Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Side 51
Norrœn jól
samanburði við þessa stórveldisrisa hafa Norðurlönd virzt vera dvergríki. En
þeim, sem meta allt eftir stærð, má benda á það, að í heild eru Norðurlönd á ýmsan
máta jafnoki stórveldis, enda þótt þau séu ekki stór hvert um sig. Satt er það, að
samanlögð íbúatala Norðurlanda er ekki nema um 18 milljónir. En verðmæti
samanlagðs útflutnings þessara landa var árið 1947 um 33 milljarðar ísl. króna
(samkv. núverandi gengi), og slagar það hátt upp í útflutning Frakka, sem þetta
ár var um 36 milljarðar króna. Kaupskipastóll Norðurlanda var í fyrra um 12
millj. tonn, þrisvar sinnum stærri en Frakklands og röskur helmingur af kaup-
skipaflota Breta. Norðurlönd framleiða um þriðjung heimsframleiðslunnar af timbri
og pappírsmassa. Skipasmíðar þeirra eru á stórveldismælikvarða. Svona mætti
áfram telja.
Það er þó meira um vert, að andleg afköst þessarar þjóðaheildar þola saman-
burð við hvaða stórveldi sem er, og hefur svo verið nú síðustu aldirnar. Lönd, sem
hafa fóstrað Linné, Kirkegaard, H. C. Andersen, Ibsen og Björnson, Berzelius,
Abel og Bohr, Grieg og Sibelius, Munch og Nansen, þurfa ekki að láta í minni
pokann fyrir neinu stórveldi. Og svo að aftur sé talað í tölum, má nefna, að Norður-
löndin hafa fengið 10 af 45 bókmenntaverðlaunum Nobels, sem veitt hafa verið,
eða næstum fjórða hvert. Það stórveldi, sem næst kemur, Frakkland, hefur fengið
7, Stóra Bredand og Bandaríkin fjögur hvort um sig. Þótt taka verði tillit til þess,
að það eru Norðurlandabúar sjálfir, sem úthluta þessum verðlaunum, eru þetta
þó tölur, sem tala sínu máli. Norðurlöndin hafa og hlotið nær tíundu hver Nobels-
verðlaun í læknisfræði, eðlisfræði og efnafræði.
Þeim, sem telja íþróttir alls aðal, má á það benda, að í þeim ólympsku leikj-
um, sem haldnir höfðu verið fyrir 1950, að vetrarleikjum meðtöldum, höfðu Norður-
löndin hlotið samanlagt 1120 stig (eru þá reiknuð þrjú stig fyrir gullverðlaun,
tvö fyrir silfurverðlaun og eitt fyrir bronsverðlaun), og var aðeins eitt stórveldi
nokkru hærra að stigatölu, nfl. Bandaríkin, með 1524 stig. Stóra Bretland hafði
hlotið 677 stig, Frakkland 504 stig og Þýzkaland 468 stíg.
Það þarf því ekki að fylgja því nein vanmáttarkennd að teljast til Norður-
landa. Satt er það að vísu, að þau eru ekki eins grá fyrir járnum og stórveldin,
þau eiga ekki eins myndarleg herskip, og þau eiga enga kjarnorkusprengju. En
það hefur lengi verið aðal íslendingsins að látast ekki um þá, sem bíta í skjaldar-
rendur.
Menning frændþjóðanna á Norðurlöndum er samgróin okkar menningu. Rit-
49