Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Síða 7
Inngangsorð
Á SÍÐASTLIÐNU ÁRI keypti Norræna félagið af danska Norræna félaginu mynda-
bók, er það gaf út um Island. Þetta rit kom eins og félagsmönnum er kunnugt, út sem
„Norræn jól“ fyrir síðustu jól og sem félagsbók.
Nú er aftur tekinn upp hinn fyrri siður að láta „Norræn jól“ koma út í sínu fyrra
formi og er ritið að þessu sinni helgað 30 ára starfsafmæli Norræna félagsins á íslandi.
Á þessu starfstímabili hafa fjölmargir af ágætustu mönnum þjóðarinnar lagt fram
störf í orði og verki til þess að treysta bönd frændsemis og menningar á milli íslands og
hinna Norðurlandanna. Ljóst er af orðum þeirra er í „Norræn jól“ rita nú liverja trú
þeir hafa á norrænni samvinnu, enda hefur hún sýnt að hún er traustsins verð. Enginn
þjóðahópur hefur sýnt það svo greinilega í framkvæmd, eins og Norðurlöndin, hvernig
hægt er að lifa og starfa saman í sátt og samlyndi, veita gagnkvæma hjálp á margvís-
legan hátt, en halda þó fullkomnu sjálfstæði og virðingu. Þar reynir enginn að kúga
hinn mcð afli þrátt fyrir mikinn styrkleikamun, en deiluatriði leyst á friðsamlegan
hátt. Þar kemur í ljós áhrif aldagamallar menningar og árangur af þaulhugsaðri og skipu-
lagðri norrænni samvinnu um langt skeið.
Okkur íslendingum er norræn samvinna menningarleg nauðsyn, þess vegna ber
okkur að styðja hana eftir megni. Hver íslendingur ætti að styðja hana með persónulegri
þátttöku, og það er auðgert, með því að taka þátt í starfi Norræna félagsins. Allir hafa
efni á að vera í félaginu. Ársgjaldið er aðeins 30 krónur og fá félagsmenn „Norræn jól“
ókeypis. Styðjið því norræna samvinnu með því að vera virkir þátttakendur í Norræna
félaginu.
Ritstjórinn.
5