Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Side 34
Norrœn jól
7. Endurskoðun kennslubóka í sögu og landafræði. Það hefur lengi
verið vitað, að Norðurlandaþjóðum hefur borið allmikið á milli um einstök sögu-
leg atriði og jafnvel landfræðileg einnig. Því var á fulltrúafundi í Stockhólmi 1932
ákveðið, að Norrænu félögin skipuðu nefndir til að kanna kennslubækur í þess-
um greinum og fá numið úr þeim eða löguð þau atriði, sem helzt væri ágrein-
ingur um. Hefur allmikil vinna verið lögð í þetta og niðurstöður prentaðar sem
nefndarálit.
8. Fulltrúaráðsfundur Norrænu félaganna var haldinn í Reykjavík 22.—
27. júlí 1939. Voru mættir fulltrúar allra Norðurlanda sem hér segir: Frá Dan-
mörku: Nationalbankdirektör C. V. Bramsnæs, framsögumaður; Borgmester dr.
phil. Ernst Kaper, Direktör Chr. H. Olesen og Oberstlöjtenant Helge Bruhn, ritari.
Frá Finnlandi: Kanslichef K. Antell og Kari Lavonius. Frá Noregi: Harald
Grieg forstjóri, J. L. Mowinckel forstæisráðherra, Magnús Nilsen stórþingsforseti
og H. N. Bache. Frá Svíþjóð: Kammarráttsrád C. Carlesen, rektor Harald Elldin
og Karl Stenberg ritari. Af Islands hálfu voru Stefán Jóh. Stefánsson utanríkis-
ráðherra, Steindór Steindórsson menntaskólakennari, Vilhj. Þ. Gíslason skólastjóri
og Guðlaugur Rósinkranz, ritari Norræna félagsins.
Stjórn Norræna félagsins tók á móti fulltrúunum, er þeir stigu af skipsfjöl
að morgni dags hinn 22. júlí. Hófst þegar fundur í Oddfellowhúsinu og stóð
til kvölds með litlum hvíldum. Þá var setið miðdegisboð bæjarstjórnar Reykja-
víkur. Daginn eftir bauð Norræna félagið gestunum til Þingvalla. Hádegisverður
var snæddur í Valhöll, en á heimleið var hitaveita Reykjavíkur skoðuð undir
leiðsögn Péturs Halldórssonar borgarstjóra. Einnig var gestunum boðið austur
að Geysi og Gullfossi. Hinn fjórða dvalardag var fundi haldið áfram og lokið
nndir miðaftan, en um kvöldið hafði Norska Ameríkulínan boð inni fyrir íslenzku
fulltrúana og allmarga gesti aðra að tilhlutun hinna erlendu fulltrúa Norræna
félagsins. Daginn eftir, miðvikudaginn 26. júlí, flutti J. L. Mowinckel erindi í
Iðnó á vegum félagsins. Kallaði hann það „Frá Versölum til Múnchen“ og fjall-
aði um stjórnmál í Norðurálfu frá friðargerðinni í Versölum 1919 til samning-
anna í Múnchen við Hitler haustið 1938. Var húsfyllir áheyrenda, en að loknu
crindi þakkaði Ólafur Thors atvinnumálaráðherra hinum virðulega gesti erindið
og komuna. Um kvöldið, kl. 22, fóru fulltrúarnir með „Stavangerfjord“ til Akur-
cyrar, og tók Norræna deildin þar á móti þeim og sýndi þeim bæinn og nágrennið.
Frá Akureyri hélt skipið beint til Noregs.
32