Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Blaðsíða 36

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1952, Blaðsíða 36
Norrœn jól á þessu tímabili. Landflótta Danir og Norðmenn voru hér oftlega á ferð á leið frá Bretlandi til Ameríku. Sumir dvöldust hér langdvölum. Meðal þeirra voru skáld og fræðimenn, sem bæði voru Norræna félaginu og alþjóð manna hinir mestu aufúsugestir. Af þessum sökum þykir rétt að ræða um störf stríðsáranna í sérstökum kafla. 1. Finnlandssöfnunin. Hinn 1. desember 1939 réðist Sovétrússland á Finna. Vakti sú árás bæði undrun og andúð Islendinga. Þann dag fór Norræna félagið ásamt Stúdentafélagi Reykjavíkur m. m. hópgöngu til skrifstofu finnska aðalræðismannsins í Reykjavík. Var honum afhent samúðarávarp til finnsku þjóð- arinnar með undirskriftum fjöldamargra þjóðkunnra manna. Hinn 10. desember var hafin fjársöfnun til handa Rauðakrossi Finnlands á vegum Norræna félagsins og Rauðakross íslands. Alls söfnuðust á skömmum tíma 170 þús. kr. í peningum og vörum. Þar af voru 50 þús. send í erl. gjaldeyri, en hitt í vörum og fatnaði. 2. Samúðarkveðja til Dana og Norðmanna. Á aðalfundi félagsins, 9. maí 1940, réttum mánuði eftir hernám Danmerkur og Noregs, var eftirfarandi yfirlýsing samþykkt í einu hljóði: „Ofbeldi það, sem framið hefur verið gegn hin- um norrænu frændþjóðum vorum, hlýtur að vekja djúpa sorg og gremju í huga hvers íslendings og innilega samúð vegna þeirra örlaga, sem þær verða nú að þola. Þótt við séum svo fámennir og lítils megandi, að vér getum ekki sýnt samúð vora í verki, viljum vér ekki láta hjá líða að segja hug vorn. Því sendum vér hinum norrænu frændþjóðum bróðurkveðjur. Vér biðjum þess, að hið eilífa réttlæti og gifta, sem allt fram á síðustu tíma hefur vakað yfir þeim, haldi nú og æfin- lega hendi sinni yfir þeim, frelsi þeirra og menningu“. 3. Söfnun til handa norskum flóttamönnum. Á þjóðhátíðardag Norð- manna, 17. maí 1940, hóf félagið fjársöfnun vegna norskra flóttamanna, er hingað voru komnir. Söfnuðust alls um 7000 kr. í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akureyri. Á Akureyri hélt Norræna félagsdeildin samkomu um daginn og bauð þangað öllum flóttamönnum, er voru á staðnum. Hélt Davíð Stefánsson skáld þar aðal- ræðu, en auk hans töluðu Sigurður skólameistari Guðmundsson og Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Fénu var síðan úthlutað í samráði við Nordmanslaget í Reykjavík. 4. Fjársöfnun til Norðmanna hófst 17. maí 1942 fyrir forgöngu Norræna félagsins. Gekk hún mjög greiðlega og varð á skömmum tíma mesta fjársöfnun, sem hafði átt sér stað hérlendis. Alls nam söfnunin kr. 835.981,00 en þar af lagði 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.