Fréttablaðið - 30.08.2022, Page 35

Fréttablaðið - 30.08.2022, Page 35
Hleðslustöðvarnar geta lesið hvað heimilið hefur mikið raf- magn afgangs og er hægt að stilla þær miðað við hvað þær mega taka mikið rafmagn. Lukson er lítið fjölskyldu- fyrirtæki sem hjónin Karl Matthías Helgason og Íris Björg Eggertsdóttir reka. Lukson sérhæfir sig í net- sölu á vönduðum rafbúnaði beint frá framleiðanda. Hægt er að versla á vefversl- uninni lukson.is og fá sent samdægurs eða daginn eftir. Einnig er hægt að nálgast vörurnar í Síðumúla 22 eftir samkomulagi. Lukson er hugsað sem vefverslun fyrir alla. „Þetta er venjulegur raflagnabúnaður sem passar inn á hvert heimili og fyrirtæki; rofar, tenglar, dósir og annað sem þarf til þess að leggja lagnirnar inn í vegg,“ segir annar eigandi fyrirtækisins, Karl Matthías Helgason. Hjá Lukson fást einnig til að mynda hleðslustöðvar fyrir rafbíla og LED-ljós. „Ég er rafiðnrekstrarfræðingur og bjuggum við fjölskyldan í Nor- egi þar sem ég kynntist Etman sem er stærsta vörumerkið okkar,“ segir Karl. „Við fengum samning við þá um að fá að selja þetta á Íslandi en vörur frá þeim hafa ekki áður verið seldar hér á landi. Við erum með samning beint frá verksmiðjum þannig að það er enginn milliliður í Evrópu. Þannig gátum við farið að bjóða vörur á hagkvæmu verði sem ég held að ætti að koma til góðs fyrir alla. Vinsæl lagnaefni Þetta er venjulegur raflagna- búnaður sem passar inn á hvert heimili og fyrirtæki; rofar, tenglar, dósir og annað sem þarf til þess að leggja lagnirnar inn í veggi.“ Þá fást hjá fyrirtækinu meðal annars hleðslustöðvar fyrir rafbíla og LED-ljós. Lagnaefni og rör og dósir. Hvað varðar lagnaefni segir Karl að um sé að ræða rofa og tengla sem sænskir og norskir vöruhönnuðir hafa hannað. „Þetta er innlagnaefni og passar inn á hvert heimili, skrifstofur og allar byggingar. Einnig fæst efnið rakaþétt. Standard efnið er hvítt en einnig höfum við verið að bjóða upp á svart sem er sérpönt- unarvara. Þetta efni upplitast ekki þannig að hvíti liturinn heldur sér og það fylgja með rammar þannig að þegar keyptur er tengill þá fylgir alltaf rammi með honum en í f lest öllum verslunum þarf að kaupa rammana sér. Þegar keyptur er rofi, tengill eða dimmer, fylgir með einfaldur rammi og vippur, svo allt er inni- falið og enginn falinn kostnaður eftir á.“ Nýtt á markaðnum Þegar kemur að rörum og dósum sem fást hjá Lukson segir Karl að fyrirtækið sé sterkt í töflustútum. „Þetta eru töflustútar sem menn hafa verið mjög sáttir með. Þeir eru mun sterkari og aðeins lengri heldur en þessir sem hafa verið á markaðnum. Við erum með á lager 16 og 20 mm barka. Einn- ig höfum við samtengihólka og töflustúta fyrir rör frá 16 og upp í 50 mm. Erum með margar gerðir af rofadósum á lager. Dósirnar eru fjölbreyttar og spara vinnu; ein dós er með sex stúta hjá okkur og sá stútur tekur bæði 16 mm og 20 mm rör sem á að spara tíma; að þurfa ekki að vera að skipta um stúta þegar verið er að leggja í veggi. Sömuleiðis eru allar dósir með stillihring sem hægt er að skrúfa út sem passar svo beint að endanlegri veggklæðningu, allt þetta hentar til bygginga á hagkvæmu hús- næði sem er svo mikilvægt þegar verið er að spara tíma og pening,“ segir Karl en ekki þarf að smíða og byggja undir þær og er auðvelt að Lukson með rafbúnað fyrir alla Karl Matthías Helgason og Íris Björg Eggertsdóttir eru eigendur Lukson sem selur alhliða raflagnaefni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Mikið úrval af alls kyns raflagnaefni meðal annars kapalspenna.Rofadós fyrir rafmagn. Rofadós en Lukson er með samning við verksmiðjuna. Snjallar hleðslustöðvar. Slökkvarar af ýmsum gerðum eru fáanlegir hjá Lukson. setja þær saman og raða eins og þarf. Hagkvæmt verð „Þá erum við með fjölnotadós sem hægt er að setja eftir á og hún á að vera á verði sem enginn annar getur keppt við.“ Hvað festingar varðar segir Karl að um sé að ræða kapalspennu til þess að festa rör og kapla og fást margar tegundir hjá Lukson. „Við erum með festingar og kapal- spennur frá 5 mm og upp í 20 mm. Kapalspennurnar koma 100 stykki í pakka en hægt er að fá kapalspennu fyrir rör sem passar fyrir 16 til 20 mm rör, þar sem við höfum 750 saman í fötu og er hægt að fá svo áfyllingu í fötuna, verður ekki hagkvæmara.“ Hvað töflu- búnað og rafstrengi varðar segir Karl að um sé að ræða samvinnu við Rafport. Aðgangsstýrðar hleðslustöðvar Karl segir að hleðslustöðvarnar fyrir rafbíla sem fást hjá Lukson séu mjög snjallvæddar. „Þær geta lesið hvað heimilið hefur mikið rafmagn afgangs og er hægt að stilla þær miðað við hvað þær mega taka mikið rafmagn. Hleðslustöðvarnar geta byrjað að hlaða þegar viðkomandi óskar eftir því. Þær eru 22 kílóvött eins og hámark er leyft á íslensk heim- ili. Þær eru aðgangsstýrðar þannig að það getur ekki hver sem er sett þær í gang; það þarf annaðhvort að hafa kort sem fylgir stöðvunum eða að hægt er að tengja þær appi og stýra þeim þaðan. Þær eru álagsstýrðar þannig að þær taka ekki frá og ofgera rafkerfi heim- ilisins.“ Hleðslustöðvarnar hafa einnig verið teknar bæði í sumarhús og veitingastaði. „Það er mjög auðvelt fyrir veitingastaði að selja aðgang að þeim. Úr appi er hægt að lesa hversu margar kílóvattsstundir hafa verið notaðar þannig að þú þarft ekkert að kaupa neinn auka- búnað til þess að gera það. Þeir sem eru að leigja sumarhús hafa verið að nota þessar stöðvar því þær eru aðgangsstýrðar og það er sá sem er með aðgengi að sumarhúsinu sem hefur þá aðgengi að stöðinni. Þannig að það eru margir kostir við að nýta álags- og aðgangs- stýrðar hleðslustöðvar. LED-ljós fást í Lukson Þessi innfelldu ljós eru mjög nett og orkusparandi og þægileg í uppsetn- ingu. Öll okkar ljós eru dimmanleg og eru á mjög góðu verði. Við erum með til dæmis með hringlaga kubba sem lýsa beint niður auk þess sem við erum stillanleg og dimmanleg ljós sem gefa sam- bærilega birtu og eru í sama hvíta litnum. Við höfum bara verið með þau í hvítu en við höfum einnig sér- pantað í öðrum litum. Þá erum við með LED-borða sem er 10 metra langur og honum er stungið í samband og hægt er að stjórna honum með fjarstýringu eða símanum. Fjarstýring fylgir og virkar með appi, Google Assistant og Amazon Alexa. Hann er dimm- anlegur, í honum eru 16 milljón litir sem einnig er hægt að láta stjórnast í takti við tónlist. Þetta er vinsælt á meðal yngri viðskiptavina.“ Nánar á lukson.is Innfelld ljós eru nett og þægileg. Öll ljós eru dimmanleg. ALLT kynningarblað 7ÞRIÐJUDAGUR 30. ágúst 2022 Lý s i n g

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.