Fréttablaðið - 30.08.2022, Síða 43

Fréttablaðið - 30.08.2022, Síða 43
Það eru í raun undur og stórmerki að við skyldum standa af okkur þessa brotsjói. En hér erum við, sterk sem aldrei fyrr. tsh@frettabladid.is Blúshátíðin Blús milli fjalls og fjöru verður haldin í ellefta sinn á Pat- reksfirði 2. og 3. september næst- komandi. Páll Hauksson, eða Palli Hauks eins og hann er gjarnan kallaður, stofnaði hátíðina fyrir tíu árum síðan. „Við ætlum að halda upp á afmæl- ið á nokkuð sérstakan hátt og vera svolítið grand á því og f lytja inn ekta, fræga blússöngkonu frá Banda- ríkjunum sem heitir Karen Lovely. Hún er búin að gera garðinn frægan þar og víðar,“ segir hann. Karen Lovely er fædd árið 1959 og hóf blúsferil sinn tæplega fimmtug og sendi frá sér sína fyrstu plötu árið 2008. Með henni á tónleikunum kemur fram gítarleikarinn Mark Bowden. „Hún er öflugur stuðningsmaður kvenna sem hafa lent í slæmum hjónaböndum og samböndum. Hún kom úr einu slíku þegar hún var fertug og átti svolítið erfitt þar til vinkona hennar dró hana út á kóræfingu með sér bara til að gera eitthvað. Hún mætti nokkrum sinnum á kóræfingu þangað til hún var fengin til að prufa að syngja með hljómsveit og þá var ekki aftur snúið,“ segir Palli. Að sögn Palla verður svolítið kvennaþema á Blús milli fjalls og fjöru í ár en auk Karen koma fram þrjár aðrar hljómsveitir. „Það verður kvennaband sem heitir Sisters of the Moon, þar er Brynhildur Oddsdóttir í farar- broddi. Kristina Bærentsen, sem er Færeyingur og búsett á Íslandi, hún er með mjög áhugavert kántrí- blúsband. Svo verður hljómsveitin Hvelfing, það eru ungir krakkar sem eru að ljúka námi í FÍH. Það er gaman að geta þess að Ríkharður Ingi úr bandinu er Patreksfirðingur sem ég er mjög stoltur af að fá að setja á svið.“ Eru Patreksfirðingar áhugasamir um blústónlist? „Ég er mjög mikill áhugamaður um blús og hef verið það í gegnum tíðina. Byrjaði á þessu af einhverri rælni fyrir tíu árum síðan og svo hefur þetta bara stækkað. Ég hugsa að þorranum af bæjarbúum þyki þetta skemmtileg tónlist og hafi lært að meta hana í gegnum tíðina.“ Myndirðu hvetja fólk til að gera sér ferð vestur á Patró? „Já, að sjálfsögðu geri ég það, þetta er metnaðarfull og mikil dagskrá hjá okkur. Fólk kemur töluvert að sunnan vestur á Patró. Það er fullt af fólki sem kemur ár eftir ár og maður er farinn að kynnast bara hellingi af fólki í gegnum þetta. Þetta er skemmtilegur dagsbíltúr að keyra vestur á firði í fallegu landslagi.“ Hægt er að lesa meira um dagskrá Blús milli fjalls og fjöru á Facebook- síðu hátíðarinnar. Miðasala fer fram á staðnum og á tix.is. n Blúsað á Patreksfirði í áratug Palli Hauks stofnaði hátíðina Blús milli fjalls og fjöru á Patreksfirði fyrir rúmum áratug. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri fer yfir komandi leikár hjá Borgarleikhúsinu. Hún segist standa stóreyg og spennt gagnvart leikhúsinu. „Við erum komin til að gleðjast, njóta, lifa og læra og upplifa saman. Í Borgarleikhúsinu tökum við með okkur efni frá fyrra leikári og þar ber kannski hæst Níu líf, sýningu ársins á Grímunni 2022, og barna- sýningu ársins Emil í Kattholti,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri. Leikárið 2022-2023 hófst nú á dögunum með áðurnefndum sýn- ingum sem Brynhildur gerir ráð fyrir að muni lifa út leikárið. „Síðan erum við með 14 nýjar frumsýningar auk þess sem fylgir okkur frá fyrra leikári. Þar má nefna Ég hleyp, með Gísla Erni, frábæru sýninguna hans Vals Freys Fyrr- verandi, Njálu á hundavaði eftir Hund í óskilum sem er að fara vel í landann og mjög vel í skólahópa, og svo dásamlegu ungbarnasýninguna Tjaldið sem er samstarfsverkefni við Miðnætti.“ List leikarans í fyrirrúmi Fyrsta frumsýning leikársins verður svo verkið Á eigin vegum, 17. sept- ember, einleikur með Sigrúnu Eddu Björnsdóttur byggður á samnefndri skáldsögu Kristínar Steinsdóttur. Leikgerðin er unnin af Maríönnu Clöru Lúthersdóttur og Sölku Guð- mundsdóttur en leikstjóri verksins er Stefán Jónsson. „List leikarans verður í fyrirrúmi því þarna er Sigrún Edda Björns- dóttir, okkar frábæra kanónuleik- kona, að stíga á svið í einleik í fyrsta sinn á fjörutíu ára ferli. Leikmyndin er listaverk út af fyrir sig en Egill Sæbjörnsson ljær okkur þar snilli sína. Fyrir aðdáendur Sissu, Krist- ínar Steins og Stefáns Jónssonar, sem eru ekki færri, þá verður þetta algjör konfektmoli á Litla sviðinu,“ segir Brynhildur. Það er skammt stórra högga á milli því næsta frumsýning hausts- ins verður 23. september þegar gamanleikurinn Bara smá stund verður frumsýndur á Stóra sviðinu. „Þetta er sprenghlægilegur gam- anleikur eftir Florian Zeller sem skrifaði til að mynda Föðurinn. Þorsteinn Bachmann leikur hinn Nýtt leikár stútfullt af myrkri og ljósi Brynhildur Guðjónsdóttir segir það undur og stórmerki að Borgarleikhúsið skuli hafa staðið af sér brotsjói Covid-áranna. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR franska Michel sem býr í fallegri íbúð í París. Hann skortir ekkert en akkúrat þennan laugardag þegar hann finnur fágæta djassplötu á markaði og langar ekkert annað en að fá bara smá stund til að hlusta á hana þá þurfa allir í kringum hann, fjölskylda og bestu vinir, að ljóstra upp um einhver leyndarmál,“ segir Brynhildur. Álfrún Örnólfsdóttir leikstýrir einvalaliði leikara en auk Þor- steins fara með hlutverk Bergur Þór Ingólfsson, Jörundur Ragnarsson, Sigurður Þór Óskarsson, Sólveig Arnarsdóttir, Sólveig Guðmunds- dóttir og Vilhelm Neto. Allir deyja Í lok október verður önnur stór frumsýning þegar verkið Síðustu dagar Sæunnar eftir Matthías Tryggva Haraldsson, annað leik- skáld Borgarleikhússins, verður frumsýnt á Litla sviðinu. Guðrún S. Gísladóttir leikur aðalhlutverkið Sæunni auk þess sem Jóhann Sig- urðarson og Snorri Engilbertsson fara með hlutverk. „Þarna er fjallað um dauðann á gamansaman hátt. Það deyja allir, það er óumflýjanlegt, það eitt vitum við um lífið. Það er stórkostlegt að fylgjast með leikskáldi þroskast og þróa sína list. Hér gerir Matthías vel og hún Sæunn sem Guðrún leikur á einhvern ótrúlegasta mónólóg sem ég hef séð síðustu ár í þessu verki, við verðum ekki svikin,“ segir Bryn- hildur. Brött og stóreyg Í inngangstexta kynningarrits Borgarleikhússins kemur fram að leiðarstef komandi leikárs sé að lifa af. Spurð um hvers vegna það hafi orðið yfir valinu segir Brynhildur að þegar verkefnavalsnefnd leikhúss- ins hafi verið að stilla upp komandi leikári hafi þau séð að þetta var það sem sameinaði verkin. Að lifa af andspænis áföllum og erfiðum aðstæðum. Nefnir hún þar til að mynda verkið Góða ferð inn í gömul sár eftir Evu Rún Snorradóttur, hitt leikskáld Borgarleikhússins, sem fjallar um eyðnifaraldurinn í Reykjavík á síðustu öld. „Þetta er okkar leiðarstef en til þess að lifa af þá þurfum við að hlæja og við bjóðum upp á leikár sem er stútfullt af myrkri og ljósi og öllu þar á milli. Til þess að geta farið á myrkustu staðina þá þurfum við að fara í mest dillandi hláturinn,“ segir hún. Er Borgarleikhúsið búið að jafna sig eftir Covid-árin? „Borgarleikhúsið stendur ótrú- lega vel miðað við aðstæður af því að rekstrarform þessa leikhúss er sextíu prósenta sjálfsafli. Það eru í raun undur og stórmerki að við skyldum standa af okkur þessa brotsjói. En hér erum við, sterk sem aldrei fyrr, með fullt hús af ham- ingju og töfrum. Við erum í start- holunum og hlökkum til að taka á móti gestum. Við erum alltaf brött og stöndum bara stóreyg og spennt gagnvart leikárinu, því það er nú einu sinni svo að við sem störfum við leikhús hættum aldrei að vera börn þegar það ber á góma.“ n Nánar á frettabladid.is Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is tsh@frettabladid.is Kristín Svava Tómasdóttir, skáld og sagnfræðingur, og Ásta Kristín Benediktsdóttir bókmenntafræð- ingur efna til kvöldgöngu í dag í samvinnu við Borgarbókasafn þar sem skáldsagan Mánasteinn eftir Sjón verður lesin upp í heild sinni. Gangan er haldin í tilefni stóraf- mælis Sjóns en hann varð sextugur þann 27. ágúst síðastliðinn. Gangan hefst á Skólavörðuholti við Hallgrímskirkju klukkan 18 og staldrað verður við á vel völdum stöðum þar sem sögupersónan Máni Steinn kemur við í bókinni. Að sög n sk ipuleg g jenda er reiknað með að gangan taki á bil- inu þrjár til fjórar klukkustundir. Gestir eru hvattir til að taka með sér nesti og heitt á brúsa, hlý föt og jafnvel teppi eða útilegustóla. Öllum er heimilt að koma og fara að vild, ganga stuttan spöl eða langan en reglulegar uppfærslur um framvindu göngunnar verða birtar á Facebook-viðburði hennar. Áhugasömum upplesurum er einn- ig velkomið að lesa kafla. Mánasteinn kom út árið 2013 og segir frá drengnum Mána Steini sem lifir í kvikmyndum. Sögu- sviðið er Reykjavík hamfaraárið 1918 þegar eldgosið í Kötlu glumdi í bakgrunni frostavetursins mikla og spænska veikin geisaði um heims- byggðina. Sjón hlaut Íslensku bókmennta- verðlaunin í f lokki skáldverka fyrir Mánastein. n Lesa upp Mánastein í heild sinni Sjón hlaut Íslensku bókmenntaverð- launin fyrir Mánastein árið 2013. ÞRIÐJUDAGUR 30. ágúst 2022 Menning 19FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.