Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Side 27

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Side 27
Norrœn jól náð að ganga hin síðustu ár, má nefna stofnun Norræna ráðsins, sem samþykkt hefur verið að ganga í af öllum löggjafarþingum Norðurlanda nema Alþingi íslendinga, en þar liggur það nú fyrir til umræðu og væntanlegrar samþykktar. Er þetta mjög merkur þáttur í samstarfssögu Norðurlandanna, sem vér væntum oss mikils góðs af. Stjórnarvöld allra Norðurlandanna, að íslandi undanteknu, hafa nú afnumið vegabréfaskyldu til gagnkvæmra heimsókna á Norðurlöndum. Ekki er kunnugt um, hvað því veldur, að íslenzk stjórnarvöld hafa ekki tekið þátt í samvinnu um afnám vegabréfanna með hinum Norðurlöndunum, en vonandi verður þess ei langt að bíða að svo verði. Ennþá heyrast öðru hvoru raddir um það, að óþarft sé fyrir okkur Islendinga að taka þátt í hinni norrænu samvinnu, við getum verið sjálfum okkur nógir. Flestir telja þó, að nauösynlegt sé okkur að hafa einhver menningartengsl við aðrar þjóðir, en þá sé bezt fyrir okkur að tengjast slíkum böndum hinum stóru þjóðum, þar sem úrvaliÖ sé mest. Er þetta rétt? Ég held að því fari fjarri. Tengsl okkar við Norðurlöndin eru okkur eðlilegust. Mál okkar er af sömu rótum runnið. Norrænu þjóðunum erum við skyldust. Af sama bergi erum við brotin. Bönd skyld- leikans reynast oftast traustust er á herÖir. Við höfum um aldir mótazt af sviplíkri náttúru, líku starfi, sams konar lífskjörum, trú og menningu. Allt þetta hlýtur að valda því, að við berum lík hugðarmál og sömu þrár í brjósti og höfum þess vegna bezta aðstöðu til þess að tileinka okkur sams konar menningu. Þetta finnum við Islendingar líka ljóslega, þegar við eru meðal framandí þjóða. Þá fyrst, er við erum meÖal frændþjóðanna á Norðurlöndum, njótum við okkar sem jafningjar. Líkt er um frændur okkar á hinum Norðurlöndum. Hér hjá okkur kunna þeir oftast vel við sig. Þótt land okkar sé nokkuð kuldalegt á stund- um, finna þeir hér þó þá hlýju sem vermir og skapar notalega heimilistilfinningu. Með frændþjóðunum á Noröurlöndum eigum við samstöðu, þótt sitthvað beri stundum á milli. Með Norðurlandabúunum hinum eigum við samleiÖ í menn- ingarlegum efnum. Engri þjóð er meiri þörf á góðri og öruggri samfylgd en okkur íslendingum, sem erum svo fáir og tiltölulega einangraðir. Af reynslu undanfarandi alda og ára er það ljóst, að menningu okkar er ekki hætta búin af samskiptum við frændþjóðirnar. Af þeim samskiptum hefur menning okkar hlotið þá endurnýjun og næringu, sem henni er nauðsynleg og holl, 25

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.