Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Side 29

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Side 29
Hvað er þá orðið okkar starf? Þœttir úr þrjátíu ára sögu Norrœna félagsins. Jón Eyþórsson r AÞESSU ARI eru 30 ár liðin, síðan fyrst var stofnað Norrænt félag á íslandi. Endur fyrir löngu hafði mikið verið rætt og ritað um norræna samvinnu á Norðurlöndum í þrengri merkingu, þ. e. í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. ísland kom þar vart til greina, af því að það var háð Danmörku, og Finn- land ekki heldur, meðan það varð að lúta Rússum. Fyrir síðustu aldamót tóku skandinaviskir (þ. e. danskir, norskir og sænskir) stúdentar að efna til stúdenta- funda sín á meðal, og var þar að vonum talað hátíðlega um bræðralag og órjúf- andi vináttu frændþjóðanna yfir veizluborðum. En stúdenta-skandinavisminn, sem þessi hreyfing var kölluð, dofnaði fljótlega, enda hvíldu þá hin yfirvofandi sam- bandsslit Noregs og Svíþjóðar sem skuggi yfir vinmálum Norðurlanda. í fyrri heimsstyrjöld héldu Norðurlönd að vísu hlutleysi sínu og frelsi, en ófriðarbálið logaði á allar hliðar. Þá reyndi á, hverju þau gátu miðlað hvert öðru, og hvert um sig fann til vanmáttar síns gagnvart ofurefli stríðsaðilanna. Sam- skipti, velvild og skilningur glæddist vissulega á þeim árum milli hinna þriggja frændþjóða, sem á liðnum öldum höfðu svo oft sannað í verki hinn forna máls- hátt, að „frændur eru frændum verstir“. Að styrjöld lokinni komu því bráðlega fram raddir um það, að norrænum þjóðum væri hollast að efla vináttu sína og frændsemi í framtíðinni, útkljá ágrein- ingsmál sín drengilega og friðsamlega, kynnast sem bezt og læra hver af annarri. 27

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.