggljós og loftljós, og í einkar fallegu litaúrvali. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Ljósin í Flúr-
lömpum eru
bæði sérsmíðuð
á staðnum en
líka innflutt frá
fjölmörgum
flottum hönn-
uðum.
MYND/AÐSEND
ALLT kynningarblað 5ÞRIÐJUDAGUR 30. ágúst 2022 Lý s i n g