Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.08.2022, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 30.08.2022, Qupperneq 46
„Þetta var auðvitað ákveðið áfall þegar tilkynnt var að hann væri að hætta,“ segir Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson sem sendi Sigga Hlö kveðju í bundnu máli á meðan hann sendi útvarpsþáttinn Veistu hver ég var? út í síðasta sinn á laugardaginn eftir fjórtán ára úthald og stöðugar vinsældir. toti@frettabladid.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrver- andi forsætisráðherra, sendi Sigga Hlö hjartnæma og innblásna kveðju á laugardaginn á meðan Siggi var í beinni útsendingu á Bylgjunni í síð- asta sinn með þáttinn sinn sívinsæla Veistu hver ég var? „Þetta var auðvitað ákveðið áfall þegar tilkynnt var að hann væri að hætta. Maður er svona rétt að kom- ast af afneitunarstiginu,“ segir Sig- mundur Davíð sem sendi Sigga þrjár ferskeytlur með kveðju og hvatningu til þess að taka þráðinn upp að nýju síðar. „Ég ætla að fá að lesa hérna eitt ljóð sem mikill unnandi þáttarins var að senda mér,“ sagði Siggi í beinni og lét þess getið að umræddur hlustandi væri stjórnmálamaður og héti Sig- mundur Davíð. „Hann er nú hagyrt- ur, blessaður, þó að við séum nú ekki í sama flokki,“ hélt útvarpsmaðurinn áfram áður en hann las upp þriðju og síðustu ferskeytluna. Að lestri loknum sagði Siggi að þetta væri „rosalegt!“ og bað fólk um að „klappa fyrir kallinum“. Óskalög stjórnmálamanna „Ég henti á hann þremur ferskeytl- um. Ekkert sérstaklega góðum,“ segir Sigmundur og áréttar að kveðskapurinn dragi dám af hugar- ástandi hans þá stundina. „Þegar maður var að átta sig á að þetta væri síðasti þátturinn. Þannig að gæðin mættu nú vera betri en þetta voru svona viðbrögð til að takast á við þetta ástand.“ Auðheyrt var á Sigga að hann var vel meðvitaður um aðdáun Sig- mundar Davíðs sem staðfestir að þetta hafi ekki verið í fyrsta skipti sem hann setur sig í samband við Sigga á meðan hann er í loftinu. „Já, já. Maður hefur stöku sinnum fengið að lauma inn óskalagi hjá honum þegar sérstakt tilefni er til,“ segir Sigmundur. Þá hefur Siggi sjálfur greint frá því að honum finn- ist það einna minnisstæðast í fjór- tán ára sögu þáttarins þegar hann hringdi í Sigmund og Bjarna Bene- diktsson þar sem þeir voru í sumar- bústað að mynda ríkisstjórn 2013. Þá þáði Bjarni boð um óskalag með því að biðja um Wild Boys með Duran Duran sem varð til þess að ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Fram- sóknarf lokks var löngum kennd við lagið og allur vafi tekinn af um pólitísk áhrif Veistu hver ég var? Fullkominn tónlistarsmekkur „Þetta er, var, skemmtilegur þáttur,“ heldur Sigmundur Davíð áfram. „Tilbreyting frá amstri dagsins á laugardögum. Skemmtilegt kæru- leysi og auðvitað góð tónlist. Hann Sigurður Helgi Hlöðversson er nú líklega sá maður sem kemst næst því að vera með fullkominn tónlistarsmekk. Ég náttúrlega er sá eini sem hefur fullkominn tónlistar- smekk,“ segir Sigmundur Davíð af nokkurri sannfæringu. „Ég meina, ef það væri ekki þannig, svona frá mínum bæjardyrum séð, þá myndi ég hafa annan smekk. En Siggi Hlö er sá sem kemst næst því, svona af þeim sem maður þekkir til.“ Sigmundur Davíð tekur undir að níundi áratugurinn sé ákveðin gullöld í tónlist og langvarandi vin- sældir tónlistarinnar sem kennd er við „með sítt að aftan“ séu óum- deildar þótt þau sem aðhyllist þessa skoðun fái oft bágt fyrir. „Algjörlega. Þetta er besti áratug- urinn í tónlist. En eins og þú segir, við sem kunnum að meta þetta höfum mátt þola fordóma alla tíð frá þeim sem telja þetta á einhvern hátt ekki nógu …“ heldur Sigmundur áfram og hugsar sig síðan um. „Ég veit ekki hvað menn hafa fyrir sér í því, en það hefur verið svona ákveð- ið snobb og litið niður á þennan ára- tug í tónlist. Bæði á sínum tíma og svo auðvitað seinna líka og maður hefur bara gengið í gegnum þetta í þeirri fullvissu að þetta væri best.“ Skotheld rök Rökstuðninginn sækir Sigmundur Davíð síðan úr nokkuð óvæntri átt en staðfestir um leið að honum er full alvara og veit hvað hann er að tala um. „Og hafi maður einhvern tímann efast þá er nóg bara að Sigmundur Davíð vonar að Siggi Hlö snúi aftur Sigmundur Dav- íð Gunnlaugs- son, formaður Miðflokksins og fyrrverandi for- sætisráðherra, sendi Sigga Hlö hjartnæma og innblásna kveðju á laugar- daginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Síðasti þáttur Veistu hver ég var? á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR hlusta á Modern Talking eða ABBA. Ég tala nú ekki um það. Kemur manni alltaf í gott skap. Það sem ég var helst ósáttur við hjá Sigga Hlö var þegar hann ákvað að útvíkka þáttinn eitthvað og fara að hleypa inn einhverju frá áratug- unum fyrir og eftir. Tónlist sem átti ekkert heima í þættinum. Hollensk danstónlist frá 10. áratugnum og eitthvert svona rugl. Það á aldrei heima þarna.“ Vandséð er hvernig skarð Sigga Hlö verður fyllt með góðu móti en Sigmundur Davíð telur víst að fólk reyni að bjarga sér með lagalistum á Spotify. „Og hlusta á upptökur af gömlum þáttum inni á milli en það er ekki alveg það sama þegar maður fær ekki að heyra í fólki í heita pott- inum í beinni útsendingu,“ segir Sig- mundur sem þó lifir í voninni sem hann lýsir í kveðju sinni til Sigga. „Ég er nú enn að vona að hann komi aftur. Ég veit ekki hvort ég á að hefja svona undirskriftasöfnun eins og er í tísku núna en ég bind allaveg- ana vonir við að einn daginn þá verði hann kallaður til baka til að sinna skyldum sínum fyrir þjóðina.“ n Kveðja Sigmundar til Sigga Hlö Þjóð vor þráði laugardag, þá klukkan fjögur léttist lund. Að velja lög var Sigga fag. Við áttum saman gleðistund. En eftir árin tvisvar sjö; óvænt barst sú harmafrétt, að hætta myndi Siggi Hlö. Hvernig má það vera rétt? Við elskum þig öll herra Hlö og bíðum bara eftir því, að Siggi segi „taka tvö“, svo gleðjist okkar þjóð á ný. Þú finnur allar nýjustu fréttir dagsins á frettabladid.is. Innlendar og erlendar fréttir, léttar fréttir, íþróttafréttir, viðskiptafréttir, skoðanapistla, spottið og auðvitað blað dagsins ásamt eldri blöðum. Hvað er að frétta? frettabladid.is 22 Lífið 30. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.