Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Side 53
Norrœn jól
finnskri bók þannig, að Finnum virðist næstum sem Finni sé að lesa. Sama er og
um Finna, sem les upphátt úr íslenzkri bók, að okkur finnst þar vera íslendingur
að lesa. Á norrænum mótum finnst öðrum Skandínövum Finnar og íslendingar
tala sama mál, það mál, sem Svíar kalla „obegripliga“.
Islendingi, sem ferðast um Norðurlönd, finnst hann ýmist vera afi eða litli
bróðir, en alltaf finnur hann skyldleika, sem hann finnur ekki annars staðar.
Auðvitað er það fjarri mér að halda því fram, að við eigum að einangra okkur
frá stórveldunum eða hafna menningarverðmætum þeim, sem þau hafa upp á
að bjóða. Þar er ýmislegt að fá, sem ekki fæst annars staðar. En samband okkar
við þau má ekki veikja þau tengsl, sem binda okkur við hin Norðurlöndin, því að
þau höfum við alls ekki ráð á að veikja. Þótt ýmsir virÖist nú telja það okkur
fyrir beztu, að við berum stjörnumerki, bláhvítt eða rautt, þá mun það eflaust
okkur hollast, ef við ædum að viðhalda þjóðlegri menningu, að bera áfram okkar
kross eins og bræðraþjóðir okkar.
Ef við losnum úr tengslum við hin Norðurlöndin, getum við sagt með lítt
breyttum orðum Fjallaskáldsins:
Nú eru horfin Norðurlönd,
nú eigum við hvergi heima.
Sigurður Þórarinsson.