Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Blaðsíða 38

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Blaðsíða 38
Norrœn jól í nóv. 1940 flutti Finnur Jónsson alþingismaður skemmtilegt erindi um dag- legt líf á Norðurlöndum, eins og hann hafði kynnzt því eftir hernám Danmerkur og Noregs, en þar og í Svíþjóð hafði hann dvalizt um sumarið, unz hann komst heim með v.s. Esju frá Petsamo. Við sama tækifæri flutti formaður félagsins, Stefán Jóh. Stefánsson, snjalla ræðu um samvinnu norrænna þjóða á þrengingar- tímum. í marz 1940 var haldið Færeyjakvöld í útvarpi, og töluðu þar nokkrir Færey- ingar, er hér voru staddir í viðskiptaerindum, auk íslenzkra Færeyjavina. Hinn 22. júní 1942 las norska skáldið Nordahl Grieg kvæði sín í hátíðasal Háskólans fyrir þröngskipuðu húsi við mikla hylli áheyranda. Um sama leyti kom hingað í boði Norræna félagsins norski sagnfræðingurinn Worm-Miiller prófessor, en hann dvaldist þá í Englandi. Flutti hann þrjá fyrir- lestra í hátíðasal Háskólans um samskipti Norðmanna og Þjóðverja, en hann var þeim manna kunnugastur. Var jafnan fullskipað áheyrendum að erindum hans. I okt. 1942 var fjölmenn samkoma haldin að Hótel Borg, og flutti þar sendi- herra Dana, F. de. Fontenay erindi um framferði Þjóðverja í Danmörku og við- brögð Dana í því sambandi. Margir fleiri gestir, sem hingað komu, sögðu tíðindi af Norðurlöndum á fundum félagsins. 7. Norræn jól. Árið 1939 kom Nordens Kalander út í síðasta sinn. Árið eftir fengu félagsmenn í þess stað bókina Svíþjóð á vorum dögum, eftir Guðlaug Rósinkranz ritara félagsins. En árið 1941 hóf félagið að gefa út sérstakt ársrit, er hlaut nafnið Norræn jól, undir ritstjórn ritara félagsins. Hefur það síðan komið út á hverju ári, prýðilegt að frágangi, og flutt fréttir af starfsemi norrænu félag- anna auk mynda og greina um margvísleg efni. 8. Norræna heimilið. Ritari félagsins hreyfði því á aðalfundi 1942, að Norræna félaginu væri mikil nauðsyn að koma sér upp félagsheimili á fögrum stað og heppilegum í grend við Reykjavík, þar sem hægt væri að halda norræn mót og námskeið, enda ættu sum hin norrænu félögin slíka samastaði. Á þessum árum var gott til fjáröflunar, og varð því að ráði að hrinda málinu af stað. Árið 1944 var kosin 5 manna byggingarnefnd og 9 manna fulltrúaráð, er skyldi aðstoða stjórn félagsins í þessu og öðrum málum. Fékk félagið til umráða 7 ha. lands í Kárastaðanesi, hinn fegursta stað, en Guðjón Samúelsson húsameistari gerði upp- drátt að húsinu. Til þess að afla fjár til framkvæmda var efnt til happdrættis og 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.