Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Síða 13
ÞEGAR NORRÆNA FÉLAGIÐ nú er 30 ára, er margs að minnast, eins
og alltaf er fyrir félögum, er hafa merkilegan tilgang. Hér stendur þó
alveg sérstaklega á, því að minningar þær sem vakna, eru miklu eldri en
félagið.
Það má með nokkrum sanni segja, að hugsjón sú, er Norræna félagið berst
fyrir eigi rætur sínar aftur í grárri fyrnsku norrænnar sögu. En hitt má segja, að
þessi hugsjón, eins og margar, ef ekki allar miklar hugsjónir, hefur þurft langan
tíma til þess að fá á sig það mót, er hún þurfti að fá til þess að henni gæti
orðið líft.
Frá upphafi vega hefur það aldrei verið umdeilt, hverjar norrænu þjóðirnar
eru. Þær hafa og á liðnum öldum alltaf verið að draga sig saman, og er það full
sönnun þess, að þeim, um ómunatíð, hefur verið ljóst, að innbyrðis samvinna
væri þeim holl og hentug. En það er fyrst fyrir rúmri hálfri öld eða svo, að nor-
rænu þjóðunum hefur orðið fullljóst, hver og hvernig samvinna yrði að vera, svo
að vel mætti fara, og nýtast að. Það hefur verið prófað til þrautar á liðnum öld-
um, að samvinnan getur ekki byggst á pólitískum tengslum milli hinna norrænu
11