Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Side 33

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Side 33
Norrœn jól Félags- mannatal Norrœna félagsins 1932-1952. hingað fimleikaflokkur frá K. F. U. M. í Stokkhólmi og árið eftir söngflokkur frá sama félagi. Sá Norræna félagið að öllu leyti um móttökur þeirra flokka. í júlí 1939 var verkamannamót Viggbyholmara í Reykjavík og Laugarvatni. 3. Sænska vikan í Reykjavík 1936 var að sönnu ekki haldin á vegum Norræna félagsins, en í nánu samstarfi við forustumenn Norræna félagsins, og má hiklaust telja hana í beinu framhaldi íslenzku vikunnar í Stockhólmi 1932. 4. Norræni dagurinn. Á fulltrúafundi í Osló árið 1935 var ákveði, að hinn 27. október á hausti hverju skyldu Norðurlandaþjóðir minnast hver annarrar í skól- um, útvarpi eða á annan hátt, er stuðla mætti að kynningu og almennri velvild þeirra á milli. Hefur Norræna félagið í íslandi gengið vel fram í þessu, enda eru yfir 20 íslenzkir skólar í félaginu. Hafa þeir fengið skuggamyndir frá Norðurlönd- um til að sýna nemendum sínum. 5. Heimboð, fyrirlestrar. Árið 1937 bauð félagið Hákon prófessor Schetelig að koma hingað og flytja erindi. Var það fyrsta heimsókn Norræna félagsins af því tagi, en síðan hafa allmargir nafntogaðir fræði- og listamenn þegið slík boð. Prófessor Schetelig og erindum hans var sérlega vel tekið. 6. Bókasafn. Félagið hefur bæði hlotið að gjöf og keypt allmargt nýrra bóka á ári hverju um langt skeið. Oftast hafa verið fengnar um 10 bækur á ári frá hverju Norðurlandanna. Með sérstöku samkomulagi við Bæjarbókasafn Reykja- víkur eru bækur þessar geymdar þar og lánaðar félagsmönnum. 31

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.