Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Qupperneq 24

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Qupperneq 24
Norrœn jól laginu. En á þingum Sameinuðu þjóðanna og í Evrópuráðinu eru allnáin tengsl á milli hinna norrænu fulltrúa. Og oft er það á þessum alþjóðaþingum, að ekki er talað um eitt norræna landið sérstaklega, heldur um Norðurlöndin sem heildar- heiti og samstæðan hóp. Þó hér að framan sé hvergi nærri gerð tæmandi skil þáttum hinnar norrænu samvinnu, skal þó síðast en ekki sízt minnzt hér á nýjasta og ef til vill mikils- verðasta táknið um norræna samvinnu, en það er Norðurlandaráðið. Verður þessari gagnmerku stofnun, sem nú er væntanlega að setjast á laggirnar, bezt lýst, með orðalagi 1. gr. starfsreglanna, sem er á þessa leið: „Norðurlandaráðið er vettvangur ríkisþings Dana, alþingis íslendinga, stór- þings Norðmanna og ríkisþings Svía og stjórna þessara þjóða til að ráðgast um þau málefni, er varða samvinnu allra þjóðanna eða einhverra þeirra“. í ráði þessu eiga sæti 16 fulltrúar fyrir þjóðþing Dana, Norðmanna og Svía og 5 fulltrúar frá alþingi íslendinga. Auk þess eiga þar sæti forsætisráðherrar og utanríkisráðherrar þessara þjóða eða aðrir ráðherrar, sem tilnefndir eru í þeirra stað. Finnland gat því miður ekki tekið þátt í stofnun Norðurlandaráðsins, ekki sízt vegna legu landsins og afstöðu til alþjóðamála. En reglur ráðsins ákveða hins- vegar, að þegar stjórn Finnlands óski þess, geti fulltrúar hennar og ríkisþing Finna tekið þátt í fundum og ályktunum ráðsins. Ákveðið er, að ráðið komi saman til funda einu sinni á ári, og getur það gert ályktanir, sem eru tilmæli (meðmæli) til ríkisstjórnanna. Sá óvéfengjanlegi rökstuðningur er borinn fram til styrktar hugmyndinni um Norðurlandaráðið, að samstaða norrænu þjóðanna hlyti að leiða til þess, að athugað yrði gaumgæfilega, á hvern hátt væri unnt og framkvæmanlegt að skipuleggja á hagkvæman hátt samstarf þeirra á milli. Og það er ekki nokkrum vafa bundið, að Norðurlandaráðið er eitt stórstígasta og raunhæfasta sporið, sem stigið hefur verið í þessu skyni. Þess vegna er því innilega fagnað af öllum þeim, er af einlæg- um hug og áhuga styðja norræna samvinnu. Það hlýtur því að verða mikið gleði- efni norrænu félögunum. Þau hafa vel og dyggilega unnið að auknu samstarfi. Þau sjá nú, með hverju árinu sem líður, meiri ávöxt atorku sinnar. Það er þeim til verðugs heiðurs og góðs og raunhæfu málefni til styrktar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.